29.1.2009 | 10:05
Allt eðlilegt!
.....Þeir hafa svör á reiðum höndum bankabarónarnir það er á hreinu. Hvar sem borið er niður. Allir með hreinan skjöld. Hættið að vera svona vond við þá. Skammist ykkar. Milljarðalán út um allar trissur. Arabaprinsar og kráareigendur. Jafnvel einhver "að handan" og hver veit hvað. Stórfeldir fjármagnsflutningar úr landi. Niðurfellingar á skuldum og ábyrgð bankamanna ( sem þó fengu laun vegna ábyrgðar) Og allt hefur þetta sínar "eðlilegu"skýringar.
Fjandans málið er að allt virðist löglegt því það "gleymdist" að setja lög. Það mátti allt frelsið var svo mikið. Það er ekkert ólöglegt að stela lífsgæðum og öryggi heillar þjóðar. Að ég tali nú ekki um mannorðið.
Siðlaust?
Best að fara að sofa.
Vistuðu hlutabréf í Panama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
amk gjörsamlega siðlaust.
Sigurbjörg, 29.1.2009 kl. 10:40
Nú er tími endurreisnarinar hafinn. Það er ekki nóg að reka burt siðleysið það verður líka að koma eitthvað til að fylla upp í það tóma skarð sem myndaðist.
Offari, 29.1.2009 kl. 10:51
TILKYNNINGARSKYLT!!!! Þetta eru innherjaviðskipti! Djöfulsins glæpamenn þarna í Landsbankanum! Og seldu allt í júní 2007 án þess að tilkynna til kauphallar.
Maelstrom, 29.1.2009 kl. 10:54
Er ekki kominn tími á "alþýðudómstól"? Draga svo þetta siðblinda peningadjönkarapakk á hnakkahárunum fyrir dómstólinn, skipaðan gjaldþrota smáfyrirtækjaeigendum, og fólki sem missir allt sitt í kreppunni.
Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 11:28
Haraldur við eigum að biðja alþjóð um aðstoð við að koma lögum yfir þessa rænigja. Því þetta rán er ekki bara Íslenskt vandamál heldur alheimsvandamál.
Offari, 29.1.2009 kl. 11:40
Svíar eru búnir að bjóða aðstoð, einhverjir þingflokkar þar hafa lýst yfir furðu sinni á ástandinu...en við þurfum fyrst og fremst að sameina grasrótina og losa okkur undan oki þingræðisins. En að hugsa til þess að við höldum áfram með núverandi kerfi.....
....maður fer næstum að gráta, nú er tækifæri til þroska og vaxtar lýðveldisins og lýðræðisins, nýtum það!
Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 12:55
nú verður tekið á þessu
af hverju skildu þeir setja eignir sínar á eiginkonurnar rétt fyrir hrunið? það þarf að skoða nánar
Sigrún Óskars, 29.1.2009 kl. 12:56
þetta er þyngra en tárum taki
Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2009 kl. 13:23
Alltaf versnar það! Þessir menn eru að koma sér í mikla hættu því þeir hljóta að vera eftirsóttir af glæpahópum sem ræna þeim og heimta lausnargjald, milljarð á haus. Því þeir vita að nógir eru peningarnir. Ég spái því að þetta muni gerast.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:53
Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].
Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.
Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.
Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.
Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.
Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni.
Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni áð flestu leyti síðan 1947.
Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:36
Þetta er frelsi Hannesar og stuttbuxnavina hans. Samkvæmt frjálshyggjunni eru lög bara til að þvælast fyrir alvörubuisness sem gerir alla ríka. Þetta minnir óþægilega á peningakeðjubréfin sem fóru eins og eldur í sinu fyrir nokkrum árum. Það kemur að endapunkti.
Víðir Benediktsson, 29.1.2009 kl. 21:01
endapunkturinn er kominn
Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.