Nú árið er liðið í aldanna skaut.

.................Ótrúlegt ár er á enda.   Fyrir mig persónulega verður þetta með minnistæðari árum.

Fyrstu fréttir sem ég fékk á árinu voru þær að hús bróður míns mágkonu og þriggja dætra varð eldi að bráð.  Hörmulegt en allir eru á lífi og það er það dýrmæta.

Ég fór í mína langþráðu Vietnam ferð sem var mikið ferðalag.  Flaug fyrst til London og gisti hjá Anitu vinkonu minni og "fararstjóra". Hún er fædd í Saigon en var þar franskur ríkisborgari.  Við ásamt systur Anitu og tveimur börnum flugum í gegnum  HongKong til Saigon.  Í Víetnam var ég í 22 daga og fór vítt og breytt.  Æfintýri....og ég var sko ekki búin að sjá allt. Í Saigon fór ég í áramótapartý og borðaði sviðasultu (víst) og horfði á flugelda.

Annað ferðalag mitt á árinu var til Akureyrar til að halda upp á 30 ára stúdentsafmæli.  Ekkert okkar hafði elst og við vorum ótrúlega falleg og skemmtileg. Sem betur fer er ekki til mynd af marblettinum sem ég fékk af því að fara yfir Lystigarðshlið í skjóli nætur. Við fórum m.a. í flúðasiglingu niður Austari Jökulsá í Skagafirði   og  skemmtu Álftagerðisbræður okkur vel. Reyndar fékk ég húsaskjól hjá einum þeirra á Ak.  Það var aldrei leiðinleg stund.

Húsavíkina mína heimsótti ég í framhaldi af þessu og hef aldrei stoppað eins lítið þar og í ár...og verður það bætt upp 2009.

Við mæðgur áttum eina viku á Rhodos með dagsferð til Tyrklands og var það skemmtilegt.

Ótrúlega margir vinir mínir urðu fimmtugir á árinu og einnig ég þetta barn sem ég nú er.   Afmælisdagurinn verður í sögubókum um ókomin ár....6. okt þegar heimurinn hrundi. Átti yndislegt kvöld í tilefni dagsins.

Og svo varð ég mótmælandi......er sennilega búin að mæta 15 sinnum á alls kyns mótmæli og borgarafundi.......og er ekki hætt.  Ég vaknaði á árinu.

Dæturnar Urður og Hörn urðu 18 og 16 ára.

Í nóvember varð ég atvinnulaus sem er ný lífsreynsla.....en það var nú þægilegt um jólin og þangað til ég fæ útborgað.............

Í árslok trúi ég því að okkur takist að skapa betra þjóðfélag.

Óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

...Og aldrei það kemur til baka!

Gleðilegt nýtt ár kella og takk fyrir þennan einkaannál þinn!

En tek eftir að ekkert er minnst á Vesturbæinn og þó einkum og sér í lagi á "Huggun ríka harmi gegn" óvæntu og stórkostlegu afmælisgjöfina frá ónefnda glæsimenninu!?

En geymir þá gullmola kannski fyrir ævijátningarnar?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta kæra Hólmdís. Vona að nýja árið verði þér gott og dætrum þínum líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt ár kæra Hólmdís og takk fyrir fyrir dýrmæta vináttu sem mér finnst ég hafa öðlast í kynnum mínum við þig undir vægast sagt undirfurðulegum atburðum

Sjáumst hressar og reiðar í næstu mótmælum

Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:30

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gleðilegt og friðsælt ár.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 03:45

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Takk sömuleiðis. Skrapp reyndar líka til Rhodos og Tyrklands. http://sailor.blog.is/blog/sailor/entry/654912/

Víðir Benediktsson, 1.1.2009 kl. 09:22

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gleðilegt ár.....

Halldór Jóhannsson, 1.1.2009 kl. 13:49

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir góðar kveðjur.

Tölvan mín er í miklu óstuði

Hólmdís Hjartardóttir, 1.1.2009 kl. 19:59

8 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Rakst inná bloggið þitt um kvöldmatarleytið.  Þegar ég sló inní leit á Íslenskum netsíðum orðinu "Panga".  Var nefnilega að gæða mér á í Nýársdagsmat Pangafiski sem ég keypti í Hagkaup í gær.  Ekkert stóð nefnilega meira á pakkninginni nema "Pangafiskur".  Þetta hljómaði eitthvað svo framandi og spennandi að ég stóðst ekki mátið að kaupa og smakka á fyrsta degi ársins.  Panga bara þetta eina orð, kveikir smá neista og þá rakst ég á grein eftir þig frá því í sumar í júlí um pangafisk, en annars býð ég þér bara gleðilegt nýtt ár og farsælu ef þú ferðast.  Lifðu heil og glöð

Máni Ragnar Svansson, 1.1.2009 kl. 22:03

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Máni   panga er ágætur fiskur

Hólmdís Hjartardóttir, 1.1.2009 kl. 22:41

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gott byltingarár! Megi öfgatrúarfólk úr röðum Mammons-dýrkenda hvíla í friði, á botninum á tæmdum sjóðum.

 Við hin byggjum nýjan heim.

Haraldur Davíðsson, 1.1.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt byltingarár, vonandi verðum við vitni að byltingu.  Svona alþýðubyltingu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 02:42

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur, Jóna Kolbrún og Tinna.

Það verður hugarfarsbylting!

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 08:02

13 Smámynd: Rannveig H

Megir þú hafa jafn viðburðaríkt þetta árið líka,og vera jafn dugleg að blogga. Gleðilegt ár og takk fyrir öll blogg á síðasta ári.

Rannveig H, 2.1.2009 kl. 10:05

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðilegt ár Rannveig og takk fyrir góðar kveðjur

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 10:20

15 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt ár og takk fyrir góð samskipti á árinu örlagaríka.
Gaman var að lesa yfirlitinu hjá þér. Maðurinn minn hefur þann draum að fara til Víetnams.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 13:30

16 identicon

Gleðilegt ár og vegni þér sem best á því nýbyrjaða. Það er ekki útilokað að þetta ár verði eitthvað óvenjulegt hjá mér.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:31

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk og sömuleiðis Heidi.

Húnbogi þú gerir mig forvitna.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 13:43

18 identicon

Lemur í kjós.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:49

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ok

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 17:15

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Gleðilegt ár hollsystir og bloggvinkona og takk fyrir liðið ár.

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 20:15

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Sigrún!

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband