27.3.2009 | 03:00
Já en þau voru bara smávægileg.
....jú það voru gerð mistök....við erum svo stórmannlegir að viðurkenna það.
Og við biðjum sjálfstæðismenn afsökunar á því. Sem hafa komist að þeirri skotheldu niðurstöðu að stefnu flokksins er ekki um að kenna heldur fólkinu sem átti að framfylgja stefnunni.....samt eru flestir í framboði aftur. Þau gera varla sömu mistökin aftur?
Þessi mistök voru ekki meiri en svo að við sjálfstæðismenn munum flestir komast vel af....lýðurinn er að missa sitt lifibrauð og flýja land......en þetta var hvort sem er ótýndur skríll. Vinstri sinnað og alles...kommon farið hefur fé betra.
Þið kjósið okkur auðvitað aftur....því ef vinstri menn fara að stjórna hér gæti farið illa. Við vörum við því
Ef hér verður vinstri stjórn við lýði gæti allt farið á versta veg......Og þó börnin skuldi smávegis við fæðingu þá angrar það þau ekkert litlu skinnin...þau eru ekkert að hugsa um peninga.
x-eymd
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:25 | Facebook
Athugasemdir
Það fyrsta sem ég heyrði var: "... á þeim mistökum er rétt að biðjast afsökunar...". Í íslenskri málfræði heitir þetta m.a.s. "ópersónulegt". Hann bara GETUR EKKI sagt "ÉG"; hann getur í raun alls ekki beðið afsökunar.
Þegar talað er í "persónu": (set í sviga)
"Á þeim mistökum (á mistökum MÍNUM) er RÉTT (vil ég)"
"á því að svona var búið um hnútana" (ég/við stóðum svona að málum)
"Geri ég það hér með" (eins og ritað mál; undirritun. (HÉR MEÐ?!))
"Sama er að segja um annað sem miður fór og var í okkar valdi og hefði mátt gera betur" (önnur mistök mín/okkar .... og ég/við hefðum átt að gera betur"
"Maybe I should have!"
Eygló, 27.3.2009 kl. 04:15
nákvæmlega Eygló
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 08:33
Það mætti halda að Geir hafi ekki verið í valdamesta embætti á Íslandi heldur unnið niðri á kæja.
Maybe I should have, indeed.
Rut Sumarliðadóttir, 27.3.2009 kl. 10:20
Ég gerði engin mistök.
Offari, 27.3.2009 kl. 11:54
Margir kæjagæjar hafa sterkari karakter. Þótt ég spýti út úr mér gagnrýni á karlgreyið, þá er þetta örugglega Bestaskinn, hefur kannski bara ekki verið í aaalveg réttu starfi þegar á reyndi.
Eygló, 27.3.2009 kl. 12:14
Rétt Eygló. Líklega stærstu mistök sem Geir hefur gert er að hafa valið stjórnmálin fram fyrir sönginn. Hann væri betur settur í dag ( og allir aðrir landsmenn líka) ef hann hefði gerst söngvari og aldrei komið nálægt stjórnmálum.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:07
sammála ykkur
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 21:34
Þið hafið heyrt um Iceland syndrome?
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 21:35
?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:59
The Iceland syndrome þetta er víst skilgreint núorðið af geðlæknum víða um lönd....það er fólk sem kýs yfir sig aftur sama fólk og venjulega þrátt fyrir hrapalleg mistök!
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 22:30
Mig mynnir að þetta hafi gerst á Filipseyjum. Þegar Marcos hafði stungið mest öllum ríkissjóði á eigin bankareikninga í Sviss. Mótmælendur/almenningur, hrakti hann frá völdum með niðurlægingu og skömm. þá átti hann samt áfram 30% fylgi, þó að allir vissu hernig hann hagaði sér. Talibanarnir í Afganistan hafa ennþá mjög mikið fylgi, þó að allir afganar viti að þeir rústuðu algjörlega efnahag landsins og líka allri menningu, mannlífi og hverju sem var.... Já það er rétt, Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið fylgi ennþá. Við VERÐUM að snúa þessum þrælum frá sinni talibana og Marcosarvillu. Annars er þjóðin vonlaus.......Ég skil núna hvers vegna þetta kallast: "The Iceland Syndrome". Það er vegna þess að á Íslandi er eitt hæsta menntunarstig í heimi og við, íslendingar, höfum öll skilyrði til að vega og meta hlutina og sjá í gegnum líðskrum og lygar en, við högum okkur eins og illa upplýstir og frumstæðir, bjánar. Með því að kjósa aftur og alltaf gamaldags kaldastríðsafturhaldskapítalista, þá á ég við eiginhagsmunamafíuna XD.
(Afsakið orðalagið, ég skrifa svona þegar ég er reiður)
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:57
Það er líka slæmur kostur að setja X fyrir framan S...
Halldór Jóhannsson, 28.3.2009 kl. 00:16
Húnbogi mannskepnan hagar sér furðulega
Halldór mér finnst að það eigi að refsa öllum flokkunum.....
Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 00:35
X-O það er málið
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 01:13
Úr því að Alþingishundurinn heitir "X", þá verður xX á mínum kjörseðli
Eygló, 28.3.2009 kl. 02:18
Eygló svei mér ef ég er ekki sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 09:11
góð færsla hjá þér - en hvað getur maður kosið? svei mér þá - ætil hundurinn sé ekki heiðarlegastur þarna á þinginu.
Helgarkveðja til þín
Sigrún Óskars, 28.3.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.