22.1.2009 | 10:12
Svartir sauðir.
..............Það er sorglegt að ofbeldisseggir í annarlegu ástandi skuli notfæra sér friðsæl mótmæli til að fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar. Það að henda gangstéttarhellum í fólk er ekkert annað en morðtilraun og á að meðhöndla þannig. Það gladdi mig að almennir mótmælendur slógu skjaldborg um lögreglumenn til að verja þá. Ég kom tvisvar að mótmælunum í gær og fór þá allt vel fram. Fólk barði sín pottlok og kallaði "vanhæf ríkisstjórn" Ég fordæmi skemmarverk....og í morgun sá ég að nokkrar rúður höðu verið brotnar í Alþigisshúsinu. Til hvers?
En ég er ákaflega ósátt við piparúða og táragassnotkun lögreglu sem mér sýnist óhófleg. Og hættuleg og beinlínis til þess fallin að espa óróaseggi. Almenningur er ekki í stríði við lögregluna. En innan hennar eru greinlega líka óróaseggir. Það eru svartir sauðir alls staðar.
Mótmælin beinast að svörtu sauðunum í ríkisstjórn. Sem eru á útleið.
Ég er stolt af friðsamlegum mótmælendum sem hafa staðið vaktina síðan í oktober. Og okkur er að takast ætlunarverkið. Látum ekki skemmdarvarga eyðileggja það fyrir okkur.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér með þetta. Okkur tekst á endanum að losa okkur við ríkisstjórnina. Það er bara hún sem veit það ekki.
Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 10:31
Alveg sammála.
Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:41
Sammála þér Hólmdís mín, þegar ofbeldi er haft um hönd fer allt úr böndunum það er bara svoleiðis.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 11:26
Hvenær hafa friðsæl mótmæli skilað einhverju þegar það eru siðblindir glæpamenn við völd?
Óli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:36
Sammál.
Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 12:27
Því miður var viðbúið að fífl og vitleysingar notfærðu sér þetta til hins verra, þú og fleiri t.d. Hörður Torfa og fólk eins og þessi Óli hérna sem er á harðlínunni, hafið alltaf gert ykkur grein fyrir því, en haft misjafnar skoðanir á gildi harðari mótmæla.Aðvörun um eitthvað meira kom svo þarna þegar einvhverjir snillingarnir byrjuðu að henda púðurkerlingunum í lögguna, sem þó var sem betur fer kæft í fæðingu.En ofstoppin lætur ekki að sér hæða, einvherjir að birta nöfn á lögreglumennum og hvetja til aðgerða gegn þeim, það verður auðvitað ekki hægt að líða og þar verðið þið friðsömu mótmælendurnir að leggja ykkar liðsinni til og sigta út slíkt, ef allt friðsama en smátt og smátt árangursríka erfiðið á ekki að eyðileggjast!
Annars er þetta frekar dapurlegt, að eftir sextíu ára hlé skuli það endurtaka sig að táragasi sé sprautað á samborgarana.
En hins vegar má spyrja aftur eftir að mótmælendur höfðu glaðst yfir fundarlokum hjá S, hver var tilgangurinn að hætta þá ekki leik, heldur storma á ný niður á Austurvöll er nótt var að færast yfir? Hverju mátti frekar ná á þeim tímapunkti fram með áframhaldandi hávaða við tómt alþingishúsið?
Magnús Geir Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 14:17
Ég fór reyndar bara einusinni í gær niðureftir, þá var allt mjöf friðsamlegt. Þess vegna fékk ég áfall eins og margir aðrir þegar fréttir af þessu ofbeldi komu. Og jafnframt fylltist ég stolti af mótmælendum. Vildi óska þess að lögreglan væri ekki svona hrædd því þá myndu þeir ekki beita svona vopnunum.
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 14:27
Nákvæmlega hárrétt Hólmdís.
Við erum í baráttu við spillt stjórnvöld, sem eru að misnota lögregluna, gera lögregluna að andlitum spillingarinnar.....það má ekki láta eftir þeim.
Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 14:32
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:11
Hvað er svona fyndið Ásdís ?
Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 15:38
Get nú ekki séð það sem Halli segir he´rna, að stjórnvöld séu að gera lögguna að andliti spillingar eða misnota hana á einhvern hátt í sína þágu. Alveg óháð hverjir halda um valdatauma eru lögreglumennum m.a. þær skildur lagðar á herðar að hafa eftirlit og skakka leik ef svo ber undir, þar sem einhver mannfjöldi kemur saman, til að koma í veg fyrir ólöglegt athæfi eins og að eignaspjöll séu framin.Nú getur kannski bara vel verið að löggan heðfi sem minnst átt að fylgjast með þarna í gærkvöldi, láta það augljósa lögbrot áfram afskiptalaust þótt hundruðir væru með hávaða og læti nálægt náttkomu, sjá bara til og leyfa mönnum aftur að grýta þinghúsið, dómkirkjuna o.s.frv. en þá hefði hún sjálf verið að brjóta lög sem um hana gilda, þeir einstaklingar sem það gerðu því brotið af sér í starfi og gætu þess vegna mist vinnuna.
Það er laukrétt hjá þér HH að svartir sauðir eru í löggunni líkt og víðast annars staðar, en hvort einvher þeirra olli skaða eða hvort gasinu var óþarflega beitt eða hvað, held ég nú samt að við getum ekkert fullyrt um.En sorglegt er þetta já, en svona orð eins og hjá Haraldi gætu alveg hljómað úr munni einvherra sem einmitt vilja réttlæta átök við lögregluna á kolröngum og hættulegum forsendum.
Magnús Geir Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 15:52
Takk Óli. Friðsamleg mótmæli hafa skilað árangri....Við höfum séð breytt vinnubrögð og pressu á stjórnvöld.
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2009 kl. 16:34
Magnús það eru nokkur dæmi um að lögregla hafi veist að friðsælum mótmælendum og ljósmyndurum. Leyfi til að nota táragas kemur að "ofan"
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2009 kl. 16:37
Þó væntanlega ekki ofar en frá þeim varðstjóra sem stjórnar í það og það skiptið. SEm ég sagði, þá eru menn misjafnir sem í lögreglunni vinna sem aðrir, þræti heldur ekkert um vond viðbrögð sem lögreglan hefur orði upp vís að. En í aðstæðum sem þarna voru og hafa verið treysti ég mér einfallega ekki til að dæma, hef engar forsendur til. En það virðist nú alveg vera staðrend já, að friðsömu mótmælin, hávaðasöm í og með, hafa smátt og smátt annað hið fornkveðna, að dropin holi steininn. En eins og víða hefur verið bent á og ég er aðeins að reyna líka, þá skapa þau samt tækifæri eða jarðveg fyrir aðra sem hvorki hafa frið eða spekt í huga, til að efna til óláta og ömurlegra athafna, sem sannaðist í gærkvöldi og nótt.
Því hef ég spurt og spyr aftur, hví hópuðust friðsælir en hávaðasamir mótmælendur aftur saman niður á Austurvelli er nótt var að skella , nýbúnir að standa um nokkra hríð við Þjóleikhúsið og gleðjast svo yfir niðurstöðu fundar S liða í Rvk. þar!?
Hafði ekki drjúgt dagsverk þegar verið unnið og menn farnir að sjá árangur erfiðisin, stjórnarslit í sjónmáli?
Magnús Geir Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 16:55
Leitt ef þú skilur mig þannig Magnús. Það sem ég meina er að í 100 daga hefur ríkisstjórnin ekki sýnt okkur minnsta snefil af virðingu, ósvífnin og hrokinn eru á biblíulegum skala. Formenn stjórnarflokkanna eru búnir að gefa það út að vilji kjósenda skipti ekki máli, að engir geti lagað þetta nema þeir, að sómakært fólk sem mætir þúsundum saman til að segja þeim á friðsamlegan hátt að það sé óánægt, sé skríll...svo magnast allt í rólegheitum þar til upp úr sýður.
Svo þegar fólk fer að krefjast viðbragða, þá eru viðbrögðin vopnavald og fólkið gert að glæpamönnum. Vitanlega gerðu menn sér grein fyrir því að með því að fara þessa leið væri hætta á að einhver meiddist, skemmdir yrðu unnar osvfr. Engu að síður far stjórnvöld að fara þessa leið, sem felur í sér að þau misnota lögregluna til að breiða yfir eigið hugleysi og dugleysi, stilla lögreglunni upp sem fulltrúum síns eigin fánýtis og láta lögregluna taka skellinn.
Ég vona Magnús, að þú hafir verið að misskilja mig, annars mæli ég með að þú skoðir síðustu pistla mína um lögregluna og mótmælin, ég nefnilega frábið mig með öllu að vilja tala fyrir ofbeldi gegn lögreglu eða reyna að réttlæta það, þakka þér fyrir.
Virðingarfyllst, Hararldur Davíðsson.
Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 17:07
Sammála það er engin ástæða til þess að beita ofbeldi og skemmdarverkum í þessum mótmælum. Fólkið hefur sýnt kraft sinn ný stjórn veit að hún á að vinna fyrir fólkið sem kýs það. Ef þeir sinna ekki vinnu sinnu verða þeir einfaldlega reknir.
Túlipanar og kakóbollar voru frábær sáttahönd og vonandi verðu hægt að semja vopnahlé við lögreglu því hún er líka fólkið í landinu þótt misjafn sauður sé í mörgu fé. Hvort sem það séu löggur mótmælendur eða þingmenn.
Offari, 22.1.2009 kl. 20:46
það er óverjandi að ráðast að lögreglu en eitt og eitt egg í sirkusleikhúsið ætti að vera í lagi. Ein rúða til að leggja áherslu er líka frekar saklaust ef þeir sem eru innandyra hafa orðið uppvísir að því að heyra ekki raddir fólksins. Hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur en í gær urðu stjórnarliðar hræddir. Samfylkingin gerði í brækurnar og flýr nú sem fætur toga. En samt hefur enginn sagt af sér í hita leiksins. Liðið heldur dauðahaldi í stólana því það er þokkalega borgað.
Víðir Benediktsson, 22.1.2009 kl. 23:38
Lögreglumenn eru í óskemmtilegri stöðu. Klemmdir á milli almennings og yfirvalda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:28
Ég vorkenni lögreglunni, þessir sem sýnt hafa ofbeldi gagnvart henni eru náttúrulega glæpamenn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:43
Það eru líka þau sem eru að skýla sér af hreinu hugleysi á bakvið lögregluna....
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 03:50
Sammála tér .Er aldrey hrifin af ofbeldi í hvernig mynd sem er .
kvedja
Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 06:57
Langflestir gagnrýna árásir á lögregluna. Enda voru þetta víst margir góðkunningja hennar í hóði óróaseggja.
Sigur framundan
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 08:06
Átti ekki við þig sjálfan Halli, en var að benda á, að svona málflutningur væri samt ekki heppilegur og ef hann yrði tekin meir og meir sem gild rök, gæti hann hljómað sem réttlæting ofbeldisseggja til að ráðast á lögregluna. og dæmin úr fortíðinni eru mörg til um slíkt annars staðar frá.
Víðir hljomar því miður svolítið í þessum dúr hérna og er ég dálítið hissa, þó ég viti nú orðið af reynslunni, að óvild hans á S truflar dómgreindina stundum þegar hann tjáir sig. Hann verður til dæmis að svara því fyrst allt í lagi er að grýta alþingishúsið eða jafnvel vinna á því meiriháttarspjöll bara ef þar inni ráða einhverjir sem eru honum eða öðrum ekki þóknanlegir,yrði ekki slík réttlæting þá ekki alltaf fyrir hendi hjá einvherjum og mætti bara viðgangast?Hef líka áður spurt við svipað tækifæri, réttlæta virkilega meiriháttar skemmdarverk einna, þar með minni háttar annara? SVo má skilja Víði hérna og þá væntanlega vegna þess að með því fylgi einhver ávinningur!?
Í mínum huga á slíkt hins vegar miklu frekar skylt við stjórnleysi en réttlætanleg viðbrögð til árangurs.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.