Við þurfum að endurheimta æruna.

 og það gerum við ekki nema með því að stokka hér allt upp á nýtt.  Það gerum við ekki nema að menn axli sína ábyrgð og víki úr sínum stöðum. Menn sem grunaðir eru um fjársvik á að taka og loka inni.

Þorgerður Katrín sagði að allt yrði að koma upp á borðið. Hvar er þetta borð?  Upplýsingar um gang mála eru nánast engar frá stjórnvöldum.  það er hreinilega eins og okkur komi ekki hlutirnir við.

Hvað þarf til að opna augu GHH? Hvernig er hægt að vera sleginn slíkri blindu?   Á að fórna skrílnum fyrir flokkinn? 

Við getum ekki borgað Icesave. Látum þá sem bera ábyrgð á þeim reikningum bera hana.  Ef að það að bera ábyrgð á þessum reikningum er aðgöngumiði inn í ESB þá viljum við ekki ESB.

Framhaldið er kolbikasvart.  Það verður gaza-legt hér ef ekkert er að gert. Innflutningur er sjálfsagt að leggjast af nema með lífsnauðsynlega vöru s.s. lyf og olíu.

 


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við skulum bara borga spilaskuldirnar og leyfa þessu kjaftæði að halda áfram með því að svelta þá fátæku og halda spilafíklum áfram í spilamennskunni því mögulegt er að einhvertíman fái þeir aftur góð spil á hendi.

Nei það er satt hjá þér að þessi ríkistjór fær ekki fallega umsögn í sögum framtíðarinnar.

Offari, 15.1.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, mér dettur nú bara einna helst í hug gamall kviðlingur vegna fyrirsagnarinnar, sem síðan svo skemmtilega vill til að tengist sjálfum JÓLASVEININUM óbeint, eins og glöggir munu kannski skilja vegna nafnsins sem fyrir kemur!

(þyrfti eiginlega að vera þarna hjá þér HH og kveða þetta við raust, en sjáum til með það síðar!)

Týnd er æra, töpuð sál,

tunglið veður í skýjum.

Sunnevu nú situr hjá,

sýslumaður Víum!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Offari

Fyrst Magnús kemur með ljóð hlýt ég að mega það líka.

Mör er afköst mærunar

margt má nú af-reisa.

Endurheimting ærunar

erfið þraut að leysa.

Offari, 15.1.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Auðvitað eiga þeir sem bera ábyrgð á þessu að sæta ábyrgð og engir aðrir.  Þeim yrði svo einfaldlega komið fyrir í lífstíðar skuldafangelsi og málið er dautt.

Verst að þeir veðsettu Ísland og íslenska þjóð.......    Þá hljótum við bara að setja þá sem það leyfðu í sama svarthol

Restin af þjóðinni fengi svo þessar skuldir afskrifaðar "af mannúðarástæðum"

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skáldin hafa talað.

Sigrún ég trúi ekki að evrópuþjóðir vilji að við sveltum fyrir þessa reikninga.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 18:28

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ísland niður skorið,

eg vil eta þig.

Sem á bökkum borið

og brunnið hefur við.

Víðir Benediktsson, 15.1.2009 kl. 20:32

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allir talandi skáld í dag. Takk fyrir þessa Víðir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 21:15

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég ætla hvorki að vitna í eigin ljóð eða annarra en tek undir það með þér við þurfum að endurheimta æruna. Við gerum það ekki nema með því að stokka ærlega upp í öllu kerfinu. Við þurfum að láta þá sem bera ábyrgð axla hana!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:43

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég á ekkert í kviðlingnum a tarna, en Dísarbróðir og Víðirinn mega já eiga sinn "Leir" karlangarnir!(fá báðir góðan plús fyrir viðleitni, þó annað nmegi nú finna að, en skítt meða!)

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband