3.1.2009 | 20:18
Í úða á Austurvelli.
,,,,,,,,,,,,,,Enn brá ég mér á Austuvöll. Á mótmælafund. Virkilega góður fundur, engir Klemenssynir að ógna fólki í dag. Er búin að vera mjög hugsi yfir framferði þeirra á Gamlársdag. Bar ekki lögreglu að fjarlægja þá? Ég vissi ekkert hverjir þeir voru þegar ég sá fyrstu myndirnar af þeim. En annar er hagfræðingur í Seðlabankanum en hinn svæfingarlæknir. Læknirinn vinnur við að bjarga mannslífum.
En hann ber ekki meiri virðingu fyrir fólki en svo að hann gekk um og ógnaði fólki á Gamlársdag. Mér er um og ó.
Fínar ræður voru fluttar í dag. Dagný Dimmblá 8 ára stal senunni. Flutti eigin ræðu af skörungsskap. Ég hitti pabba hennar áður en barnið fór í pontu. Hann sagðist hafa velt mikið fyrir sér hvort hann ætti að leyfa þetta. Ég sé hér á blogginu að margir gagnrýna þetta harkalega. Mér finnst þetta í góðu lagi. Þetta skaðar hana ekki á nokkurn hátt og pabbi hennar kippti henni strax út úr sviðsljósinu að ræðu lokinni. Mér fannst þetta bara skemmtileg uppákoma á friðsælum og skemmtilegum fundi.
Ég hitti nokkra bloggara í dag.......gaman að því.
Fjöldinn? Við giskuðum á ca 4000. Talan 1500 er fráleit. Austurvöllur var fullur af fólki. Á öllum aldri.
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Hörður Torfason og maður sem kallar sig "hálf pabba" litlu 8 ára stúlkunnar sem þeir tróðu upp á pólitískan ræðupall fóru yfir strikið í dag. Með þeirri áralöngu reynslu sem ég hef af þátttöku af mótmælum og pólitískri umræðu hérlendis get ég nánast fullyrt að barnið mun ekki ganga heilt frá þessum degi.
Og hvar stöðvar barnaþulan? Á litla 8 ára Dimmblá að mæta í næstu mótmæli, t.d. eins og þau sem fóru fram á Hótel Borg á gamlársdag þar sem mótmælendum lenti saman með lögreglunnni? Á litla Dimmblá að taka þátt í borgarlegri óhlýðni mótmælenda? Á litla Dimmblá að mæta á þingpalla og hylja þar andlit sitt? Á litla Dimmblá að taka þátt í kommúnískri uppreisn? Hvar á stöðva barnið?
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en get nánast fullyrt að litla 8 ára Dimmblá mun verða fyrir aðkasti jafnaldra sína á næstu dögum. Þegar litla skinnið mætir í sinn skóla þar sem hennar bíða pólitísk skoðanaskipti við jafnaldra sína. Eða bara einelti frá þeim sem hugsanlega skilja ekki málstað hennar. Kannski hún verði uppnefnd "þorpsfífl" og þaðan af verri uppnefnum eins og greinarhöfundur hefur orðið að þola fyrir sín mótmæli á undanförnum árum. Þá hlustuðu fáir á varnarorðin gegn spillingunni sem nú eru komin í tísku. En það er líklegra en ekki að það einhverjir af litlu guttunum úr Dimmblá kynslóðinni muni ekki skilja að svona mótmæli eru nú allt í einu komin í tísku hér og gætu því gripið til púkalegra aðgerða gegn litlu 8 ára Dimmblá.
Ekkert óharðnað barn á erindi á ræðupall harðra mótmælenda. Það er skylda bæði foreldra og yfirvalda að vernda börn frá að vera misnotuð á pólitískum vettvangi. Bæði sálarheill barnsins svo og öryggi þess var ógnað í dag. Á undanförnum dögum hefur verið kastað stein í lögreglumann og rúður brotnar eftir kast járnlóða inn um rúðu mótmælanda. Í dag framan við ræðupall barnsins varð orðaskak við grímuklædda mótmælendur. Hvaða vitfirrt foreldri ýtir 8 ára barni sínu inná slíkan pall?
Í fyrri grein um þetta mál skrifaði Birgitta Jónsdóttir sem að mér skilst er einn forsprakki mótmælenda þessa athugasemd: "Ástþór eftir allt saman þá ert þú annálaður friðarins maður að stilla barninu upp til að ná fram hefndum á Einari Má - en lúalegt af þér." Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlægja við þessum fáranlegu orðum Birgittu, en skora á lesendur að kynna sér aðdraganda þess að börn gerast hryðjuverkamenn.
Ég læt hér fylgja eina af saklausari skopmyndum af mér sem hafa birst í fjölmiðlum og á netinu á undanförnum árum (margar eru til verri m.a. eftir photoshop leikfimi) í kjölfar minnar þátttöku í mótmælum og pólitískri umræðu. Kannski það hjálpi ykkur að skilja að óharnað 8 ára barn á ekki erindi þangað fyrr en það hefur þroskað sinn skráp.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 20:24
Sæll Ástþór.
Ég hef enga trú á að barninu verði meint af þessu. Né hef ég trú á að hún komi aftur fram.
Og hún var ekki í nokkurri hættu þarna á pallinum. Það hafa aldrei verið nein átök við þennan pall. Austurvallamómælin hafa verið friðsæl til þessa þótt einhverjir unglingar hafi kastað eggjum á Alþingishúsið á sama tíma.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 20:38
Ég er sammála þér Hólmdís. Dagný var frábær og efnileg.
Varðandi börn og framkomur þá er margt annað sem má frekar gagnrýna heldur en að barni þjáir skoðunar sinar.
Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 20:46
Ástþór barninu verður ekki meint af þessu. Í minningu hennar verður þetta bara skemmtileg uppákoma end líka fullt af börnum þarna. Eg hef kallað mótmælin við Austurvöll samkomur og það friðsælar sem slíkar.
Hættu nú að rífast við fólk og einbeittu þér bara við að berjast fyrir þínum málstað sem er friður og að koma stjórnvöldum frá. Ég styð báða þessa málstaði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:46
Það er verið að taka afskaplega mikla áhættu með þessa litlu sál, ég myndi ekki gera það við mín börn. Þegar þú ert einu sinni búin að hleypa andanum úr flöskunnni þá hemur þú hann ekki svo auðveldlega.
Við lifum á miklum óvissutímum, enginn gat sagt fyrirum að lögreglumaður væri slasaður eftir gamlársdag, og við vitum ekki hvað gerist næst svo mikið er víst. Aðgerðir grímuklæddra öfgamanan gera ekki boð á undan sér.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 20:46
Hún er verðugur fulltrúi þeirra sem landið erfa. Ástþór þú veist ekkert um sálir hvorki ungar né gamlar!
axel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:07
Ég sá þig ekki í dag Heidi. Nei ég held að barninu stafi ekki ógn af þessu. Pabbi hennar kippti henni strax í burtu frá pallinum. Þetta er bara ein skemmtileg uppákoma.
Gaman að hitta þig í dag Jakobína.
Ástþór ég treysti foreldrum stúlkunnar til að gæta hennar. Þau veltu þessu öllu mikið fyrir sér áður en þau gáfu samþykki.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 21:11
Þetta er rétt hjá þér Ástþór börn eiga ekki heima í þessum mótmælum. Ég held samt að barnið hafi hinsvegar rétt á að mótmæla því hún þarf víst líka að borga súpuna. Það verða mörg börni í framtíðini sem skilja aldrei hvað þau eru að borga.
Offari, 3.1.2009 kl. 21:18
Ég mætti í dag ásamt "litlu mömmunni minni" frumburðurinn var að vinna, svo hitti ég minn fyrrverandi og engann annann sem ég þekkti þarna. Mér fannst stelpan góð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:26
Offari ég sendi þér skilaboð.
Jóna Kolbrún það var gaman að henni. Sjáumst næsta laugardag.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 21:35
Ætli Ástþór hafi verið látinn halda ræðu sem barn?
Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 21:39
Víðir. Er hann ekki ennþá barn???
Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 22:36
Nei barninu verður örugglega ekki meint af. En ég hef ákveðnar efasemdir um réttmæti þess að blanda þetta ungum börnum í pólitískar aðgerðir.
Gleðilegt ár Hólmdís.
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 23:55
Ég er líka sammála því Hilmar að börn hafa lítið að gera í stjórnmál. Þetta barn sem talaði í dag sótti þetta mjög fast og ég veit að pabbi hennar var í miklum vafa hvort hann ætti að leyfa þetta. En henni var leyft að tala einu sinni í nokkrar mínútur á friðsælum fundi. Hún skrifaði ræðuna sjálf en pabbi hennar las hana yfir og lagaði eitthvað.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 00:09
Jamm, almennt séð orkar það tvímælis að ung börn séu notuð eða komi nálægt slíku sem pólitík og þjóðfélagsólga óneitanlega er.En mín kæra Hólmdís, viltu gleðja mig óskaplega með einu smáræði, reyndar svo mjög að ég gæti hugsað mér að gerast þræll þinn og þarfahlutur, eta skötustöppu með þér upp á hvurn dag og ég veitekkihvað..bara ef þú segir ekki hér eftir til dæmis "jákvæð uppákoma"!
Uppákoma er að stofni neikvætt orð, en hefur því miður öðlast þann skilning í hugum margra að það eigi við um nánast allan fjandan sem gerist! Hins vegar var það sannarlega UPPÁKOMA sem átti sér stað við Borgina á gamlaársdag, en ekki þessi ATBURÐUR með litlu stúlkuna, þó vissulega orki það tvímælis líkt og flest sem gert er, að láta eftir henni að koma þarna fram.
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 03:13
OK Magnús......reyni að stilla mig
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 11:52
Ert reyndar ágætlega stillt, djammar ekki nema svona fjórum til átta sinnum í ma´nuði með tilheyrandi hávaða og látum, innanhúss sem utan, en það telst varla mikið hjá síungum MA-skvísum skilst mér!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 14:20
Anskotinn....................
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 14:42
Vá, Ástþór! Ég man ekki eftir vélbyssu í höndum stúlkunnar, ég minnist heldur ekki að um stríðsáróður hafi verið að ræða, hvað að um hafi veriða að ræða einhverskonar misnotkun á stúlkunni.
Slakaðu aðeins, á og spurðu sjálfan þig hvað þú varst að gera í hlutverki jólasveinsins forðum, á einkaþotunni....í framboð forseta ferð þú væntanlega af fórnfýsinni einni, ekki satt ?
Í grunninn til er ég á móti því að blanda börnum í drullupoll stjórnmálanna. En hér var ekki um slíkt að ræða, enda sú staða sem nú er uppá teningnum óvenjuleg svo ekki sé meira sagt. Framtíð þessarar ungu stúlkunnar er það sem lagt er undir, og ekkert eðlilegra að heyra álit hennar, hún sóttist eftir því sjálf, skrifaði ræðuna sjálf, og flutti hana sjálf. Að ímynda sér að stúlkan hljóti skaða af, er ótrúleg vænisýki, og sannast sagna Ástþór, þá er það þér held ég, tamt.
Annars er kannski einmitt kominn tími á börnin, fullorðna fólkið hefur ekki beint verið að standa sig vel!
FRIÐUR er fyrir alla aldurshópa.
Haraldur Davíðsson, 4.1.2009 kl. 15:01
það virðist ríkja meiri friður víðast hvar en hjá "Friður" 2000
Víðir Benediktsson, 4.1.2009 kl. 15:18
Takk fyrir þetta Haraldur. Það eru margir búnir að gera úlfalda úr mýflugu.
Sammála Víðir.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 15:39
Ljótt að bölva, nema að ég hafi kallað fram bölbænir, sem þannig hljómuðu í styttri útgáfu!?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 22:13
Ég skil ekki ofsafengin viðbrögð bloggara við því, að Dagný Dimmblá frænka mín fékk að tala. Hún er ákveðin og fylgin sjálfri sér. Það var enginn að nota hana. Persónulega er ég stolt af henni.
Hvað er að gerast á Íslandi? Er kreppan að fara með vitið í fólki? Á ekki að leyfa börnum að tjá sig? Heldur fólk, að börn sjái ekki fréttir og lesi ekki blöð? Og svo eru greinilega allir kommúnístar! sem tjá sig um hrun Íslands og eru á móti Davíð.
Fáránlegt.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 5.1.2009 kl. 10:59
Nei Sigga. Það er heldur ekki eins og það hafi verið eitthvert stríðsástand á Austurvelli.
Já við sem mætum á mótmæli erum kölluð kommar og VG fólk. Skríll. Það er mikill misskilningar að þarna sé ekki fólk úr öllum flokkum. Þarna er fólk á öllum aldri, ungt fólk með börnin sín og rígfullorðið fólk.
Eftirtektarsamt barn sem heyrir fréttir í sjónvarpi.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.