10.7.2009 | 11:22
Tveir sólarhringar eftir á landinu bláa.
................Ef mér hefði verið sagt fyrir ári síðan að ég ætti eftir að verða flóttamaður frá Íslandi hefði ég hlegið að því. Ekki það að ég var þá þegar búin að skrifa færslu um mögulegt gjaldþrot Íslands.....fannst allt hníga í þá átt.
En þetta er mikið tilfinningarót hjá miðaldra húsmóður!!!!! í Austurbænum að flýja land. Með mér bærast allar mögulegar tilfinningar.............gleði og sorg, reiði og eftirsjá, samviskubit
Mér finnst erfitt að kveðja börn, foreldra og kæra vini. Heimilið mitt og minn góða garð.
En ætla að líta á þetta sem ævintýri.
En kæru bloggvinir....það verður huggun harmi gegn að geta kíkt á ykkur. Vegni ykkur öllum sem best.
Er ákveðin í að koma í "eftirlitsferð" í okt eða nóv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér rosalega vel Hólmdís mín og ég hlakka til að heyra í þér og hitta í október
Sigrún Jónsdóttir, 10.7.2009 kl. 12:09
Takk yndislegust
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2009 kl. 12:13
Góða ferð og gangi þér sem allra best...takk fyrir mig....
Halldór Jóhannsson, 10.7.2009 kl. 13:06
Gangi þér vel vinan og þú færð kærleikskveðjur frá mér í vegarnesti.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:07
æj hjálpi mér hvað ég skil þig...en gangi þér ofsalega vel þarna úti.
Kveðja frá annarri miðaldra sem þorir ekki
Ragnheiður , 10.7.2009 kl. 14:42
Góða ferð og gott gengi. Ég hlakka til þess að fylgjast með þér í útlandinu. Vonandi kemur blogg af og til.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2009 kl. 16:27
Takk öll.....kem með Kaupmannhafnablogg við tækifæri...
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2009 kl. 17:06
Gangi þér allt í haginn á nýjum slóðum.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:50
Sjáumst á Strikinu á milli 23 júl og 29 júl...verð í Köben þá....og ætli ég fari ekki og betli þar fyrir ice..reikn..Kveðja
Halldór Jóhannsson, 10.7.2009 kl. 23:38
Nú í barm sér gumi grætur,
gegndarlaust í skjóli nætur.
Ísland vart þess bíður bætur,
er burt þess hverfa fögru dætur!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2009 kl. 02:42
jebb Halldór
Magnús minn Geir takk
Hólmdís Hjartardóttir, 11.7.2009 kl. 10:43
Í alvöru Hólmdís !Hvert ertu að fara?Ertu að fara til Noregs? Seigðu mér?
Bíð eftir svari...............
Benedikta E, 11.7.2009 kl. 18:20
Nóg víst frúin fengið hefur
forðar sér af landinu
Landið okkar yfirgefur
útúr þjóðarstrandinu.
Gangi þér vel.
Offari, 11.7.2009 kl. 22:24
Ég vona að þér gangi vel og að þín bíði ný ævintýri. Gott að vita af þér áfram á blogginu
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 22:51
Til Kaupmannahafnar................
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 01:45
og takk öll
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 01:45
Gangi þér vel Hólmdís mín.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.7.2009 kl. 09:33
Gangi þér sem allra best í útlandinu, færi sjálf ef ég ætti heimangengt. Skil þig svo vel.
Rut Sumarliðadóttir, 12.7.2009 kl. 10:16
takk takk
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 11:37
Elsku Hólmdís mín... Þín verður saknað, svo mikið er víst.
Vonandi sérðu þér fært að koma sem fyrst aftur. En haltu áfram að blogga svo við getum fylgst með þér, byltingarfélagarnir.
Gangi þér allt í haginn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.7.2009 kl. 12:11
Æi, en góða ferð og gangi þér vel. Okkur munar um hvern og einn en lífið heldur áfram og lítið við því að gera.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 12.7.2009 kl. 12:41
takk.....................ég kem sannarlega aftur......
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 14:26
Sakni,sakn Hólmdís mín. Vona að allt gangi vel hjá þér.
Sjáumst sem fyrst og þá helst á fróni.
Kær kveðja. Magga.
magga (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:49
Magga mín takk takk
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 22:24
Þú ert ekki sú fyrst og ég er hrædd um að þú sést ekki sú síðasta í bloggvinahópi mínum sem tekur þessa ákvörðun. Þó ég hafi bara hitt þig tvisvar sinnum sakna ég þín sárt. Þú varst svo dugleg að mótmæla og blása okkur hinum djörfung og dug í brjóst.
Ég skil tilfinningaflækjurnar sem þú glímir við svo, svo vel! Ég hef svo virkilega velt því fyrir mér eins og þú og svo margir, margir aðrir að flytja út. Það er óhuggnanlega dapurleg staðreynd hve margir hafa velt þessum möguleika fyrir sér af fullri alvöru frá því seint á síðasta ári og þeir verða sífellt fleiri.
Með hverjum og einum sem tekur þessa ákvörðun og lætur verða af því að fara missum við ómetanlegan mannauð úr landi. Ég vona að ég auki á samviskubit þitt með þessu innleggi. Það var ekki ætlunin heldur vildi ég segja þér hvað ég skil þig vel og hvað ég finn til mikillar samlíðunar með þér!
Ég óska þér alls góðs á erlendri grundu og vona að þú leyfir okkur að fylgjast með hvernig þér farnast
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.7.2009 kl. 21:16
Takk kæra Rakel................ég kem heim aftur.................ég á heima á Íslandi.............en staðan er bara svona
Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2009 kl. 22:20
Ég verð að leiðrétta eina fljótfærnisvillu í textanum mínum hér að ofan þar átti að standa: „Ég vona að ég auki ekki á samviskubit þitt með þessu innleggi.“ Fyrirgefðu fljótfærnina
Svo vona ég að þú getir snúið heim aftur sem fyrst!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 00:57
Hlakka til að sjá bloggin þín frá Köben. Þar eru líka fallegir garðar og athyglisvert mannlíf.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.