3 formenn í Framsóknarflokknum í dag.

.....það eru dálítið ör skipti í svona örflokki.   Höskuldur er orðinn fyrrverandi formaður flokksins. Mikið hlýtur honum að líða undarlega eftir þennan dag.  Þetta er með því klaufalegra.   Þeir eru greinilega hvorki talnaglöggir né vissir um hvað er hægri eða vinstri.  Skilst að Haukur hafi ruglast á dálkum. Allir flokkarnir verði að endurnýja forystuna og listana ef þeir ætla að verða trúverðugir. Tiltrú fólks á flokkunum er lítil. Traustið ekkert.

Í sjónvarpinu í kvöld voru sýndar fréttamyndir úr Þorskastríðinu.  Þá voru menn gallharðir á að slíta stjórnmálasambandi við Breta ef ekki semdist.  Afhverju sýna menn þessa linkind núna?  Afhverju þessi andsk.. rolugangur?  Við erum með handónýta stjórn. Sem samdi af sér vegna Ivesave. Og er ekkert að gera sem kemur heimilinum til góða heldur þvert á móti. Það er því fagnaðarefni að sænskir þingmenn eru að leita eftir upplýsingum frá almenningi á Íslandi áður en gengið verður frá láni til Íslands.  Kíkið á blogg Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur.


mbl.is Formaður í fimm mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

3 formenn í litla örflokknum

Kannski er þetta leiðin til að fjölga í flokknum, þ.e. að fjölga bara í framvarðarsveitinni....allir fá stöðu og allir verða ánægðir

Þetta mun lítið bæta ástandið í þessum flokki, því nú mun Sivjarlið eiga harma að hegna

Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Segðu Sigurður Helgi þetta var pínlegt

Sigrún kannski fá bara allir að vera "mem".  þetta verður ekkert auðvelt.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eru þá allir í flokknum búnir að vera formenn?

Víðir Benediktsson, 18.1.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flestir held ég

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 22:57

5 identicon

Hlakka til að sjá viðbrögð spaugstofunnar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Brandari dagsins var í boði Framsóknarflokksins

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2009 kl. 00:30

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi þeir klikka ekki á þessu.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 00:46

8 Smámynd: Offari

Mér fannst alveg sjálfsagt að leyfa Höskuldi að vera formaður í smá stund.

Offari, 19.1.2009 kl. 08:32

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offara já hann átti sínar 5 mínútut af frægð

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband