Mótmæli gegn mótmælendum.

    Hörmung er að lesa um öll þau skemmdarverk sem framin hafa verið í kringum áramótin. Enginn hefur hag af skemmdarverkum eða líkamsmeiðingum.

Orð eiga að vera beittustu vopnin.

Verum friðsælir mótmælendur áfram. Það hefur áhrif.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hún Eva geti núna séð bjálkann í sínu auga þar sem hún er núna lent á hinum enda mótmælanna?

Pétur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Marilyn

Ég man ekki til þess að Eva hafi stundað fjárglæfrastarfssemi þá sem olli hruni íslensku bankanna.

Marilyn, 2.1.2009 kl. 14:11

3 identicon

Ég veit ekki heldur til þess að lögreglumenn, þingverðir, starfsmenn Hótel Borgar né Stöðvar 2 hafði valdið hruni bankanna heldur.

Pétur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Heidi Strand

Pétur þetta var eignaspjöll:

Þeir sem ráðast á mótmælendum með eignarspjöll litur að styðja hrunið og þeirra sem á því bera ábyrgð. Þeir vilja greinilega óbreytt ástand þannig að glæpamennirnir geta haft frjálsar hendur og að ekkert komist upp.

Kannski fylgist fólk bara svona illa með eða les bara æsifréttir um mótmælunum en ekki upplýsandi greinar um  hrunið.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Pétur, ertu að segja að persónuárásir og eignaspjöll séu í lagi?

Villi Asgeirsson, 2.1.2009 kl. 15:28

6 identicon

Ég er alls ekki að segja að persónuárásir og eignaspjöll séu í lagi, síður en svo!!

Ég er bara ósáttur við að Eva hefur sjálf verið að réttlæta eignaspjöll fram að þessu og sagt að þau séu bara partur af mótmælum. Var bara að velta því fyrir mér hvort sú skoðun hennar eigi ekki líka við þegar hennar eigur eru skemmdar.

Mín persónulega skoðun er að þessar skemmdir á hennar eigum voru algjörlega óásættanlegar, alveg eins og mér fannst atvikið á Hótel Borg alveg óásættanlegt.

En hér er hennar skoðun, tekið af www.nornabudin.is:

"Aðgerðinni var ekki beint gegn Hótel Borg eða Stöð 2 og engar ákvarðanir voru teknar um skemmdarverk (þótt öll fjárhagsleg áföll sem eigendur 365 verða fyrir gleðji mig persónulega)."

Pétur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:49

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, þetta er ekki gott, hvernig sem á það er litið!

Annars er ég á leið í ekta þing-eyfirskt brúðkaup á eftir Hólmdís, viltu koma með sem fylgdarmær?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 15:57

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús klukkan hvað?

Get ekki stutt ofbeldi eða skemmdarverk, held að ekkert vinnist með því.

Takk öll fyrir innlit.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 16:11

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara á innlitinu, hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ég er líka bara á kíkki til bloggvina.

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 18:37

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Því í fjandanum fór Stöð 2 ekki með þessa Kryddsíld sína eitthvað annað. Mómælendur voru búnir að hóta þessu og það sýnir ótrúlega heimsku að hafa ekki fært fundarstaðinn til. Nema þetta sé nákvæmlega það sem þeir vildu. Það má heldur ekki útiloka það.

Víðir Benediktsson, 2.1.2009 kl. 19:49

12 Smámynd: Heidi Strand

Viðir, þeir vildi kannski fá smá æsifréttir sem krydd í bragðlausa kryddsíld.
Kryddsíldin er útrunninn fyrir löngu og nú má Stöð 2 bjóða upp á eitthvað meira spennandi.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 20:46

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gleðilegt ár Hólmdís mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.1.2009 kl. 20:47

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já enda virðast ribbaldar úr hópi sjálfstæðismanna hafa verið mættir á staðinn til þess að reyna að koma af stað óeirðum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 21:18

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Persónulega vil ég sjá reiði fólks beinast þangað sem hún á heima, þeas beint til nafngreindra aðila, það er fráleitt að ráðast að innviðum samfélags undir þeim formerkjum að verið sé að " mótmæla " því sama!

Embættin, lögreglan, Stöð 2, þingverðir...... þetta eru ekki þeir sem bera ábyrgðina.

Mín vegna má brjóta rúður heima hjá raunverulegum sökudólgum hrunsins...mér finnst það jafnvel æskilegt úr þessu.

Og hananú!...

Haraldur Davíðsson, 2.1.2009 kl. 21:23

16 Smámynd: Offari

Gleðilegt ár systir góð.  Haraldur það er erfitt að nafngreina einhvern þegar upplýsingarnar eru faldar. Þögnin býr bara til getgátur út frá einhverjum óstaðfestum netfréttum.  

Allir hafa verið duglegir í því að benda á hvern annan og Oftast er Davíð vinur minn nefndur. Hann hataði jú Baugsfeðga. En Því ekki bara að kenna Jóninu Ben um þetta allt samam því hún fékk Davíð til að hata baugsfeðga með því að segja sannleikann um þá.

Offari, 2.1.2009 kl. 22:44

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Öll skemmdarverk eru slæm, auðvitað á að mótmæla friðsamlega.  Vonandi sjáumst við á morgun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:08

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kl. 17.00 í Akureyrarkirkjunni tignarlegu föstudaginn 2. janúar anno 2009!

Æ, einkarellan sem átti að sækja þig bilaði!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 02:47

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit og gleðilegt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband