5.1.2009 | 07:38
Fjárframlög til flokkanna aukin í nýjum fjárlögum.
........................Ég hef ekki lesið fjárlögin. En í gær las ég glefsur úr þeim á blogginu hennar Láru Hönnu. Niðurskurðarhnífnum er beitt harkalega víða. Innlagnargjald á sjúklinga 6000 krónur gera mig alveg brjálaða
En þeim þótti ástæða til að auka fjárframlög til flokkanna úr 310 milljónum í 371.5 milljónir.
þetta er athyglisvert. Hins vegar er svo búið um hnútana að ný framboð geta ekki fengið stuðning. Það er nánast ekki hægt að koma með nýtt framboð. Núsitjandi flokkar hafa með lögum tryggt sig gegn mótframboðum svo huggulegt sem það nú er!
Ég er á því að við þurfum nýtt afl hér sem hefur það að meginmarkmiði að uppræta spillingu og stefna að jöfnuði í þjóðfélaginu. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks jókst ójöfnuður jafnt og þétt og álögur á þá sem minnst máttu sín voru auknar. Skattbyrði jókst á þá lægstlaunuðu. Álögur á sjúklinga voru auknar. Spillingin grasserar sem aldrei fyrr. Flokkarnir hafa raðað sínum mönnum í allar æðstu stöður. Án tillits til hæfis. Dómskerfið er illilega mengað af flokksgæðingum. Þetta hefur haldið áfram í skjóli Samfylkingar. Sem mér finnst mjög miður.
Við getum ekki haldið áfram sem þjóð nema að gjörbylta öllu stjórnkerfinu.
Hér þarf hugarfarsbyltingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Mér segir svo hugur að ef einhver af núverandi ráðherrum verður í öruggu sæti á lista, í næstu kosningum, þá verður útstrikunum beitt miskunnarlaust. Jafnvel þeir sem eftir eru af stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna, vilja ekki þetta fólk. Þetta finna Solla og Geiri á sér og ríghalda þess vegna í embættin. Þetta er búið hjá þeim og það mun enginn sakna þeirra.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 08:03
Húnbogi það var mikið um útstrikanir í síðustu kosningu....2 þeirra sem voru mikiðyfirstrikaðir eru ráðherrar í dag. Árni Matt og BB. En það verður enn meira næst.
Annars góðan daginn.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 08:26
Tarna er ég svo saammála tér.Tad yrdu mér mikil vonbryggdi ef ég sæi sömu menn koma til starfa eftir kosningar.Tá erum vid illa ad okkur tykjir mér.Vid viljum nýtt fólk svona fólk eins og tig mín kæra.
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:02
Takk Jyderupdrottning...........það er mjög fjarri mér að vilja í stjórnmál en það er nóg til af góðu fólki.
Kveðja
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 09:20
Það vantar hugarfarsbreytingu á Íslandi, það er alveg ljóst.
Eins og þetta lýtur út núna, virðist ekki að það eigi að hreinsa neitt til og byggja upp nýtt og gott kerfi. Spillingin grasserar, og ráðamenn vinna mest í því að halda sínu. Ótrúlegt.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 5.1.2009 kl. 10:45
Ég verð bara reiðari og reiðari Þetta spillingarlið, ætlar ekki að láta af völdum. Hagsmunir þeirra og flokkanna eru meiri en okkar fólksins.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:51
Takk allar. Sannarlega þurfum við nýtt fólk og hugarfarsbyltingu. Það má ekki erast að sama fólkið verði við völd.
Kveðja
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 13:48
Það er varla von til að það fólk sem situr nú á þingi, geri eitthvað viturlegt í þá átt að breyta kosningalögum
Sigrún Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:22
Nei Sigrún þau eru búin að tryggja sig í bak og fyrir
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 14:24
Burt með flokkana, þessa hagsmuna varðhunda. Spillingin þrífst best í skjóli flokkanna, og flokkarnir snúast eingöngu um eigin hagsmuni. Flokkarnir snúa öllu sínu fólki í kringum flokkana, svo að þegar fólk er komið í áhrifastöður, opinberar stöður nota bene, vinnur það fyrir flokkana. Það er ekki að vinna fyrir okkur, samfélagið. Það er óásættanlegt með öllu að starfsmaður okkar í ríkisstjórn vinni ekki fyrir okkur, sem greiðum honum laun, heldur starfar hann fyrir hagsmunasamtök sem ekki voru ráðin til starfans.
Það þarf meira en hugarfarsbyltingu, fyrst þarf fólk að vakna, svo það geti hugsað.
Haraldur Davíðsson, 5.1.2009 kl. 15:40
Nákvæmlega Haraldur spillingin þrífst í skjóli flokkanna. Því miður sofa margir enn t.d. segist 25% þjóðarinnar ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst.
Auðvitað er ólíðandi að ráðherrar séu á launum hjá okkur við að tryggja sig og sína
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 16:06
Við þurfum ekki flokka við þurfum fólk sem er í tengslum við samfélagið, kommen sens fólk. og hana nú.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 16:12
Satt Milla mín víð þurfum bara gott heiðarlegt fólk
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 17:05
Eina sjáanlega leiðin við þessar aðstæður er að nota hugmynd Jónínu Ben að hertaka minnsta flokkinn.
Rannveig H, 5.1.2009 kl. 17:46
Ekki hefur hann nú staðið sig best, sko litli flokkurinn.
Við þurfum engan flokk bara fólk.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 19:00
Rannveig flokksmenn ku vera að tryggja sig fyrir þeirri innrás!
Milla nei framsókn er gjörspillt
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 19:20
Flokkur er flokkur og er sömu örlögum ofurseldur og allir hinir.......
Haraldur Davíðsson, 5.1.2009 kl. 19:50
kommon, þeir þurfa pening í kosningabaráttuna Hólmdís - heldur þú að hún sé ókeypis? Nei bara grín. Annars er þetta ekkert grín - þeir eru bara að hugsa um sjálfan sig og ekkert annað. Algjörlega óþolandi.
Innlagningargjaldið sex þúsund er þvílíkt - ég er líka reið yfir því. Hef samt ekki skoðað þetta alveg oní kjölinn en ef þú þarft að borga þetta gjald ofaná allann annan kostnað (rannsóknir og fl.) þá verður þetta til þess að stór hópur getur ekki leitað í heilbrigðisþjónustuna (sem á að vera svo rosalega góð og aðgengileg).
Sigrún Óskars, 5.1.2009 kl. 20:20
Sigrún ég er svo reið yfir þessu. Kostnaður sjúklinga hefur aukist jafnt og þétt.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 20:42
Það hlýtur að kosta flokkana mikið að sannfæra kjósendur um sitt eigið ágæti. Þeir hafa ekki sannfært mig ennþá þannig að þeir eiga langt í land.
Offari, 5.1.2009 kl. 21:05
Það hefði verið "táknrænt" að lækka þetta örlítið
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 21:30
Það er of hættulegt að vera með eitthvað "táknrænt útspil" nú þegar vitað er að ný framboð eru hugsanleg. Það er ekkert víst að nýju framboðin viti hverjir vinirnir eru, og hvað verður þá um vinina ef ný framboð komast á þing?
Offari, 5.1.2009 kl. 23:29
Það er nánast gert ómögulegt fyrir ný stjórnmálaöfl að komast upp úr startholum á Íslandi.
Svona halda valdamiklir menn völdum. Og það er í alvörunni til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga...og það sem verra er, lætur það yfir sig ganga og finnst þetta bara fínt
Heiða B. Heiðars, 6.1.2009 kl. 11:13
Já Heiða þetta er gert næstum ómögulegt
Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 11:57
Gefumst ekki upp. Við höfum bloggið, netið og fleiri samskiptaleiðir og kunnum að nota þær. En hvenær stofnum við nýja aflið?
Arinbjörn Kúld, 6.1.2009 kl. 17:11
Arinbjörn ég hef trú á að einhverjir séu tilbúnir að stofna nýtt afl. En við almenningur verðum að vera á vaktinni.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.