20.3.2009 | 14:24
Margir grænmetisbændur á Kjalarnesinu.
....Kannski við ættum bara að leyfa þetta og eyða peningunum í annað en að eltast við þetta?
Ég veit það ekki....
Önnur stór verksmiðja upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 270708
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm.....orkufrekur "iðnaður" og sollis
Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 14:29
Það væri forvitnilegt að vita hvernig þeir finna þessi gróðurhús. Það virðist allavega augljóst hve markaðurinn er stór. Ég skil ekki afhverju þetta má ekki, ég hef ekki verið sannfærður um skaðsemi þessarar plöntu.
utangarðsmaður (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:32
þetta er vonlaust case að reyna að berjast gegn þessu frekar lögleiða og skattleggja þetta heldur en að koma út í tvöföldum mínus ... s.s tapaðar tekjur og endalaust af peningum sem fara í að eltast við þetta .
Vargur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:36
Af hverju byggjast lög um þessa plöntu á fordómum og heimsku? Þetta er eyðsla á tíma að eltast við þetta. Fólk ætti að kynna sér þetta betur... og þessi double standard um áfengi(sem er í raun mun skaðlegra) er ekkert nema asnalegur.
somedude (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:39
Kannski ættir þú að slaka á í að hnefa þig og fara að vinna betur í efninu þínu.
Hóruungi (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:44
Í stað þess að farga þessu afhverju ekki að flytja þetta út - það er jú kreppa og okkur vantar peningana! Hollendingar myndu eflaust taka fagnandi á móti þessu ;) Svo þegar að barnabörnin okkar fara að læra um útflutning og innflutning, landbúnað og þar frameftir götunum lesa þau um helstu útflutningsvöru íslendinga sem bjargaði þeim frá kreppunni - kanabis!
Björt... (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:46
Ég fæ alltaf ákveðinn sting innra með mér þegar ég les þessar fréttir. Bæði af vorkun fyrir ræktendunum sem eru einfaldlega að svara gífurlegri eftirspurn eftir þessari vöru hér á landi og einnig af samúð fyrir lögreglumönnunum sem sinna starfi sínu í blindni!
Það vantar afmennilega samfélagslega fræðslu um þessa ágætu plöntu.´´
Ég vill benda öllum á að skoða www.kannabis.net og hóp á Facebook sem heitir "Lögleiðum Kannabis og skattleggjum neysluna"
Ragnar (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:06
Það er fyrir klaufaskap og kjaftagang í litlu landi sem þetta finnst.
...en ég sé ekki fyrir mér að lögleiðing verði hér á landi...en að sama skapi finnst mér útí hött að mega eiga stóran skáp, fullan af brennivín, og umgangast hann eins og ég vil..en ég ræð ekki hvað er í blómapottinum mínum...
..ég má vera blindfullur í bænum öllum til ama og leiðinda, keypt þar dópið mitt (áfengið) af ríkinu og valdið svo ríkinu tjóni...en ég má ekki vefja jónu yfir sjónvarpinu heima hjá mér.
Löggjöfin er gölluð það er víst, en lögleiðing á kaupum og sölu er ekki eins sjálfgefin.
Haraldur Davíðsson, 20.3.2009 kl. 15:18
Ég held að það sé vita vonlaust að eltast við þetta........þetta er ekki eitt af mínum fíkniefnum.....svo ég á ekki hagsmuna að gæta......
Halli það er lögum samkv bannað að vera ölvaður á almannafæri...
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 15:41
Já, þið eruð bara létt á því! Það hefur aldrei gætt böl að benda á annað verra, alls ekki.
Þegar Ragnar segist "finna fyrir ákveðnum sting innra með sér" þá þykir mér það leitt að hann sjái svo mikið eftir efninu að hann hreinlega þjáist líkamlega, en það getur þó sagt mér eitt og annað. En að halda því fram að menn séu í einskonar þegnskylduvinnu við ræktun og sölu á Kannabis - það er nú meira ruglið. Ágóðavon held ég að sé nú aðalmálið - peningalegur gróði, en skaðinn mælist hátt í mannslífum. Áfengi er selt hér löglega og á því eru sögulegar og pólitískar skýringar, en það er sannarlega rétt að áfengið er mjög hættulegt - fyrir þá sem verða háðir því - og gerir svosem líkamanum ekki neitt gott þó það sé notað hóflega.
Á árinu 2006 komu um 1800 einstaklingar til SÁÁ (á Vog) - 700 þeirra voru Kannabisfíklar (ekki endilega eingöngu kannabis) Árið 1995: Þeir sem voru með þá frumgreiningu að vera háðir Kannabis voru 7% sjúklinga á Vogi (Kannabis er þá það efni sem þeir nota mest, eða í grunninn) En 2006: þeir sem voru með frumgreinininguna háðir Kannabis voru 22% af sjúklingahópnum. Ok.og hjá þeim sem eru undir 20 ára og koma á Vog þá nota tæplega 80% þeirra Kannabis daglega. Á árinu 2006 komu 234 einstaklingar undir 19 ára á Vog og á því ári komu 140 einstaklingar undir 20 ára í fyrsta skiptið á Vog. Þessar upplýsingar eru úr Ársskýrslu SÁÁ sem hægt er að nálgast á http://www.saa.is
Enginn fer að gamni sínu á Vog.Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 16:28
takk fyrir þetta Sveinbjörn. Ég ætla sannarlega ekki að mæla neyslunni bót.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 16:36
Neineineinei ekki hlusta á Sveinbjörn! Bendi þér mikið fremur á að lesa vel rökstudda og heimildafulla grein sem kemur með mikið meiri sannleika en SÁÁ sem byggir forvarnir sínar á lofti.
Tek fram að í þeirri grein sem ég bendi hér á er kannabis ekki algerlega lofsamað, það er bent á hætturnar sem fylgja. Aðallega lungnakrabbamein þó að óstaðfest sé um samfylgni geðklofa og kannabis - þó hlutfall kannabisneytenda með geðklofa sé hærra en fólks almennt með geðklofa er það vel skiljanlegt þegar áhrif plöntunnar eru tekin með í reikninginn, fólk sem síðar á ævinni greinist með geðklofa á í vandamálum fyrir og afslöppun og vellíðan er örugglega ekkert sem þeir neita hreint út.
http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html
Bendi á að svona nýleg rannsókn einsog minnst er á í greininni varðandi geðveiluna er erfitt að treysta einsog sjá má í flokknum sem ég mæli með að flestir lesi - spilltar vísindalegar rannsóknir um kannabis sem flestar forvarnir heims byggja á ÞÓ sannað hafi verið að rannsóknirnar séu ekki marktækar.
Leifur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:01
Þegar ég renni yfir greinina aftur sé ég reyndar að það er enginn sérstakur flokkur sem tekur á því heldur er minnst á spilltar rannsóknir aftur og aftur.
Leifur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:04
kíki á þetta Leifur, takk
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 17:19
Hefur verð gerð einhver vísindaleg rannsókn á því hvaða áhrif kanabisneysla hefur á fólk? Það er mín reynsla af þessu fólki að það missir vinnuna vegna lélegrar mætingar, kemst ekki á fætur á morgnana. Það er kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið.
Ég finn sting innra með mér þegar ég frétti af því hvað margir garðyrkjubændur hafa þurft að hætta vegna hækkandi rafmagnsverðs.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:27
Húnbogi, vegna lélegrar mætingar segirðu.
Ég ætla að vitna smá í greinina :
"BÁBILJA:
MARÍÚANA VELDUR SJÚKLEGU FRAMTAKSLEYSI. Neytandinn þjáist af vinnufælni og verður latur og áhugalaus um framtíðina. Námsmenn sem reykja hass ná slakari árangri en ella og framleiðni starfsmanna sem neyta þess minnkar til muna.
STAÐREYND:
Í tuttugu og fimm ár hafa vísindamenn reynt að finna og skilgreina sérstakan ,,frumkvæðisskort" (amotivational syndrome) sem neysla kannabisefna á að hafa í för með sér. Það hefur þeim ekki tekist.1 Einstaklingar sem eru stöðugt undir áhrifum, sama hvaða vímuefni á í hlut, eru ekki líklegir til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Það eru engin lyfjafræðileg áhrif sérstaklega tengd kannabisefnum sem valda því að fólk missir dugnað sinn og metnað. Í tilraunum þar sem einstaklingum voru gefnir stórir skammtar af maríúana vikum og jafnvel mánuðum saman dró ekki úr vinnusemi eða framleiðni af þeim sökum.2 Einn rannsókn sem gerð var árið 1990 sýndi að maríúanareykingar juku afköst tilraunaþega sem unnu leiðinlega og endurtekningarsama vinnu.3 Í Jamaíka, þar sem landbúnaðarverkamenn reykja iðulega maríúana við störf sín, sýndi sig að þeir sem reyktu mikið afköstuðu meira en þeir sem reyktu lítið eða reyktu ekki neitt. Vísindamennirnir ályktuðu útfrá þessu að maríúanareykingar jykju framleiðslugetu verkamanna, að minnsta kosti við þessar aðstæður.4 Í Bandaríkjunum er það staðreynd, að meðal fullorðinna þátttakenda í atvinnulífi eru meðaltekjur neytenda sambærilegar eða hærri en þeirra sem ekki neyta kannabisefna.5 Háskólanemar sem neyta kannabis fá sömu6 eða hærri einkunnir en þeir sem ekki neyta þess.7 Hjá menntaskólanemum hafa fundist tengsl á milli slælegs námsárangurs og mikillar hassneyslu, en lélegur námsárangur hafði í þessum tilvikum gert vart við sig áður en neyslan hófst. Flestir þeirra áttu við hegðunarvandamál að stríða og glímdu við tilfinningalega og sálfræðilega erfiðleika sem hófust strax í barnæsku.8"
Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.3.2009 kl. 17:39
þegar ég segi "greinina" þá meina ég auðvitað
http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html
Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.3.2009 kl. 17:39
Leifur, ég er búinn að lesa greinina sem þú bendir á og finnst hún vel unnin - frá sjónarhóli þess sem vill lögleiðingu cannabis af ýmsum ástæðum, afstaða manna er svo margskonar, hugmyndaleg, pólitísk, neyslutengd o.fl. og þrátt fyrir allt eru ransóknir margar og niðurstöður og túlkanir ýmsar.
En það er bara eitt sem enginn kemst framhjá, en það er reynsla þeirra sem hafa verið í kannabisneyslu, þeir eru margir og margir hafa hætt fljótlega (þannig er það með öll vímuefni, margir hafa prufað og hætt),aðrir hafa hætt eftir einhvern tíma vegna þess að þeir fundu fyrir "óþægilegri verkun" það þekki ég af eigin raun að hafa hætt neyslu tiltölulega fljótt, en þá var farið að bera á minnis og framtaksleysi(ég var 26 ára og reykingarnar voru ekki daglega, öðru nær, en stóðu yfir af og til í 1 1/2 ár) og svo eru það þeir sem fljótlega fara að reykja mikið, fljótt í daglega neyslu og í raun í stjórnleysi, þeir hafa allir aðra sögu að segja en þessi grein sem þú vísar til. Fyrir utan þessa 3 hópa eru auðvitað þær fullorðnu manneskjur sem nota kannabis stöku sinnum án vandræða og gætu sjálfsagt verið án þess líka. Sérstaklega þegar þær manneskjur hafa í huga skaðan sem efnið veldur unglingum, það ætti að gera ákvörðun þeirra léttari að hætta að sækjast í þetta efni, eða að berjast fyrir lögleyðingu þess. Það finnst mér.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 18:11
Á vísindavef Háskóla Íslands http://www.visindavefur.hi.is/ er hægt að senda inn fyrirspurnir um einföld og flókin mál. 15. mars árið 2000 hefur einhver sent inn þessa fyrirspurn.
Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Flokkur Lífvísindi: læknisfræði 15.3.2000
Svar: Jakob Kristinsson, dósent við Læknadeild HÍ
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efnasambönd. Mörg efnanna í kannabisreyknum finnast einnig í tóbaks-reyk. Má þar nefna fjölhring-liða kolefnissambönd, nituroxíð, kolmónoxíð og tjöru.
Kannabisreykingar geta því valdið flestum þeim sjúkdómum, sem tengdir eru tóbaksreykingum, svo sem lungnasjúkdómum, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Kannabisreykurinn er að því leyti varasamari en tóbaksreykurinn að hann inniheldur að minnsta kosti þrefalt meira magn af þeim efnum, sem talin eru skaðlegust í tóbaksreyk
Þekking manna á heilsutjóni af völdum kannabisreykinga byggist að miklu leyti á rannsóknum á fólki, sem reykt hefur kannabis um lengri eða skemmri tíma. Þar eð kannabisneysla tengist oft notkun annarra vímuefna og ýmiss konar óheilbrigðu líferni, getur eðli málsins samkvæmt oft verið erfitt að greina milli heilsutjóns af völdum kannabis annars vegar og hins vegar tjóns af öðrum orsökum. Dýratilraunir sem eru sambærilegar við kannabisreykingar hafa ekki verið gerðar og verða því framangreindar rannsóknir á kannabisneytendum að nægja.
Þegar fjallað er um skaðsemi kannabis er oft vísað til fjölmargra rannsókna, sem gerðar hafa verið á tetrahýdró-kannabín-óli, en það er virkasta efni kannabisplöntunnar og það sem framkallar vímu við reykingar. Gera verður ráð fyrir því að kannabisreykurinn hafi allar þær eiturverkanir, sem tetrahýdrókannabínól hefur. Hitt vill samt oft gleymast að kannabisreykurinn inniheldur fjölmörg önnur efni, sem komin eru úr kannabisplöntunni, til viðbótar við þau sem áður voru nefnd og finnast einnig í tóbaksreyk. Eiturverkanir þessara efna eru að mestu óþekktar. Af þessari ástæðu er ekki hægt að draga ályktanir um skaðsemi kannabis út frá rannsóknum á tetrahýdrókannabínóli eingöngu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkunum kannabis, sem talist geta skaðlegar, hvort sem þær stafa af tetrahýdrókannabínóli eða öðrum efnum, sem kunna að finnast í kannabis.
Verkun á miðtaugakerfi: Kannabis veldur slævingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að stjórna bifreið. Rangskynjanir koma fyrir og einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum. Vegna þess hve tetrahýdrókanna-bínól er lengi að hverfa úr líkamanum vara þessi áhrif miklu lengur en margir átta sig á. Við mikla kannabisneyslu getur komið fram geðveikikennt ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. Þetta ástand getur varað dögum saman en gengur oftast til baka á innan við viku frá því að neyslu efnisins var hætt. Ekki hefur verið skorið úr um með vissu hvort kannabisneysla hafi varanleg áhrif á miðtaugakerfið þegar til langs tíma er litið. Ýmis konar persónuleikaraskanir eru algengari hjá þeim sem hafa reykt kannabis lengi en hjá hinum, sem gera það ekki. Deilt er um hvort þetta sé raunveruleg afleiðing neyslunnar eða einkenni sem voru fyrir hjá neytandanum áður en hann hóf neysluna. Að lokum hefur verið sýnt fram á að þeim sem reykja kannabis virðist vera um sex sinnum hættara við að fá geðklofa en öðrum.
Verkun á hjarta- og æðakerfi: Kannabis eykur hjartslátt í allt að 160 slög á mínútu og hækkar blóðþrýsting. Þetta getur verið óheppilegt fyrir þá sem haldnir eru hjartaveilu eða háum blóðþrýstingi.
Verkun á öndunarfæri: Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja kannabis þurfa oftar en aðrir að leita sér læknishjálpar vegna sýkinga og annarra sjúkdóma í öndunarfærum.
Verkun á ónæmiskerfið: Tetrahýdrókannabínól veldur bælingu á ónæmiskerfinu. Þetta gæti dregið úr viðnámsþrótti kannabisneytenda gegn sýkingum.
Verkun á kynkirtla: Rannsóknir hafa sýnt að kannabisneysla veldur truflunum á starfsemi kynkirtla, einkum í karlmönnum. Þannig dregur hún mjög úr framleiðslu testosteróns. Í dýratilraunum hefur komið í ljós að tetrahýdrókannabínól veldur rýrnun á eggjastokkum og eggjaleiðurum og getur valdið drepi í eggbúsfrumum.
Verkun á fóstur og afkvæmi: Börn kvenna sem reykja kannabis á meðgöngu eru minni og léttari en önnur og í ljós hefur komið að þeim er einnig hættara við að fá hvítblæði.
Krabbamein: Rannsóknir á kannabisneytendum sýna að þeim er hættara en öðrum við krabbameinum í munni, kjálka, tungu og lungum.
Eitranir: Bráðar eitranir af völdum kannabis eru sjaldgæfar og verða helst við inntöku. Börn virðast viðkvæmari að þessu leyti en fullorðnir. Gera má ráð fyrir að 0,2 g af hassi geti valdið einkennum í börnum. Banvænar eitranir eru nánast óþekktar.
Misnotkun, ávani og fíkn: Samkvæmt skilgreiningu National Institute of Drug Abuse (NIDA) í Bandaríkjunum veldur kannabis bæði ávana og fíkn. Hér á landi þurfa mörg hundruð ungmenni innan við tvítugt að leita sér aðstoðar á ári hverju vegna vímuefnaneyslu. Margir þeirra eru stórneytendur á kannabis. Þessar staðreyndir eru ef til vill besti mælikvarðinn sem við höfum á skaðsemi efnisins.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 18:16
Ég held að það sem Sveinbjörn er að reyna að segja er að þó flestir sem noti kannabis eigi ekkert endilega við andleg vandamál að stríða - líkt og á við um áfengi - hefur óhóflega mikil neylsa þess neikvæð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu - alveg eins og áfengi.
Fyrir nánast hver einustu rök sem Sveinbjörn vitnar í úr greininni um kannabis á Vísindavefnum má finna samskonar rök í greininni "Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?" líka á Vísindavefnum.
Fyrir nánast hver einustu rök sem Sveinbjörn vitnar í úr greininni um kannabis má sjálfsagt finna samskonar rök um ofát/offitu (þó ég hafi enga grein til að benda á í augnablikinu).
Það sem ég er að benda á er að óhófleg neysla, á nánast hverju sem er, hefur skaðleg áhrif á mannslíkaman. Eina lausnin sem forsjárhyggjufólkið sem stjórnar landinu kann er að banna viðkomandi efni til að almenningur lifi í samræmi við þeirra lífstíl.
HB (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 19:26
Ég las langt inní þessa grein og klára hana örugglega síðar en ég get samt enganveginn tekið mark á því sem sagt er án þess að vita hvaða rannsóknir maðurinn styðst við, sérstaklega þarsem fljótlega í greininni er sagt:
"Verkun á miðtaugakerfi: Kannabis veldur slævingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að stjórna bifreið. Rangskynjanir koma fyrir og einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum. Vegna þess hve tetrahýdrókanna-bínól er lengi að hverfa úr líkamanum vara þessi áhrif miklu lengur en margir átta sig á. Við mikla kannabisneyslu getur komið fram geðveikikennt ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. Þetta ástand getur varað dögum saman en gengur oftast til baka á innan við viku frá því að neyslu efnisins var hætt."
Á meðan counterpointið er:
"BÁBILJA: TETRAHÝDRÓKANNABÍNÓL (THC), HIÐ VIRKA VÍMUEFNI Í KANNABISEFNUM, BINST FITUFRUMUM LÍKAMANS. Vegna þess hve THC er lengi að hverfa úr líkamanum vara áhrif þess miklu lengur en margir átta sig á. Þannig má búast við að áhrif þess á minni og einbeitingu vari í nokkra sólahringa eftir neyslu. Hinn langi binditími THC í líkamanum þýðir að magn THC hleðst upp í líkamanum og skemmir þar fiturík líffæri, einkum heilann.
STAÐREYND:
Mörg lyf og bætiefni (t.d. A vítamín) setjast að í fitufrumum líkamans. THC er þó eitt af þeim fáu sem skilar sér hægt úr líkamanum (en alls ekki það eina eins og valíum er dæmi um).1 Leifar af kannabisefnum má finna dögum og jafnvel vikum saman eftir að þeirra hefur verið neytt. Staðreyndin er hins vegar sú að nokkrum klukkustundum eftir að neyslu kannabis lýkur fellur magn THC í heilanum niður fyrir þau mörk sem veldur vímu eða öðrum geðhrifum.2 Fitufrumurnar sem THC og aðrir kannabínóiðar setjast að í verða ekki fyrir neinu tjóni og sama gildir um önnur líffæri.3 Þvert á það sem oft er haldið fram þá er heilinn ekki sérstaklega fituríkt líffæri4 og THC safnast þar ekki fyrir.5 Mikilvægustu afleiðingar hinnar hægu eyðingar kannabisefna úr líkamanum eru þær að hægt er að finna leifar þess í þvagi, blóði og vefsýnum löngu eftir að neysla hefur farið fram og löngu eftir að áhrifa neyslunnar gætir. Lyfjaprófanir færa sér þetta í nyt og eru orðnar að nýrri og ábatasamri atvinnugrein í sumum löndum."
Vísindavefurinn hefur alveg örugglega einhverjar rannsóknir til að styðjast við en sama gildir um greinina sem ég benti á. Það hvað þessar rannsóknir stangast hryllilega á er áhugavert, sérstakla í ljósi þess hve mörg tilvik af spilltum rannsóknum mín grein getur bent á.
Leifur Finnbogason, 20.3.2009 kl. 19:31
Og já, við hinu svarinu þínu vil ég benda á að þarsem kannabis er ekki fíkniefni fremur en tölvuleikir er voða mikil forsjárhyggja að banna það þó einhverjir verði háðir áhrifunum. Flestar rannsóknir og/eða tölur á kannabisfíklum viðurkenna að þeir noti einnig önnur ólögleg efni eða áfengi og I'll be damned ef hægt er að finna marga í meðferð sem hefur ekki snert önnur vímuefni en kannabis. Þessvegna er það alls ekki slæm hugmynd að lögleiða, færa þetta frá dílerum sem margir hverjir selja einnig önnur skaðlegri efni og yfir í apótek eða eitthvað. Helst ekki ríkið því þar má finna mikið skaðlegri efni en kannabis, tóbak og áfengi.
Leifur Finnbogason, 20.3.2009 kl. 19:39
Jæja, það er nebbnilega það!
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 08:31
Um að gera að kenna efninu um eigin aumingjaskap.
Duglegasti og harðasti maður sem ég hef unnið með reykti daglega!
pjakkurinn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:10
Þinn líkami þitt líf lögleiða öll eiturlyf punktur.
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.3.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.