8.1.2009 | 11:10
Hvenær verndar maður barn og hvenær verndar maður ekki barn?
.....................Ég get ekki orða bundist. Lítil stúlka vakti athygli fyrir skelegga ræðu á friðsömum fundi á Austurvelli. Það var látið undan ákafri löngun hennar til að tjá sig. Og hún stóð sig vel.
Það var eins og við manninn mælt. Bloggheimar loguðu. Margir gagnrýndu þetta harðlega og lágkúran gekk svo langt að þessu var líkt við það að nota börn í hernaði. Foreldrar stúlkunnar fengu á sig harða gagnrýni og var hótað með barnaverndaryfirvöldum. Margir höfðu áhyggjar af að stelpan yrði fyrir skaða af þessu.
Hvernig dettur fullorðnu fólki í hug að vera með flennifyrirsagnir þar sem þessi atburður er gagnrýndur? Gat fólk ekki séð það fyrir að þessi greinda stelpa læsi bloggið? Að það gætið valdið lítilli stúlku þjáningum að lesa þetta? Þá var ekki verið að vernda barnið.
Litla stúlkan tekur þessi skrif mjög nærri sér. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Hólmdís. Fólk er ótrúlega grimmt. Sjá mína færslu um þetta mál
Og allt undir því yfirskini að fólk sé að hugsa um velferð þessa barns!! Þvílík hræsni.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:06
Sigga ég get skilið að fólk hafi efasemdir um það hvort barn eigi að tali á svona fundi en að fara hamförum í slíkum skrifum sem ég hef séð hér er heimska. Nei það er ekki verið að vernda barnið með því.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2009 kl. 12:38
Sammála þetta er hræsni í fólki. Telpan stóð sig vel og ég óska henni til hamingju með það.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:08
Grétar ég fylgist með þessum skrifum.
Jakobína já þetta er hræsni.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2009 kl. 15:12
Ég veit vel hvernig 8 ára börn taka slæmum fréttum. Verst er samt finnst mér þegar maður neyðist til að svíkja þau loforð sem maður lofar þeim.
Offari, 8.1.2009 kl. 19:02
Sammála Hólmdís, þetta er tvískinnungur af verstu sort. Stúlkan stóð sig frábærlega, og verður síður en svo verri manneskja fyrir vikið.
Persónulega þykir mér huggun harmi gegn, að sjá að æskan er meðvituð og hugsandi í dag, við þurfum svo sannarlega á því að halda. Það er löngu kominn tími á að ungt fólk láti sig hlutina skipta sig máli, alltof lengi hefur þjóðfélagsumræðan verið " eignuð " fullorðna fólkinu, sem aftur hefur sýnt það mjög glögglega undanfarið að það lætur framtíð barnanna litlu skipta. Það gamblað með æskuna, framtíð hennar og möguleikar til vegs og virðingar ganga kaupum og sölum....þessi stúlka vekur mér von, von um að kannski séu íslendingar að vakna af Þyrnirósarsvefninum.
Haraldur Davíðsson, 9.1.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.