Árásir á Hörð skiluðu árangri.....

 Ég held að aldrei hafi fleiri mætt á Austurvöll.  Mér heyrðist að fólk áliti vera á milli 8 og 9 þúsund manns þarna.  Fjölmiðlar reyna að tala það niður í 5000.  Ég sá engan lögreglumann á Austurvelli.  Ég kom ekki að fyrr en um klukkan fjögur. Og vá hvílik stemning.  Fastur takturinn hljómar enn í eyrum.  Mér datt í hug Karnival í heitu landi.  Herði voru færð blóm.

það er spurning hvort við mótmælendur verðum næsta útflutningsvara. Úthaldið er farið að hrífa nágrannaþjóðirnar. Við vekjum athygli og AÐDÁUN í öðrum löndum.  Þar er ekki skrifað um skríl.

Ég er stolt af okkur.


mbl.is Íslensk mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Fundurinn var frábær og það voru ræðurnar líka. Þvílík stemmning! Nú er ég bjartsýn.

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Offari

Við vekjum athygli og AÐDÁUN í öðrum löndum.  Þar er ekki skrifað um skríl.  Ég tek undir þetta með þér. Það er orðið lífsnauðsinlegt fyrir aðrar þjóðir að okkar bylting takist með sóma.

Offari, 24.1.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég get tekið undir það í það heila. Ég er stoltur af hegðun hins almenna mótmælanda, ég er stoltur af samstöðunni sem sýndi sig margoft eins og t.d. við Dómkirkjuna, Þjóðleikhúsið og í skjaldborginni við stjórnarráðið. Appelsínugula byltingin blívur, ég held að allir séu búnir að ná því.

Ég er ekki eins stoltur af þeim samborgurum mínum, hvoru megin sem þeir stóðu, sem kusu að beita samborgara sína ofbeldi. Og ég er heldur ekki stoltur af stjórnvöldum sem hika ekki við að tefla borgurunum fram sem ógn og aggressivri nærveru gegn samborgurum sínum, með yfir menn við stjórn sem sjá á stundum, ofbeldi sem fyrirbyggjandi aðferð.

Og ekki er ég stoltur af því að sjá að þrátt fyrir samstöðu um að beita ekki ofbeldi, þá eru enn aðilar að hvetja til þess.

Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Í minnsta lagi 17.000 - þetta var eins og á flugeldasýningunni á Ingólfstorgi á menningarnótt (þá segir lögreglan að vísu 50.000 manns) enda bílar parkeraðir í margra kílómetra radíus frá Austurvelli og umferðin var nánast föst í meira en klukkutíma eftir fundinn. 5.000 til 8.000 my ass!

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 21:08

5 identicon

Þór.  Mótmælin fín en þú virðist vera álíka talnaglöggur og þeir sem sáu um talningu á flokksþingi Framsóknar.  Það er einróma mál mann að á bilinu 5-8.000 manns hafi verið á mótmælunum.  Þú talar um 17.000 sem er algjör firra og það sem verra er þú sakar gott fjölmiðlafólk um að ljúga.  Ljúga allir miðlarnir?  Það held ég ekki.  Ekki láta biturðina ná tökum á þér og fara út í svona kjaftæði drengur.  Það er greinilegt á öllum þínum skrifum að þú ert ósáttur með margt en ekki bulla, það er ekki til framdráttar.

Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ja Austuvöllur var svo smekkfullur að erfitt var að komast um.....geri mér enga grein fyrir fjöldanum.....já þetta var eins og á menningarnótt.

Haraldur ég tek undir...við eigum alls ekki að líða ofbeldi.

Heidi og Offari það var alveg frábært að koma þarna svo mikill kraftur í fólki.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 21:17

7 Smámynd: Heidi Strand

blog005 1

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 21:46

8 Smámynd: Ár & síð

Hörður var flottur, fundurinn var flottur, Magnús Björn var megaflottur.

Baldur sem kommenterar hér að ofan er greinilega nákvæmnismaður með tölur, ég bendi honum á að leggja sitt að mörkum hjá Framsóknarflokknum.

Ár & síð, 24.1.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heidi var þessi mynd tekin í dag?

Ár og síð ég missti af ræðum var í vinnu en stemningin var gríðarleg þegar ég kom klukkan fjögur.  Og í dag var einhvern veginn létt yfir fólki

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 21:59

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sá stemmninguna í sjónvarpinu.tetta er ædislegt.Húrra fyrir teim sem eru svona duglegir ad mótmæla.

kvedja

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 22:15

11 identicon

Matthías þú ættir að vera talnaglöggur sjálfur sem gamall kennari.  Annars þá kemur Framsókn eflaust vel út í næstu kosningum, lýst bara ansi vel á þennan nýja formann sem vill ótrauður tryggja atvinnu með uppbyggingu Álvers á Bakka og í Helguvík.  Framsókn er án efa einn af þeim betri kostum sem verða í boði, vona að Sjálfstæðismenn eigi eftir að skipta um áhöfn, margir hæfir þar.  VG eru að mínu mati ekki færir um að stjórna því þjóðin þarf úrlausinir ekki tuð.

En staðreyndin er sú að fjöldinn i dag var í mesta falli 8.000 manns sem er ágætt.  En skil ekki þessar ýkjur og samsæriskenningar, þjóna engum tilgangi enda hafa fjölmiðlamenn enga ástæðu til þess að ljúga um það. 

Vonum að í næstu viku verði áfram mótmælt friðsamlega.  Skrílslæti sl. viku voru þjóðinni til vansa.

Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:24

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Völlurinn var smekkfullur og ég sá ekki betur en það væri fólk á götum upp að Lækjargötu. Hörður á heiður skilið fyrir sitt framlag. Ég held að það hafi verið teknar einhverjar myndir yfir völlinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:24

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:34

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta var allavega fjölmennasti fundurinn, hvað sem tölum líður.  Ég er stolt af því að hafa mætt og upplifað þennan frábæra fund og takturinn var æðislegur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:58

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stemnigin var frábær þegar ég hitti þig JK og takk fyrir aksturinn.

Takk Ásdís.

Jakobína það var verst að missa af ræðunni þinni

Kveðja til þín Guðrún

Baldur allir flokkar þurfa að endurnýja

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 23:10

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

stemningin

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 23:11

17 identicon

Þessi mynd er frá B.N.A, líklega frá innsettningu Obama, ef hún er skoðuð nánar, sjást bandarískir fánar allstaðar.

blah (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:12

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér finnst að það eigi að gefa konum eins og okkur "mótmælafrí".....skoðum það við næstu samninga, hvenær sem þeir geta nú orðið.

Maður er alltaf að missa af

Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:21

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

blah er með betri sjón en ég

Bráðum kemur betri tíð Sigrún mín ...en við erum sko búnar að standa okkur

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 23:37

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til hamingju með þetta, en Hörður hefði ekkert þurft að biðjast afsökunnar, það kemur nú bara betur og betur í ljós.

Annars sýnist mér nú að æ nær nálgist sú stund mín kæra HH, að ekki verði undan því komist að þú stígir á stokkin, fyrst Bína og Hildur Helga mín fína eru búnar að því. Þú og LH eigið að fara að semja fyrir næstu helgi eða næstu!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 23:50

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þarnæstu!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 23:51

22 Smámynd: halkatla

Lifi Ísland og byltingin

halkatla, 24.1.2009 kl. 23:59

23 Smámynd: Heimir Tómasson

Ok, 5-17.000 manns, skiptir ekki miklu. Viljinn er kominn fram að mér sýnist. En ég er með eina spurningu. Ef boða á til kosninga núna, hefur einhver spurt stjórnmálamenn hvaða lausnir þeir hafa? Hvað á að gera þegar búið er að setja ríkisstjórnina af?

Mér sýnist sem sumt vilji gleymast.

Heimir Tómasson, 25.1.2009 kl. 00:05

24 identicon

Þessi mynd er tekin þegar Obama tók við forsetaembættinu.  Hvað kemur hún þessu við Heidi? 

Baldur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:19

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Baldur svona leit Austuvöllur út í dag

Heimir Tomm ég vil utanþingsstjórn sérfræðinga

Anna Karen þetta er að koma

Magnús ég er alveg ræðuheft

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2009 kl. 00:37

26 identicon

flottur fundur og óska Herði til hamingju með fund nr:16. Enn var á fundi í Tjarnargarði og eldhugurinn í fyrsta ræðumanni þar var FRÁBÆR. Mætum öll áframmá fundina þetta er að bera árángur. 'Aframm 'Island og 'Islenska þjóðin

Sigurgeir Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:06

27 identicon

Hann leit ekki svona út!  Þetta er mynd frá USA. Hvaða þvæla er þetta

Baldur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:20

28 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigurgeir áfram Ísland

 Baldur svona leit þetta út þegar ég kom

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2009 kl. 02:04

29 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég verð víst að viðurkenna að ég sé Bandaríska fánann þarna, skrítið að setja inn mynd þaðan. En gaman væri að sjá yfirlitsmynd frá fundinum!

Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 02:13

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ræðuheft? Ert bara feimin, en skal semja fyrir þig ræðuna ef þú vilt!?

Hún gæti byrjað svona:

Á Austurvelli stokkin nú ég stíg,

stúlka ein ættuð úr reykjadal.

Ég herská er, en ofbeldi andvíg,

Íslands heiður ætíð verja skal!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 04:24

31 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er einmitt búin að vera að hugsa um það í dag að sama hvað hver segir um mótmælin og mótmælendur þá hafa þau þó skilað íslenskum almenningi ærunni aftur! Ég er virkilega þakklát fyrir það og nenni ekki lengur að láta þessar kjánalegu úrtöluraddir hafa áhrif á tilfinningalíf mitt!

Ég hef endurheimt sjálfsvirðingu mína í gegnum mótmælin og frábæran hóp mótmælenda! Ég treysti betur þeim sem horfa á okkur úr fjarlægð til að meta gildi andófsins sem hér á sér stað en einstaka samlanda míns sem þjáist af nærsýninni heimsku*.

*Ath. að upphafleg merking orðsins „heimskur“ var að sjá ekki út fyrir heimahagana og búa ekki yfir neinni reynslu eða þekkingu en þeirri sem þar var að fá. Ég nota orðið hér í þeirri merkingu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 04:28

32 identicon

Hvað tekur við?

Það sem tekur við er ríkisstjórn í umboði fólksins, sem þjóðin treystir til þess að starfa fyrir samfélagið, en ekki auðmenn eða eigin rass. Án þess trausts gæti engin ríkisstjórn unnið á þessum gífurlega vanda, því án samvinnu fólksins í landinu verða engi verðmæti sköpuð.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 06:34

33 identicon

Frá fyrstu mótmælunum hafa fjölmiðlar verið ótrúlega hliðhollir ríkisstjórninni, allar fréttir af mótmælum hafa verið skrifaðar til að gera lítið úr mótmælunum og mótmælendum. Hafa þeir oft valið fólk til viðtals sem eru líklegastir til að vita sem minnst um hvað verið er að mótmæla t.d. börn og unglinga. Spurningarnar sem þeir spyrja hafa líka verið  þannig að fólk komi sem verst út úr viðtölum. Það er líka alveg ótrúlegt hvað þeir eru lélegir í að áætla fjölda því tölur frá þeim hafa oft á tíðum verið fáránlega lágar, það geta allir vitnað um sem hafa verið viðstaddir mótmælafundina.

Ég er ákaflega stolt af Íslendingunum sem hafa verið duglegir að mótmæla, þetta er sannkallað lýðræði!

 p.s. vil líka taka það fram að ég er algerlega sammála því að Hörður þurfti ekki að biðjast afsökunnar, þetta var líka það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af meintum veikindum Geirs. ( ég er ekki einusinni viss um að hann sé veikur, finnst jafnlíklegt að þetta sé bara enn eitt pólitískt útspil hans til að reyna að bjarga sínum pólitíska ferli) 

Elín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:15

34 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit. Nú er allt að gerast,  vegna mómælanna

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2009 kl. 20:21

35 Smámynd: Heidi Strand

Þessi mynd hafði getað verið tekinn í gær. Það var svipaður fjöldi.
Hér er slóðina á ræðu Magnúsar
http://www.facebook.com/ext/share.php?sid=47227817970&h=mn2ew&u=uD3k3

Heidi Strand, 25.1.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband