Beta litla

........ja hérna það er eins og Beta sé dvergvaxin við hliðina á Óbama.  Það rýrnar allt í kreppunni.

Annars finnst mér merkilegt að í London voru 5000 manns að mótmæla og það vakti mikla athygli. 5-10 þúsund manna mótmæli hér þóttu ekki mikið!  5000 lögreglumenn voru að störfum að fylgjast með mótmælendum í London.

Í morgun þegar ég gekk fram hjá Alþingishúsinu og horfði á sprungnar rúðurnar datt mér í hug að rétt væri að láta þær vera svona.....sem góð áminning til þeirra sem þar sitja.  Það hvarflar ekki augnablik að mér að tími mótmæla sé liðinn.

Við erum rétt að byrja að sjá eymdina sem blasir við.....aldrei fyrr hefur reynt svona á okkur sem sjálfstæð þjóð.  Sænskt aprílgabb var á þá leið að þeir hefðu tekið Ísland að sér og innlimað í sænska ríkið og trúðu svíar þessu en voru víst mishrifnir.

Lengi getur vont versnað.......en svo batnar það!

 


mbl.is Viðræðurnar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru yfir 30.000 manns þarna sumir segja nær 40. þús. 

Skoðið t.d.
http://www.guardian.co.uk/world/2009/mar/28/g20-protest-police-rainbow-alliance

Mbl.is er hinsvegar með lækkun í hafi: t.d. í þessarri frétt er rætt um 5000 manns. 
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/01/fundad_i_skugga_motmaela/

Hinsvegar skilst mér að það séu um 4-5000 lögreglumenn að störfum.

Tómas (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband