Blysförin frá Stjórnarráðinu að Hótel Borg.

...............Við mættum galvaskar ég og Sigrún Jóndóttir bloggvinkona. Mætingin betri en við áttum von á á Gamlársdag.  Áberandi hversu margt fullorðið fólk tók þátt í þessu í dag. Neyðarblysum var skotið upp og kallaði fólk eftir hjálp.   Má segja að Austurvöllur hafi verið reykfylltur í dag. Ætlunarverkið var að trufla útsendingu á Kryddsíldinni og það tókst en ég harma að unnin voru skemmdarverk.  Við yfirgáfum sviðið til að fá okkur heitt súkkulaði í grenndinni.  Þá sáum við sjúkrabílana koma að. Við fórum heim áður en þessu lauk og urðum aldrei varar við nein læti. Við vorum stoltar að því að taka þátt í dag.

Ég vona að þið eigið skemmtilegt Gamlárskvöld.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel af sér vikið hjá þér. Ég er ekki jafn stoltur. Þurfti að fara í vinnu og missti því af þessu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi......það að vera í vinnu er lögleg afsökun.  Eigðu gott kvöld.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 15:35

3 identicon

Já gott hjá ykkur að fara og mótmæla:) og það friðsamlega. En hitt pakkið eyðilagði nú þetta fyrir ykkur elsku kellingin  mín. Sjaldan hef ég orðið jafn snögg reiður og núna, ef eg hafði hugleitt það að kjósa vinstri græna þá fauk það allrar veraldar til.

Þetta voru fáranleg mótmæli.

Óskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:40

4 identicon

Það hefur sýnt sig að friðsamleg mótmæli virka ekki og þessar skemmdir eru smámunir miðað við það tjón á efnahag og orðspori þjóðarinnar sem mótmælendur eru að reyna að afstýra með því að koma sökudólgunum frá.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er stolt af öllum mótmælendum dagsins.  Við höfum lengi vitað að það hlyti að koma að þessu....því mælirinn er löngu fullur.

Takk fyrir daginn

Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég sem var viss um að þú værir í steininum. Ætlaði að heimsækja þig.

Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskar ertu Pé '? Ég vil ekki skemmdarverk eða líkamsmeiðignar.

Húnbogi við erum að mótmæla hrikalegum skemmdarverkum.......

Sigrún takk sömuleiðis.

Vona að þið eigið öll gott kvöld

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 16:19

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir takk fyrir það! Við svosem hugleiddum hvað væri í matinn þar í kvöld!

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 16:20

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Rannveig H

Takk fyrir að standa vaktina ég er stolt af ykkur vinkonum meðan ég er að hafa það gott í sveitinni. Kær kveðja og gleðilegt ár.

Rannveig H, 31.12.2008 kl. 17:12

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rannveig og Ásdís óska ykkur gleðilegs árs,

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 17:34

12 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir daginn Hólmdís. Mér leið illa þegar löggan hótaði okkur  með gas þar sem vorum  í friðsemd. Þá vissi ég að það mundi verða ólæti.

Það eru ekki allir sem eiga fyrir mat, en þeir sem eru í steininn fær að minnsta kosti að borða.

Gleðilegt byltingarár!

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 19:55

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Heidi.

Þú hefur vonandi sloppið við gasið!

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 20:14

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú er ég ekki alveg dús við hann Húnboga vin vorn. Tjónið í dag vissulega ekki mikið miðað við það sem orðið er, en það réttlætir alls ekki að þar með sé allt í lagi að vinna enn meira tjón. Og hvers á saklaust starfsfólk STöðvar 2 að gjalda, að verða fyrir meiðslum og svo fyrirtækið sjálft fyrir tjóni á tækjum, sem kannski er mjög mikið?

ER hið rétta viðkvæði, að "Svo skal böl bæta, að auka við"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 21:41

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús ég vil ekki skemmdir á eignum og ekki líkamsmeiðingar.  Því miður eru alltaf einhverjir sem ganga of langt

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband