Hnífurinn er beittur.

.........Ég hef unnið í 27 ár sem hjúkrunarfræðingur og man ekki eftir öðru en að stöðugt hafi verið hagrætt og mannekla hafi verið viðvarandi....og farið versnandi.  Það hefur alltaf verið gífurlegt álag á Landspítala og oft erfiðar vinnuaðstæður.  Laun heilbrigðisstarfsmanna hafa þó ekki hækkað í takt við eftirspurn.

Þrengsli hafa verið mikil og sjúklingar hafa þurft að liggja á göngum spítalans sem er auðvitað engan veginn boðlegt.

Í nótt talaði ég við grátandi aðstandanda gamals manns sem nýlega fór inn á hjúkrunarheimili. Hann er skýr en deilir herbergi með tveimur heilabiluðum mönnum....sem hann hefur aldrei þekkt....

Í gær voru enn fréttir af því að MS sjúklingar séu sviknir um lyfjagjafir.

Ég veit að ýmislegt er hægt að spara á þessum stofnunum......nokkuð sem ég ætla að leyfa mér að kalla slæðuverkefni hér.....

Landakot er að fara í gegnum niðurskurð.....þar verður plássum fækkað...og það er ástæða þess að ég er af alvöru að hugsa um að gerst flóttamaður frá Íslandi...

Ég vildi sjá miklu meiri niðurskurð í Utanríkisþjónustunni áður en sjálfsögð réttindi sjúklinga eru skert frekar.....


mbl.is Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Það veit ég að hjúkrunarkonur eru englar í mannsmynd. Og vona ég heitt og innilega að þær þurfi ekki að flýja land svo þær geti lifað mannsæmandi lífi. Vonum bara það besta.

Knús á þig vinkona

Tína, 21.3.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Hlédís

Aðförin að eldra og fatlaða fólkinu, auðvitað mest því efnalitla, er orðin áberandi - var ekki á bætandi. Heyri ótrúlegasta fólk á öllum aldri tala um að flytja burt.

Hlédís, 21.3.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er í boði sjálfstæðisflokksins.

Heidi Strand, 21.3.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: TARA

Tek undir þetta...það væri nær að skera niður ýmsan óþarfa..

TARA, 21.3.2009 kl. 14:14

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við verðum að læra að forgangsraða..

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: TARA

Og að mínu mati er það forgangsverkefni að láta fólkinu í landinu líða vel og hafa góða heilbrigðisþjónustu..en kaupa færri flott og dýr málverk og leðurstóla handa yfirbákninu...

TARA, 21.3.2009 kl. 15:53

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fólkið sem lagði grunninn að okkar velferðaþjóðfélagi, gamla fólkið, virðist alltaf mæta afgangi.  Svona framkoma gagnvart þeim er óþolandi með öllu.

Sigrún Jónsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:00

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég er sammála því að beita niðurskurðarhnífnum á utanríkisþjónustuna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Offari

Bráðum kemur blessað vorið

 bót þá gefur alvaldið.

Nú skal allt samt niður skorið

napurt verður framhaldið.

Offari, 22.3.2009 kl. 10:11

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Sammála ykkur með niðurskurð í untanríkisþjónustunni. Og niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu er að keyra um "þverbak" og þessi niðurskurður er einnig í boði Samfylkingar - hefur Samfylkingin ekki verið í stjórn undanfarin misseri? Og aldeilis ekki saklaus af öllu.

Hólmdís, við ættum bara að taka að okkur þessi "slæðuverkefni" - áttu ekki fína slæðu annars?

Sigrún Óskars, 22.3.2009 kl. 13:27

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll Sigrún ég á slæður í úrvali

Hólmdís Hjartardóttir, 22.3.2009 kl. 15:42

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á endanum verður það Lansinn sem tekur á sig allan niðurskurðinn. Eins og venjulega.

Finnur Bárðarson, 22.3.2009 kl. 16:24

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín ég hef nú stundum þurft á því að halda að gista Lansann og hefur mér alltaf ofboðið álagið á ykkur starfsfólkið. Ég lá á hjartadeild Lansanns fyrir nokkrum árum og þrátt fyrir álag og þrengsli eruð þið bara englar.

Knús til þín
Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.3.2009 kl. 16:38

14 Smámynd: Hlédís

Finnur!  Lansinn er svo langstærsta sjúkrahúsið hér, að hann verður vart borinn saman við hin. Hrædd er eg um að barnshafandi konur á Suðurlandi, td , telji sér gert að bera vænan slatta af niðurskurði - og jafnvel meiri persónulega áhættu en Lansinn.

Að endingu eru það sjúklingar sem fá á sig niðurskurðinn. 

Hlédís, 22.3.2009 kl. 16:47

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Akkúrat eins og þú segir, það þarf að forgangsraða upp á nýtt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 19:53

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svakalega er ég sammála þér - og öllum hinum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2009 kl. 00:18

17 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ójá, það hefur gerst sjaldan síðustu vikur, en í þetta skiptið er ég sammála þér.

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 21:41

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk allar

Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband