Það vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og leikskólakennara í Stafangri

.................Ég fékk póst um það að Íslensk stjórnvöld  hafi stöðvað nefnd sem átti að koma frá Stafangri að reyna að fá íslenska hjúkrunarfræðinga í vinnu.  Í hvaða rétti spyr ég?

Ég hélt að fólk réði því sjálft hvort það flytti úr landi eða ekki.  Ég veit um marga hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að fara í burtu úr öllum niðurskurðinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stjórnvöld hafa semsagt kyrrsett okkur.  Skellt í lás og kastað lyklinum.....  halda þeir

Sigrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Offari

Er hægt að frysta atvinnuleysingja? Þegar ekki er hægt að frysta ránsfeng þjófana.  Mikið finnst mér réttlætið vera orðið skrítið.

Offari, 30.1.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún við erum fangar

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 13:10

4 identicon

"Það var um nótt, þú drapst á dyr hjá mér

og dyrnar opnuðust af sjálfu sér.

Til Safangurs ég strauk, að týna ber,

en lenti í steininum, já því er ver".

Verður þetta næsti þjóðsöngur Íslands?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður Húnbogi.

Offari ég á von á bróður þínum

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Forréttinda" stéttir fara með okkur einsog sauði. Er ekki frjálst flæði innan ESB?  Er ekki einstaklings almennt ríkja á Íslandi. Er búið að setja á vistarbönd. Má almenningur ekki græða? 

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:35

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ha, áttu von á bróður hans, hvenær ætlarðu að fæða?

En bíðum við, mig minnti endilega að O væri bro..?

En ó, nú skil ég, þó O sé bro síns bro og bro fleiri, þarft þú ekki að vera sys O bro, eða hvað!?

En tja, þó nefnd frá Stavangri í Norge sé stoppuð, þýðir það þá endilega útflutningsbann á þér sjálfri eða Siggu "Sammála"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 16:25

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús óborganlegur....

Júlíus býst nú við að sleppa úr landi sæki ég það fast.  En þetta var frétt í norskim fjölmiðli.  Íslendingar vildu ekki "þessa" útrás

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 18:13

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er algjörlega á móti frjálsflæðis siðferðis og sjúkdóma. Vil enga áhættu taka í þeim málum. Ég trúi ennþá að hægt sé hverfa til þeirra siða hér á landi þar sem pláss var fyrir alla og við reyndum að bjarga okkur á eigin spýtur. Mér finnst hinsvegar snúa snöggu við að sömu stjórnvöld sem vildu fylla Ísland upp af fólki frá tekjulægri svæðum reyni nú að hindra að Íslendingar geri það sama.  Það er greinilega ekki sama á hvaða forsendum íslenskar kennitölur fara í útrás.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Júlíus við erum örugglega öll sammála um að halda sem flestum á landinu. En það reynir hver að bjarga sér.  Og ekki raunhæft að fólk sitji og bíði

Nei það er ekki sama hver útrásin er,

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 19:03

11 identicon

Árið 2002 sagði ég að ég skyldi flýja land, þegar Kárahnjúka-víxillinn félli á okkur. Því mér finnst það vera réttlætismál að þeir sem eru hlynntir þeirri framkvæmd, borgi brúsann og við sem erum á móti sleppum. Núna er sá víxill fallinn á okkur. Ég á ennþá eftir að standa við heitið. Stóriðjusinnarnir ættu að vera þakklátir fyrir hvern þann íslending sem situr hér áfram og hjálpar þeim við að borga tapið af þeirri vitleysu.

Mér líður eins og ég sé að fórna mér í þágu bágstaddra-(auðmanna og stóriðju).

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:15

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Af hverju stofnuðu alþjólegir demókratar hér Alþjóðahús og fögnuðu neyð jafningja þeirra frá ESB til vinnu hér á landi, ég vann með mörgum sem gátu svo bara farið.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband