15.1.2009 | 21:11
Er Ísland spilltasta land í heimi?
Á hverjum einasta degi heyrum við um ný spillingarmál. Það síðasta í Kastljósi kvöldsins. Flugkonan var ekki sérlega snjöll að blogga um málið. Enda var ekki aðalmálið við ráðninguna að vera snjall heldur rétt ættaður. Sem sagt eins og við aðrar ráðningar hjá ríkinu. Það er mál að linni. Fólkið í landinu mun taka völdin. Út um allt eru fjölmennir vinnuhópar að skoða hvernig við getum breytt samfélaginu. Meira að segja ætlar Framsóknarflokkurinn að koma með tillögu um stjórnlagaþing. Hvað gerir ekki flokkur í dauðateygjunum? Það er eina vonin okkar að það takist að breyta hugarfari hér.
Flugmaður í mál við Gæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta ráðningarmál hjá gæslunni mjög alvarlegt og sýnir algert dómgreindarleysi, þeirra sem þar ráða ríkjum.
Veit ekki hvort stjórnlagaþing er það sem ég vil núna.......veit að ég vil utanþingsstjórn strax og sú stjórn gæti svo kallað til stjórnlagaþings. Vil alls ekki að núverandi stjórnmálamenn séu með puttana í þessu.
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:23
Já.
Offari, 15.1.2009 kl. 21:26
Sammála ykkur öllum hvað annað?
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 21:38
hvað eru ekki margir sem hafa svona álíka sögur að segja úr stjórnkerfinu?
SM, 15.1.2009 kl. 21:41
Allt embættismannkerfið hér á landi er gerspillt og hefur svo verið í áratugi !
Núna hefur það verið svo að sjálfstæðisflokkurinn hefur plantað flokksmönnum inn á öllum stöðum sem þeir hafa getað !
Landhelgisgæslan er ekkert einsdæmi !
JR (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:45
Margir hafa slíka sögu að segja. Eina sem Goggi sagði ar að myndin væri óheppileg. Stelpan var réttindalaus að fljúga þyrlu réttlætisins. Nú ef ég man rétt er Goggi sjálfur pólitískur bitlingur.
Víðir Benediktsson, 15.1.2009 kl. 21:45
Góða helgi Hólmdís mín
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 21:47
Þetta er allt gegnsýrt.............og við verðum að breyta þessu. Kastljós hefur verið að stana sig vel undanfarið.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 21:48
Þetta er allt með ólíkindum! En stelpan vitlaus að blogga um þetta allt.
Kastljós hefur verið mjög gott í vetur.
Hittumst á Austurvelli á laugardag kl. 15
Heidi Strand, 15.1.2009 kl. 21:58
Sjáumst Heidi....
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 22:07
Neinei, mér hefur allavega ekki enn tekist að spilla miklu fyrir þér Hh, þó ég leggi mig nú allan fram!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 22:54
Já Hólmdís Ísland er spilltasta land í heimi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:13
En var ekki sagt að hun hafi sott um starfið aður en ekki fengið starfið. Skoða allar hliðar aður en dæmt er.
Og hafa ekki allir a islandi fengið starf eða störf i gengum vini og ættingja
Anna (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:24
Jú, hún "sótti" um starf árið 2006 en henni var ekki beint hafnað því að ég hef mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að Georgi Lárusyni hafi persónulega verið send fyrirspurn í bréfi (ekki tölvupósti) með þessum sömu myndum og komu fram í Kastljósi, þar sem spurt var hvort allir mættu fá að prófa að fljúga þyrlum Gæslunnar eins og stúlkan á myndunum. Í kjölfarið upphófst mikill feluleikur og til að þagga málið niður var stelpunni "hafnað" í þetta sinn í þeirri von um að málið myndi hverfa á einhvern dularfullan hátt... Í staðinn fyrir stúlkuna var ráðinn einstaklingur með innan við 200 flugtíma á þyrlur og enga starfsreynslu á þyrlum, einstaklingur sem þáði fulla þjálfun á báðar þyrlur Gæslunnar og lét sig svo hverfa eftir um það bil mánuð í starfi.
Einnig las ég viðtal í Morgunblaðinu við umrædda stúlku í tilefni tímamótaráðningar hennar hjá Gæslunni, þar sem hún segir berum orðum að þetta starf sem þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni sé fyrsta flugmannsstarfið hennar. Það þýðir að ekki hefur flugreynslunni verið fyrir að fara hjá henni heldur. Ennfremur sagði hún í sama viðtali að hún sæi sig nú ekki í þessu starfi eftir 10 ár eða svo...
Og dæmi nú hver fyrir sig...
heysatan (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:46
Það er ekkert svart og hvítt í þessum málum frekar en öðrum. Finnst fólki undarlegt að stúlka sem er alin upp í kringum þyrlur fái áhuga á þeim og heillist af starfi gæslunnar?
Blogg voru og eru gjarnan stíluð inn á vinahópa og það sem þarna er sagt oftar en ekki grín sem vinir skilja en ekki gall harðar staðreyndir.
Hvað ráðningarferli landhelgisglæsunnar varða skal ég lítið segja enda ekki innanbúðar þar en veit þó að til eru kallaðar nefnir sem sjá um slík störf og hefur sú nefnd ásamt sjálfræðingi talið að maðurinn sem nú kærir sé ekki hæfur. Ég hef ekki vit á eftir hverju er farið en ég ætla ekki að dæma þessa einstaklinga alla vanhæfa á grundvelli biturs flugmanns sem fékk ekki vinnu.
Ég held að fólk ætti að slaka aðeins á sorpblaðamennskunni og bíða þar til málin eru rannsökuð.
Pétur Marel Gestsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 00:12
Mér sýndist Kastljósið hafa rannsakað málið ágætlega, og gæti ég ekki kallað þetta sorpblaðamennsku. Frekar rannsóknarfréttamennsku.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:34
Ég ætla að byrja á því að biðja eiganda síðunnar afsökunnar á því að nota hana hálfgert eins og spjallborð en ég hreinlega verð að svara Pétri því ég tek athugasemd hans svolítið til mín.
Það er enginn að dæma stúlkuna heldur aðeins í fyrsta lagni vitnað í hennar eigin orð og í öðru lagi gjörðir einstaklings sem ofbauð sú staðreynd að einstaklingur gæti fengið að fljúga réttindalaus þyrlu í ríkiseigu og komist upp með að skýra frá því í máli og myndum á opnu bloggi. Hinsvegar ert þú, Pétur, harkalega að dæma þann sem kærir og segir hann bæði vanhæfan og bitran. Ég hinsvegar ætla að láta hann njóta vafans hvað það varðar, því það er ekki að sem er aðalatriðið, heldur það að hér er augljóslega verið að fara á svig við góða stjórnsýsluhætti, sem bitnar ekki bara á þessum tiltekna flugmanni heldur líka öllum þeim sem sóttu um og voru taldir hæfir en ekki tengdir Gæslumönnum á einn eða neinn hátt og fengu ekki vinnu.
heysatan (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 00:37
Ég get ekki séð hvernig öll spillingarmál eiga að vera ríkisstjórninni að kenna. Stjórnsýslulög eru skýr þarna og ef hæfari manni var hafnað, líkt og virðist vera við fyrstu sýn, mun kærandinn vinna málið og einhver fá skömm í hattinn sinn. Enginn ríkisstjórn mun nokkru sinni geta komið algerlega í veg fyrir svona uppákomur. Það sem mestu skiptir er að sá sem finnst á sér brotið geti kært málið og upplýsingar um léleg vinnubrögð berist þannig til stjórnar.
Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 06:09
Það sem ég gagnrýni fyrst og fremst eru þessi vinnubrögð sem eru allt of algeng á Íslandi. Hæfasta fólkið er ekki ráðið heldur ráða tengsl. Þetta snýst ekki um þessa tilteknu stúlku heldur ráðningar almennt hjá ríkinu.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 08:54
Það er sorlegt þegar fólk obinberar fáfræði sína, fordóma og dæmir áður en staðreyndir liggja á borðinu, vill bara sjá blóð!. Ég held að áður en fólk fer að kasta steinum eins og hér er gert að ofan ætti það að bíða eftir niðurstöðu dóms í þessu máli, þar mun hið rétta væntanlega koma fram, af hverju sá sem kærir fékk ekki starfið því það er örugglega ástæða fyrir því! og afhverju umrædd kona fékk starfið. Eins og kom fram þá hafði títtnefnd kona sótt tvisvar áður um starfið en ekki fengið. Þeir vita það sem eitthvað hafa komið nálægt flugi, þá ræður sálfræðipróf mjög miklu um það hvort umsækjandi fær vinnu sem flugmaður. þessar tvær konur sem voru ráðnar komu best útúr því prófi þegar ráðið var í þessar stöður eins og komið hefur fram. Einnig er stefna LHG að framfylgja jafnréttisáætlun og var því líka leitað eftir konum í starfið.
"Goggi" einsog viðar kallar hann kom inní stjórnsýsluna þegar Þorsteinn Pálsson var dómsmálaráðherra en hefur aldrei sést í pólítísku starfi, en á ættir að rekja til krata langt aftur í ættir.
Eins og blogg almennt eru og sannast best á þessari síðu þá er ekki hægt að taka þau mjög alvarlega, það á við blogg konunar á síðu vina sinn, ekki getur forstjóri Landhelgisgæslunar borið ábyrgð á því sem skrifað er þar.
haraldur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:59
Var það ekki Robert Wade sem sagði, að ef fólk í stjórnunarstöðum á Íslandi færu í hæfnispróf, myndu fæstir standast það! Vegna þess að það er ráðið eftir ættum og vinskap, í staðinn fyrir hver er hæfastur.
Þessu þarf að breyta - við þurfum að krefjast þess, að sá hæfasti fái jobbið.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 16.1.2009 kl. 10:34
Ég get ekki séð að nokkur maður sé að biðja forstjórann um að taka ábyrgð á bloggskrifum hennar. Eins og þetta lítur út fyrir mér þá er þetta enn eitt ömurlega dæmið um hvernig menn hafa hagað sér innan kerfisins. Vonandi mun þetta breytast.
Jóhann (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:37
Bananalýðveldið ísland... ég sé enga lausn nema þá sömu og í öðrum bananalýðveldum BYLTINGU fólksins!!
DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:23
Haraldur það sem við vitum öll er að í stjórnsýslunni er það viðtekin venja aðhygla vinum og ættingjum. Tengsl mega auðvitað heldur ekki koma í veg fyrir að fólk fái starf. Þetta á að fara eftir hæfi.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 14:07
Þetta er enn einn skrípaleikurinn, og umræðan ætti ekki að snúast um persónu þessarar stúlku, né persónu Georgs....heldur um verkferla og hvað er hægt að gera til að tryggja jafn mikilvæg störf og Gæsluflugmenn gegna, fyrir afskiptum pólitíkusa, stjórnenda og hvurra þeirra sem af annarlegum ástæðum vilja hafa puttana í ráðningum.
Haraldur Davíðsson, 16.1.2009 kl. 15:10
Ég er algerlega sammála.
Jóhann G. Frímann, 16.1.2009 kl. 16:17
Við erum spilltasta Norðurlandið án nokkurs vafa, í spillingu hel ég að ÍSland sé spilltara en Ítalia og aðeins minna spillt en ríkistjórn Rússland við erum á milli þessara tveggja landa sem eru heimsfræg fyrir spillingu
Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 02:07
Já
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.