Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar til þjóðarinnar!

París fékk sér föt í stíl við bílinn eða var það öfugt? Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með fjölmiðlum í dag.  Það er greinileg þöggun í gangi.  Mjög lítið er fjallað um borgarafundinn í gærkvöldi sem var þó stórmerkilegur. Fjölmiðlar ættu að birta þær ræður sem þar voru fluttar. Ruv hefur staðið sig best. Jú Guðlaugur kemur af fjöllum. Það á auðvitað að spyrja hann spjörunum úr. Það eru þær spjarir sem við viljum heyra um en ekki blái kjóllinn Parísar.
mbl.is Fékk sér bíl í stíl við fötin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fundurinn verður sýndur á RÚV annaðkvöld eftir 22 fréttirnar. Þá kemur upplýsingin fram og fólk leggur dóm á þetta. Við sem vorum ekki á fundinum erum að lesa um þetta hjá ykkur á blogginu, takk fyrir það.

 Hlýtur að verða umræða á landsvísu eftir þáttinn, vonandi.

Soffía (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Hólmdís, þeir halda ennþá að þeir geti þagað þetta allt í hel, og að þjóðin gleymi þessu innan tíðar.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Heidi Strand

Ég held að þjóðin gleymir þessu aldrei, á hverjum degi verðum við minntir á þessu á einn eða annan óþægilegan hátt og það versta höfum við enn ekki séð.

Heidi Strand, 13.1.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að birta ræðu Roberts Wade í íslenskri þýðingu og ræða Sigurbjargar er á Smugunni hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég verð að kíkja á þetta með kjólinn hennar Parisar? Má ekki missa af þessu.

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 19:09

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..ljósa hárið, sakleysisleg bláu augun...jújú blái kjóllin fór henni örugglega vel...

...mér gæti bara ekki verið meira sama!

Haraldur Davíðsson, 13.1.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís, ég fór m.a.s. að skoða fréttina, til að ath. hvernig kjóllinn/bíllinn væri á litinn ....allt þér að kenna

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit sé að Sigrún hefur verið með óráði í veikindunum.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 22:34

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lára Hanna þú ert "fjölmiðillinn" sem stendur sig

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 22:38

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir síðast Hólmdís mín.

 Það er eins og fréttaflutningur að málum landsmanna sé hunsaður.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.1.2009 kl. 00:09

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þoli ekki fréttir af þessari kerlingu, ég skoða aldrei fréttir þar sem hún, britney og fleiri fórnarlömb frægðarinnar koma fram

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kjóllinn er ótrúlega blár.

Víðir Benediktsson, 14.1.2009 kl. 07:13

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var stórmerkilegur fundur í fyrrakvöld.   Robert Wade er t.d. einn af þessum einstöku mönnum, sem talar skýrt og einfaldlega um flókin mál, sem hann hefur þvílíkt gott vit á.

Er nú samt auðvitað mun uppteknari af því að fá mér kjólinn eftir jólin, eins og Paris, besta vinkona mín...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 08:40

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hildur Helga útsölur um alltþar færðu kjólinn eftir jólin!

En ég hreifst af Robert Wade hann talar þannig að allir skilja. Og er skemmtilegur.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 09:20

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Megi allir fegurstu kjólar rata á kroppa ykkar fögru og það í viðeigandi litum, mínar göfugu meyjar!En hégómi, einvhern tíman, einhvers staðar og í einvherju formi örlitlu eður ei, er þrátt fyrir allt nauðsynlegur og það vitum við öll!við köllum það líka svona til að fegra það "veiku hliðarnar" stundum!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 12:12

16 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Bara að fá sér kjól á yfirdrætti það virkar vel fyrir bankana.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.1.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband