20.3.2009 | 00:47
How do you like Iceland...?
.................það spyr varla nokkur svona lengur. Við erum hnípin þjóð í skelfilegum ógöngum.
Ég held að ekkert okkar geri sér grein fyrir hvernig ástandið verður hér....við getum einfaldlega ekki meðtekið þetta....enn fjölgar á atvinnuleysisskrá.....
Daglegar fréttir af ómanneskjulegum niðurskurði samanber Grensás...Mikill niðurskurður á þjónustu við aldraða samanber....Landakot.
Þótt mig hafi aldrei langað að flytja úr landi.....hef ég sæst á að gera það....
Það er langt gengið að menn séu handteknir í öðrum löndum fyrir að bera sig saman við Ísland.......
Obama neitar samlíkingu við Ísland líka....
Loksins urðum við heimsfræg......
Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Facebook
Athugasemdir
Já fræg að endemum. Landið sem fáir vilja kenna sig við í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:01
Sæl Hólmdís ég held nú samt að við séum enn sömu hörkuÍslendingarnir. Ef við náum að ýta þjófapakkinu í burtu getum við byggt landið upp að nýju.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:04
auðvitað byggjum við upp á ný....það er enginn annar valkostur
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 01:09
Grey Smirnoff, hann vissi ekki að sannleikurinn væri í felum. (Kannski var hann fullur, með þetta nafn, gæti það eins verið.
"Ég held að ekkert okkar geri sér grein fyrir hvernig ástandið verður hér" Þetta eru þó orð að sönnu. Ég er búin að fara í báðar áttir; sá mig fyrir mér með graste, pakkaða inní öll mín teppi - eða að allt væri í lagi, ég hefði alltaf farið vel með og eina sem skipti máli væru þessir örfáu afkomendur mínir.
NIÐURSTAÐAN: Tileinka sér efni æðruleysisbænarinnar. Hafi e-n tíma verið stund og staður þá er það hér og nú. Gera eins vel og maður getur í stöðunni, fylgjast vel með og vera tilbúinn í byltingu! Tjöru og fiður á þessa menn sem sköpuðu mest öll þessi vandræði. (mér verður flökurt af reiði þegar ég hugsa, tala, skrifa um þá og er ég þó mesta geðprýðisgrey :))
Eygló, 20.3.2009 kl. 01:10
Takk fyrir hressilega texta stelpur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:22
sammála þér Eygló
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 01:23
Kostulegasta við þetta allt saman er að þessir svokölluðu fjármálamenn og útrásarvíkingar eru eins fjarri því að vera dæmigerðir íslendingar og hérlendir geta verið. Fyrir utan það að hafa aldrei þurft að bleyta á sér hendurnar eða að vera kalt á tánum, þá töluðu þeir meira ensku en íslensku. Það veit ég því að ég hef verið vitni að því. Enska er þeirra vinnumál og meira að segja samskipti þeirra á milli fara fram á ensku.......Þess vegna er ég ósáttur við að þessir fjárglæframenn séu settir undir sama hatt og Ísland og íslendingar.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.