7.4.2009 | 02:50
Á ég að blogga?
.......Upphafið að mínu bloggi var þegar sparnaður á hjúkrunarheimili gekk of langt að mínu mati og mér fannst ég ekki geta annað en tjáð mig einhvers staðar. Og þau skrif höfðu meiri áhrif en mig óraði fyrir.Og það til góðs.
Svo lá blogg mitt niðri. Byrjaði aftur ...mér til skemmtunar og hef eignast ómetanlega vini í gegnum það. Vinir sem ég hitti í raunheimum.
Þetta hafa orðið samræður millli vina.....og ég hef oft skemmt mér vel , tek sjálfa mig ekki of alvarlega.
Svo hrundi allt á afmælisdegi mínum. Og ég varð atvinnulaus og reiðin tók völd. Ég las allt sem ég komst yfir. Og bloggaði ,,,,,,.
En þar kom að að ég var búin að fá nóg. Og missti áhugann. Tilkynnti að ég myndi hætta bloggi. Fékk mótbárur....og hef þessvegna haldið áfram að henda inn því sem mér dettur í hug....en áhuginn er farinn.
Um helgina hitti ég góðan skólabróður minn sem var alveg tæpitungulaus: Hólmdís þú hættir þessu þú ert af öðru kaliberi en þetta. Hmm. Honum fannst að ég ætti að vera yfir þetta hafin. Hann sér þetta á annan hátt en ég. Hann vill mér vel og réð mér heilt.
Ég sagði honum sem satt er......ég nenni þessu ekki lengur.
Ég óska ykkur öllum gæfu og gengis......og mun örugglega kíkja á ykkur.
Athugasemdir
Leyfðu okkar að vera memm öðru hverju, þegar eitthvað dregur þig til skrifta. Það líður yfirleitt langt á milli blogga hjá mér, en þess á milli er ég eins og landafjandi í athugasemdum annarra bloggara.
Ekki gera það sem þú nennir ekki/langar ekki til. En endilega ef kemur eitt og eitt "kast". Svo læturðu bara gamminn geysa hjá hinum!!!
Mér finnst ég eiga pínu smá í þér (er það ekki allt í lagi?) Gangi þér vel. (EY)
Eygló, 7.4.2009 kl. 02:59
Takk vissulega...ég er ekkert dáin
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 03:02
Eygó.....ég var bara að verða þunglynd af öllum þessum blogglestri...það eru margir góðir bloggarar þar á meðal þú sem ég mun lesa áfram.......og ég hef aldrei getað þagað lengi
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 03:07
Ég er svolítið hugsi yfir athugasemd skólabróður þíns Hvað á hann eiginlega við? Mér þykir alltaf gaman að lesa bloggið þitt og þykir skarð fyrir skildi ef þú ætlar að leggja það niður. Hins vegar ef þú finnur þig ekki í því sjálf þá verð ég auðvitað að sætta mig við að þú takir þér frí ef þú lofar að koma aftur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 04:26
Ég er sammála Rakel.Mér finnst athugasemd skólabróður þíns umhugsunarverð.Þú átt ekkert að láta segja þér að hætta að blogga vegna þess að það hæfi ekki þér.Þú átt að gera það sem ÞÚ vilt.Kveðja Hólmdís og ég vona að þú komir aftur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:53
hvað er að heyra - þú hætt að blogga
vona að þú endurskoði þetta Hólmdís - en ég mun sakna þín, þú ert svo fjári góður penni
kveðja frá mér
Sigrún Óskars, 7.4.2009 kl. 10:40
stelpur...ég er ekki að hlýða athugasemd hans....heldur er ég orðin löt...
En þetta viðhorf hans heyri ég víðar.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 10:59
En takk allar
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 10:59
Þú ert ekkert hætt að blogga mín kæra.....smá bloggfrí gerir manni bara gott
Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 11:38
það eru samt svo margir hættir að blogga - farnir á facebook.
Sigrún Óskars, 7.4.2009 kl. 12:24
Á Facebook, það er nú úr öskunni í eldinn, þannig lagað. Ekki það að mér finnist bloggið nein aska. En fésbók er eitthvað það lágkúrlulegasta sem ég hef komist í. Nýtilegt í mínu tilviki.... ca 5%
Eygló, 7.4.2009 kl. 14:00
ég er algjörlega sammála Eygló
Sigrún Óskars, 7.4.2009 kl. 15:18
Er bloggið að taka of mikinn tíma frá feisbúkkinu?
Víðir Benediktsson, 7.4.2009 kl. 18:23
þið eruð ágæt. Víðir...það er nóg útrás fyrir mig á fb
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 19:55
Stundum verð ég fjandi löt en reyni þá bara að gaspra eitthvað. Af nógu er að taka. Það hefur verið ansi margt á ferðinni í dag og skortir ekki efni í umræður. Ef ég er alveg tóm sem kemur nú fyrir fæ ég orku úr góðu bloggi bloggvina minna. Bloggvinir og mótmælendur hafa svo sannarlega dregið úr sársauka undanfarna mánuði.
Tek undir með Sigrúnu þú birtist aftur fyrr en varir
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2009 kl. 20:18
Ég tek undir með Jakobínu: "Bloggvinir og mótmælendur hafa svo sannarlega dregið úr sársauka". Virðist sérkennileg staðhæfing, en þannig líður mér líka.
Eygló, 7.4.2009 kl. 20:40
Þú heldur vonandi áfram að blogga Hólmdís mín enda eru skrif þín afar skemmtileg.
Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 21:33
Dagur er dapur og grár,
drunga einn mesti í ár.
Sú er Geira mest gladdi,
í gærnóttu kvaddi
Hann er því svekktur og sár!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 22:12
Sjáumst vonandi svona við og við, kæra 'nafna'
Hlédís, 7.4.2009 kl. 22:42
Maður má vera latur bloggari, - maður má vera leiður bloggari, - og maður má vera reiður bloggari. - Maður má blogga þegar manni sýnist um það sem manni sýnist. - Það eru engar skuldbindingar við einn né neinn bloggvin er það?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:15
Leiðinlegt ef þú hættir alveg..ekki gleyma að kíkja á okkur
TARA, 7.4.2009 kl. 23:31
Hættið nú að mæra konuna Hún hefur ekki gott af þessu. Oh, ætli hún geti staðist okkur... lengi? hnjé, hnjé, hnjé
Eygló, 7.4.2009 kl. 23:37
Ég nenni ekki að hanga á fésbókinni, kíki þar í 10 mínútur á dag ef ég man. En bloggið er mín útrás fyrir allskonar skoðanir, mín tjáning.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2009 kl. 00:57
takk öll.....ég svíf...
Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2009 kl. 08:55
Sorg...en skil þig vel.
Haraldur Davíðsson, 8.4.2009 kl. 18:42
Ég skoða hjá fáum bloggið...en geri það hjá þér...tala ekki um þegar Magnús Geir og fl fara með vísurnar til hægri og vinstri....þó að vinstri sveiflan sé aðal nú...Bestu óskir og takk fyrir mig.
Halldór Jóhannsson, 8.4.2009 kl. 22:40
takk drengir mínir
Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2009 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.