É á´edda

  sagði Geir eins og lítið barn. Enginn nema ég get bjargað málum.   Ég er svo meðvirk að ég er farin að finna til með honum.  Veruleikafirringin er alger.  Enginn forsætisráðherra hefur verið hrakinn frá völdum með slíkri skömm. Ég trúði því í dag að dagar mótmæla væru taldir  menn gætu ekki lengur þrjóskast við.  En nei BB ætlar að efla lögregluna. Og Geir ætlar að sitja áfram.  Fallið verður því hærra.

Það verður enginn friður í  samfélaginu fyrr en Geir vaknar. Við munum halda áfram mótmælum þangað til.  Svo lengi sem þarf.  Þetta er farið að vekja verulega athygli út um allan heim að enginn axli ábyrgð hér.  

Samfylkingin fundar núna undir trumbuslætti....ég held að flokkurinn vilja ekki þetta samstarf lengur. Ólgan er slík að ekki er sætt lengur. Það verður langt þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn á ný.


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Menn geta iðrast. Svo geta sumir svikið tvisvar eða trisvar.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Offari

Bíddu róleg systir. Ef honum tekst að byggja upp bankakerfið án þess að hafa til þess traust er þessi maður algjör snillingur.

Offari, 21.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Snillingur snillinganna ef EF

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Geir er fýlugjarn smákrakki....

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stjórnarslit samþykkt á fundi Samfylkingarmanna í kvöld

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 22:34

6 Smámynd: Eygló

Ályktun!!! (???)

Eygló, 21.1.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er svona eins og þú, dauð finn til með kallinum. Held samt að það væri best fyrir alla aðila að hann hverfi frá völdum. Ekki síst fyrir hann sjálfan.

Víðir Benediktsson, 22.1.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Skrítinn karl þessi Geir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:22

9 identicon

Mér fannst ég sjá á honum Geir, svip af þreytu og örvæntingu.

Talandi um að efla lögregluna. Mér sýnist að þeim flestum líði ekki vel við þessar aðstæður. Þeir eiga við sömu vandamál og aðrir landsmenn og horfa á ættingja systkini og vini fyrir framan sig á Austurvelli. Ætli Björn sé að hugsa um að byggja upp sveit af heilaþvegnum "skrímslum" sem geta barið á mótmælendum án þess að hugsa? Það þurfa þá að vera pólitískt ráðnir menn og ég er ekki viss um að flokkurinn hans hafi svo mikið af hæfum mönnum í þetta. Slíkt kostar líka mikla peninga, hvar á að fá þá?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:39

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Geir er bara að klóra í bakkann, hann veit að stjórnin riðar til falls

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:03

11 identicon

Nú er það vonandi að ríkisstjórnarmenn Samfylkingarinnar hlusti á ályktun flokksmanna sinna í Reykjavík, mér sýnist það á viðtölum við Geir að hann muni seint verða sá maður sem slítur stjórnarsamstarfinu. Ég vona allavega að nú verði breytingar sem fyrst því ástandið á Austurvelli er orðið ógnvænlegt.

Daníel Starrason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stjórnin er augljóslega fallin...þetta er bara tímaspursmál. 

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2009 kl. 09:04

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hvað svo, kemst á sátt, koma aðrir hæfari í staðin er geta leist hin gríðarlegu vandamál betur?

Hinn "nýji B flokkur" til dæmis, sem jú hefur skipt um föt og forystusauði auk þess að álykta um ESB aðild, en er samt sem áður annar helsti valdurinn að græðgisvæðingunni og öllu sem henni hefur fylgt!? Í dag virðist svo vera samkvæmt alveg mjög svo tímabærri könnun, eða þannig, en hljómar eiginlega eins og lélegur brandari!

En það væri eftir öðru ef kosningaúrslit yrðu á þessa leið, alveg dæmigert fyrir Íslendinga!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 13:18

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Peningar eru Vald.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband