Dagur sem lengi hefur verið beðið eftir....

.......síðasti dagur XD ráherranna.  Þetta er reyndar óvenju fallegur dagur. Snjór yfir öllu og veröldin er í bláhvítu.  Og styttist í krókusana.

Ég trúi því að þeim detti ýmislegt í hug í dag. Þeir eru reiðir. Reiðir við Samfylkingu og reiðir við fólkið.  Þeir verða ekki aðgerðarlausir þennan síðasta dag. 

Bíð spennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Æ komdu bara austur þar er engin kreppa snjólaust og sól og blíða. Hættu bara þessu slabbi.

Offari, 30.1.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mikill kærleikur skín úr austrinu hér að ofan,sakna greinilega síðuhaldara!

En hverju áttu von á?

Þorgerður liti hárið eldrautt og sameini HÍ og HR?

Nei, væri ekki nógu sniðugt til að skapa atkvæði eins og hvalveiðaboð sjávarútvegsráðherrans!

Geir gæti þó orðið sniðugur og rekið Davíð?

Hm, ekki gott að segja.Kannski hækkar Guðlaugur launin þín sérstaklega, mætir í vinnuna og kyssir þig bless?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nýtt Ísland er í fæðingu, en það þarf hjálp okkar allra, skítt með blátröllin, meðan þau sleikja sárin og bölva sig hás, höfum við nóg að gera.

Og við erum ekki hætt, DO situr enn, og enn er okkur boðið upp á sömu súpu úr sömu skál.....

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari er sæl með snjóinn

Magnús ég þori engu að spá

Haraldur við erum ekki hætt.  En kanski hafði bloggið þau áhrif að LÚÐVÍK VERÐUR VARLA DÓMSMÁLARÁÐHERRA

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Æ ég veit það ekki - fara ekki allir í partý til Dabba í kvöld og skála í blóði almúgans? - nema Þorgerður, henni verður sjálfsagt ekki boði'!

Soffía Valdimarsdóttir, 30.1.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ussuss, Soffía allt of dramatísk. En allt virðist nú benda til að tvær kellur og tveir kallar verði frá hvorum flokki og tveir utanþings ekki satt? Össur frændi og Möllerinn áfram hjá Samfó svo ekkert pláss er fyrir fv. varnarmanninn sterka hjá ÍBV, Lúlla!

En synd að hún Lilja skuli ekki tekin inn hjá VG, miklu klárari og reyndari en þessar tvær sem þarna eiga að fá stóla!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband