Þjóðstjórn undir forystu D

 Nei takk.

Utanþingsstjórn er besti kosturinn. Vinsti stjórn undir forystu Jóhönnu er næstbesti kosturinn.

Mótmælum mun ekki linna fyrr en Davíð fer úr SÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér Hólmdís.......og ekki í fyrsta skipti

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Offari

Er ekki bara hægt að gera Davíð að einræðisherra. Þá reddast allt.

Offari, 26.1.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari Nei

Sigrún þjóðin mun sigra

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað mun þjóðin sigra?  jú við losnum við stjórnina og DO en hvað tekur svo við, eymd og volæði, sultur og seyra? hlakka ekki til næstu ára fyrir hönd þjóðar minnar og gerði það hvort sem er ekki þannig að lítið hefur breyst því miður.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Offari

Ásdís sigrarnir eru þeir að stjórvöld fara nú að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki einkavinina.

Offari, 26.1.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Offari hvað ertu gamall?  bara að spá í hvort þú manst eftir gömlum vinstri stjórnum sem ætluð að vinna fyrir fólkið en gleymdu sér svo í góðum stólum.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 14:51

7 Smámynd: Offari

Ég er orðin alltof gamall Allveg nógu gamall til að muna þann tíma þegar Kaupfélagið réði öllu atvinnulífi á Húsavík og fleiri bæjum. Ég kæri mig ekkert frekar um vinstri stjórn en þú. en ég vill að stjórnin vinni fyrir fólkið í landinu.

Offari, 26.1.2009 kl. 15:12

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Vægri og hinstri.......stjórniná að vinna fyrir okkur ekki flokka eða áttavitann sinn..

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að þetta lið ætti að sjá sóma sinn að hætta í stjórnmálum. Jóhanna líka. Það er okkur til skammar að vera með svona rusl sem ráðherra. Við eigum betra skilið.

Víðir Benediktsson, 26.1.2009 kl. 16:30

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skil núna hvað Offari átti við með Jóhönnu og hennar tíma í morgun. En heyri að eldgömul plata er komin á fóninn hjá Ásdísi, vil nú minna hana og aðra á, að við erum hér einungis að tala um stjórn til skamms tíma auk þess sem svona áróður á bara ekki við eftir þetta hrun sem orðið hefur og enn og aftur skal minnt á að (og nú skulu bæði Ásdís og Víðir taka vel eftir)

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og FRAMSÓKNARFLOKKURINN

bera HÖFUÐÁBYRGÐ á!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 17:17

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnús minn, það hefði ekki verið neitt til að hrynja ef vinstri menn hefðu verið, er það, það sem þú meinar???  það var nú stundum gaman í góðærinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 18:03

12 Smámynd: Tína

Ég verð nú að taka undir með henni Ásdísi að ég er mjög smeyk við hvað nú tekur við. En venju samkvæmt ætla ég að halda í vonina og muna hvað það er´sem í raun og veru skiptir máli.

Annars vildi ég bara rétt snöggvast senda knús yfir til þín elsku Hólmdís mín. Það er orðið svo hriiiiiikalega langt síðan. Nú er ég í orlofi með þráðlaust net og fínerí og hef því nægan tíma milli anna til að kíkja bloggrúnt.

Knús á þig skotta.

Tína, 26.1.2009 kl. 18:08

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flokkaklíkurnar hafa alltaf staðið saman ef grannt er skoðað. Utanþingsstjórn [þeirra sem þekkja niðurskurð af eigin reynslu] er eini kosturinn í stöðunni.

Þjóðinni er ekki stjórnmálakerfið hingað til. Tækifærisinnar skera ekki sjálfa sig niður. Menn verða að fórn til að uppskera. Sá skilningur hefur nú ekki ríkt almennt í stjórnkerfinu hingað til hvað varðar það sem snýr að því sjálfu.

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 18:28

14 identicon

Sjálfstæðismenn hafa alltaf ráðið lögum og lofum í öllu viðskiptalífi landsins, líka í tíð vinstri stjórna. Flokkurinn, í krafti síns mikla fylgis, hefur séð til þess. þegar vinstri stjórn ríkti, hafa þeir leyft sér meira sukk til þess að gera stjórnina óvinsæla. Þess vegna er ósanngjarnt að segja að vinstri stjórnir séu lélegar í efnahagsmálum. Síðasta vinstri stjórn stóð sig vel. Hún losaði okkur við verðbólguna hræðilegu, sem er mesta kjarabót sem við höfum fengið.

Berum bara þessa stjórn, sem er að fara frá núna, saman við vinstri stjórnir. Það er engin spurning hver útkoman er úr slíkum samanburði.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:56

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það á hver sitt í þessu Sjálfsstæðisflokkurinn, Framsókn, og taktu eftir Magnús, SAMFYLKING. Hún er með saurinn upp í hálsmál eftir vesaldóm síðustu tveggja ára. Trúlega hefði enginn flokkur getað klúðrað svona rækilega. Ekki einu sinni Framsókn.

Víðir Benediktsson, 26.1.2009 kl. 21:11

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég man eftir skattmann og þjóðarsáttinni.

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 21:22

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja hérna. Mér finnst mjög skrýtið að óttast vinstri stjórn þegar við höfum haft sjálfstðisflokk í 17 ár og allt er hrunið sem hrunið getur.

En utanþingsstjórn er það sem ég vildi helst sjá

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 00:17

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka á þessari utanþingstjórnar skoðun, ekki líst mér vel á það að samfylkingin og vinstri grænir myndi nýja stjórn.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2009 kl. 02:53

19 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég held í vonina og er bjartsýn.tad er hvorted er  sami rassinn undir teim öllum.

Kvedja frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 27.1.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband