Er ekki þrældómur landlægur hér?

Hefur fólk ekki þurft að vera í tveimur og þremur vinnum til að hafa í sig og á. Stór hluti landsmanna hefur þurft að vinna endalausa yfirvinnu til að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Nú er ég ekki að tala um þá sem hafa fengið ótakmarkað fé úr bönkunum....eða verið á ofurlaunum.

Allt í einu sprakk allt. Þeir sem eru það heppnir að halda vinnunni sinni fá ekki yfirvinnu lengur en búa margir við það að starfsfólki er fækkað á vinnustöðunum....og þurfa því að hlaupa hraðar. 

Ég held að margir séu í átthagafjötrum.  Ég  held að nútímaþrælarnir séu margir. Ég held að margir nýti sér kreppuna til að herða að starfsfólki. Og að réttindi fólks séu víða fótum troðin. Því miður enginn þorir að segja neitt.

Ég ætla á Austurvöll í dag.


mbl.is Flúði til Íslands undan þrældómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta á vist að vera einn af forfeðrum Davíðs vinar þíns. Þrældóminum verður að ljúka. Ekki vildi ég vera yfirvinnuþræll og hætti þeirr vitleysu þegar mér tókst að losna úr skuldasúpuni. En núna virðist svo vera að ég þurfi aftur að taka mér lán til að eignast þak yfir höfuðið. Það kostar bara yfirvinnu eð að senda konuna út á vinnumarkaðinn.

Offari, 7.3.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að hugsa um að mæta á Austurvöll í dag.  Ég hef ekki séð auglýsingu um mótmælafund.  Er öruggt að fundur verði?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já það er alltaf fundur.

Offari við erum flest þrælar

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: TARA

Þetta ástand minnir óneitanlega dálítið á austantjaldslöndin...eintómir þrælar að þræla fyrir ekki neitt...til að þeir háttsettu geta farið enn hærra !!

TARA, 7.3.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Heyr! Heyr!

Dagur Sigurðarson sagði alltaf, að Íslendingar væru af þrælakyni ... og það sýnir sig á margan hátt.

Að ekki sé talað um minnimáttarkendina, sem sýnir sig m.a. í því að þjóðin þarf alltaf að segja sjálfri sér hvað við séum góð. Á meðan alþýða manna hefur alltaf verið yfirvinnuþrælar - erum við hamingjusamasta þjóð í heimi! Og hefur gullfiskaminni að auki.

Við erum ekki í lagi! Þetta er ekki bjargvænlegt!

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 7.3.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Eygló

Alltof margir hafa unnið of mikið, alltof oft.

Sumir til að komast af og helst aðeins rúmlega það.

Sumir til að komast yfir sem mest, hvort sem voru þarfir eða gerviþarfir.

Sumir gátu ekki annað; þrælar fíknar, græðgi, spennu eða valda.

Það þurfti að vinna svo mikið fyrir stóru, dýru íbúðunum með fullkomnu innréttingunum og öllu tilbehörinu.

Það varð að vera hægt að búa börnunum þægileg og falleg heimili. Það versta var að foreldrarnir voru ekki nógu oft með þeim á heimilinu, þeir voru að vinna fyrir því.

Eygló, 7.3.2009 kl. 22:09

7 identicon

Sigríður, hér var heldur engin spilling í stjórnkerfi! - Við verðum þrælar AFG í nokkra áratugi og e.t.v. búið að taka af okkur orkulindir, fiskinn í sjónum og mögulegt jarðeldsneyti af Drekasvæðinu. Glæsileg framtíð.

Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að standa vaktina fyrir mig og okkur hin sem eru of langt í burtu til að komast á Austurvöll!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:18

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég man nú ekki eftir öðru en að fólk hafi unnið mikið alla tíð.
Einu sinni var sú saga sögð að stuðla ætti að maðurinn gæti lifað af 8 tíma vinnu.
Það hefur að sjálfsögðu verið lygasaga.
Knús kveðja úr stórhríðinni.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 12:34

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk allar.  Auðvitað eiga allir að geta lifað af fullri vinnu....en ekki einu sinni var það hægt í meintu góðæri

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband