4.1.2009 | 15:35
Það er sláturtíð á Gaza.
................Það er verið að slátra börnum og óbreyttum borgurum. Að sjálfsögðu fordæmir utanríkisráðherra þetta. Það hljótum við öll að gera. Nema menntamálaráðherra Íslands þorgerður Katrín. Hún treysti sér ekki til að fordæma slátrun á börnum. Segið mér að mig hafi dreymt það. Segið mér að við höfum ekki slíkan einstakling í stjórn landsins sem þorir ekki að fordæma þetta.
Það eru villimenn í báðum liðum. En þjóðir heims geta ekki horft á þetta án aðgerða. Ég neita að trúa því.
Fordæmir innrás á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saklaust fólk hefur látið lífið í tilgangslausum árásum Hamas gegnum árin. HVENÆR KOM FORDÆMING Á ÞEIM ÁRÁSUM FRÁ ÍSLANDI ???????? Hvar var IMBA?
Hver fordæmdi á Íslandi, þegar Hamas myrti unga móður og fjórar dætur hennar árið 2004 (sjá mynd)? ENGINN. Þær voru skotnar í tætlur af frelsishetjum Hamas. ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ GLEYMA?
NEI! Íslenskir fjölmiðlar notuðu tvær línur á þær. Sumir minntust ekki á þær. TVÆR LÍNUR, skítseyðin ykkar.
Margir Íslendingar hafa einhliða skoðun á máli sem þeir vita ekkert um. Hatrið stjórnar ykkur. Þið eygið reglulega bágt í kreppunni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 15:39
villi vitlausi í köben.. ísraelar eru morðingjar upp til hópa.. og þeir eru stoltir af því.
Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 15:40
Vilhjálmur Örn ég fordæmi alltaf morð og ofbeldi.
Óskar það verður að stöðva þetta
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 15:52
rétt er það Hólmdís og eina leiðin til þess er að stöðva stuðning bandaríkjamanna við ísrael. Því ísraelar munu halda áfram að murka lífið úr nágrönnum sínum eins og gráðug blóðsuga þar til þeir verða stöðvaðir endanlega.
Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 15:57
Allt fólk af gyðingaættum, sama hvar það er upprunnið, fær sjálfkrafa ríkisborgararétt í Ísrael, samstundis og það kemur til landsins. Aðkomufólk af arabískum uppruna getur hins vegar, aldrei fengið slíkt. Þess vegna hefur Ísrael enga stjórnarskrá, hún stæðist aldrei alþjóðalög með svona ákvæði. Þess vegna hafa gyðingar streymt þangað hvaðanæva að. Að auki sem það er í þeirra trú að eignast eins mörg börn og þeir mögulega geta til að fylla jörðina af fólki (gyðingum). Sem þýðir að landið er orðið of lítið og þeir þurft að byggja þessar landnemabyggðir á ræktarlöndum og bithögum palestínskra bænda. Nota það sem afsökun að Guð ætlist til að þetta land sé frátekið fyrir gyðinga. Sönnunargagnið er Mósebækurnar sem skrifaðar eru af gyðingum. Hvernig yrði okkur við ef að, segjum, tamílar eða baskar eða einhverjir aðrir kynþáttahyggjumenn færu að byggja íbúðahverfi á Þingvöllum og túnum bænda hér að okkur forspurðum og bæru við að Guð hafi gefið þeim allt Ísland? Svo ekki sé talað um að þeir væru studdir af einhverju óvinveittu risaveldi sem vill hafa þá sem "útibú" fyrir sig hérna?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 16:24
Það er varhugavert að halda það að allir ísraelar séu eins, þeir eru það ekki, ekki frekar en við íslendingar. Það er enginn munur á orðum Hamas og zíonista, engu barni dettur í hug að spyrja hver slátraði því ! Barninu er alveg sama um það.
Villi og Óskar, þið hljótið að sjá það báðir tveir, að einhliða aðkoma að þessu máli er því aðeins nothæf til gagns, að hún sé þá aðkoma með hagsmuni óbreyttra borgara í hug, óháð öllu öðru, trú, litarhæti, ætterni eða öðru sem alls ekki kemur málinu við. Að taka afstöðu í málefnum þessa svæðis á þann hátt að réttlæta ofbeldi annars aðilans, en fordæma hinn fyrir sama athæfi, er hræsni. Það er líka ótrúleg vanvirðing við börnin og framtíð þeirra að viðhalda afskræmdum hugtökum sem eru olían á þennan eld, og tryggja þannig að bálið slokkni aldrei.
Jafnvel samskipti ykkar tveggja sýna ykkur þetta í hnotskurn, ekki einu sinni hér á norðurhjara , í Köben og Rvík, eru þessi sömu hugtök að sanna ónýti sitt og tilgangsleysi.....
....eða á ég að trúa því að annarhvor ykkar væri tilbúinn að skjóta hvorn annan í hausinn, eða myrða börn hvors annars ? Ég held nú ekki.
Haraldur Davíðsson, 4.1.2009 kl. 16:31
..."jafnvel hér " átti það að vera en ekki " ekki einu sinni hér " afsakið.
Haraldur Davíðsson, 4.1.2009 kl. 16:33
Var einhver að réttlæta morð Hamas? Sé það ekki.
Víðir Benediktsson, 4.1.2009 kl. 16:57
Húnbogi það fæst seint vitræn lausn þarna.
Haraldur það eru eins og ég segi "villimenn" í báðum liðum. En það er saklausir borgarar sem líða. Það er bara ekki hægt að styðja öfgahópa hvoru megin sem þeir standa.
Nei Víðir aðsjálfsögðu er ekki hægt að réttlæta morð Hamas-liða.
Við erum búin að hlusta á átakafrettir af þessu svæði alla ævi.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 17:12
Hólmdís mín, satt er að við erum búin að hlusta á átakafréttir af þessum svæðum síðan við munum eftir og er ég nú eldri en þú elskan, en svo er það sagan lestu hana aftur í fyrir Krist, ætíð hefur verið ófriður, kannski það þurfi annan Krist til að lægja öldurnar.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 18:58
Auðvitað eigum við að slíta stjórnmálasambandi við drápsvélina.
Ævar Rafn Kjartansson, 4.1.2009 kl. 20:11
Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Það er gjörsamlega utan þess sem minn skilningu nær utan um að fordæma ekki þessi morð. EKKERT getur réttlætt þessa grimmd.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 20:12
Milla mín þetta er hrottalegt .
Sammála Ævar Rafn.
Jakobína ég skil ekki í Þorgerði Katrínu. Því ekkert getur réttlætt þetta.
Takk fyrir innlit
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 20:23
Hvar kemur fram að Þorgerður Katrín fordæmi ekki þessar árásir?
Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 22:51
Það kemur fram hérna. http://dagskra.ruv.is/ras2/4435530/2009/01/04/
Víðir Benediktsson, 4.1.2009 kl. 22:56
Sömuleiðis Auður
Takk fyrir innlit Sigrún og Víðir. Rolulegt hjá ÞK
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 23:12
Þið getið aldeilis þakkað Ísrael og Hamas fyrir að láta þá drífa ykkur upp úr sjálfsmeðaumkvuninni, sem var allt að drepa, þangað til röflliðið gat farið að drepa Ísraela í huganum í stað Dabba, Geirs, Jóns Ásgeirs og Co.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 18:33
ásakanir um stríðsglæpi ísraela er AFTUR komnar fram frá hlutlausum aðilum.
http://www.vg.no/nyheter/utenriks/midtosten/artikkel.php?artid=535592
einnig.. 60 % fallna eru konur og börn.. ísraelar eru miklar hetjur..
Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 19:47
Mæli með þessari lesningu: Striðsglæpir nú og þá
Ævar Rafn Kjartansson, 5.1.2009 kl. 20:00
mikil lesning hjá henni Ortrud.. og villi í köben fer mikinn þar í vörn sinni fyrir morðngjahyskið.
Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 20:10
Ég las ekki allt en þetta hörmungarlestur
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.