14.3.2009 | 02:43
Æ það eru að koma kosningar
....einu sinni enn.
Traust á stjórnmálamönnum hefur sennilega aldrei verið minna en núna. Og ótrúlega fáir þeirra hafa í raun staðið sig vel. Þess vegna er það alveg stórmerkilegt hve margir þeirra bjóða sig fram á ný.
Afneitunin er mikil. Mat á eigið hæfi brenglað.
Skoðanakannanir gera mig ekki bjartsýna.
Þjóðin vill breytingar. Nýtt fólk. Ný andlit. Nýjar raddir.
Allt of margir sitjandi þingmenn þekkja ekki raunheima....heldur hafa gert stjórnmál að ævistarfi og hafa aldrei deilt kjörum með fólkinu i landinu.
Við þurfum venjulegar Gunnur og venjulega Jóna inn á Alþingi. Við þurfum fulltrúa fyrir venjulega launþega. Sem gleyma ekki um leið og þeir setjast í stól á Alþingi fyrir hverja þeir eru að vinna og hverjir borga launin þeirra.
Mér finnst erfitt að finna út hvernig ég geti haft mest áhrif á framhaldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil þig svo vel!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 03:42
Eins og talað út frá mínu hjarta. Það eru of margir þingmenn sem skilja ekki "raunheima" - vel orðað ( helv..... ertu góður penni Hólmdís)
Sigrún Óskars, 14.3.2009 kl. 09:21
Heyr, heyr. Raunheimar er flott orð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2009 kl. 11:45
Takk fyrir innlit skvísur
Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2009 kl. 17:33
Gleymum ekki að töluverð endurnýjun hefur átt sér stað t.d. nýjir formenn innan tveggja stærstu flokkanna og tvö ný stjórnmálaöfl sem gætu komist á þing ef stokkað er rétt.
Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.