Ishavsfisk

...............Jæja fyrsta vikan í Danmörku liðin......51 eftir. Hm

Og mér líður bara vel.

Skoðaði um helgina "íslensku fiskibúðina" hér á Amager, nánar tiltekið á Amagerbrogade 250.  Þrisvar í viku er flogið með ferskan fisk frá Íslandi....og ég get keypt hann hér nýveiddan. Að kvöldi þess dags sem hann kemur ferskur er hann svo frystur og þú færð hann á 50% afslætti.  Þetta er einhver ódýrasti og besti fiskur sem er fánlegur í Kaupmannahöfn.

Verslunin selur fleiri íslenskar vörur s.s hangikjöt, flatbrauð, Ora grænar baunir og svo framvegis. Kaupmaðurinn lofaði að eiga kæsta skötu og hnoðmör fyrir Þorláksmessu.....svo ég get haldið jól hér.  Það besta er að þetta er í 5 mín göngufæri frá íbúðinni sem ég hyggst flytja í í haust.....ekki amalegur granni það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæl og blessuð Hólmdís.

Meiriháttar að heyra frá þér.

Þú er vel sett að hafa "kaupmanninn á horninu" á næsta horni við þig......og íslenskan fisk..........

Allt fyrsta árið sem ég bjó í Noregi lét ég senda mér mat að heiman og á sama ári leitaði ég sífellt að fiskbúð sem seldi hvítan íslenskan fisk - það tók mig árið að átta mig á því að það var engan hvítan fisk að fá - bara grá brúnan mengaðan....fisk þó hann væri beint upp úr sjónum niðri á kæja.......

Síðan hef ég kunnað að meta Ísland og íslenskar auðlindir að verðleikum.

Á hvernig spítala ertu ? Amager er góður staður það hefur oft verið mikið af Íslendingum þar......

Fóru einhverjar hjúkkur um leið og þú ?

Þér á eftir að líka vel - en þú verður samt fegin þegar þú kemur heim.....

Það er það besta við að fara eitthvað - það er svo gott að koma heim.....

Með bestu kveðju.

Gamlan.............

Benedikta E, 19.7.2009 kl. 23:41

2 identicon

Blessuð. Gott að heyra frá þér. Hvernig er nýji vinnustaðurinn. A.M.K gott að fá almenninlegan ísl. mat. Gandi þér allt vel.

Hér eru flestir komnir í mærudagsfílíng og mikil tilhlökkun.

Bestu kveðjur. M

magga (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jeg snakke ikke dansk¨, men du er dælige pige, smuk, slang og pen!

En engin alvöru húsvísk MÆRA þarna, mín kæra!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

er ekki búin að fá vinnu.  Gamla mín auðvitað verður gott að koma heim en það er líka gott að komast i burtu.

Magga mín verð með þér í anda á mærudögum

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 20.7.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já það fóru fleiri hjúkkur um leið og ég....og til Bretlands og Noregs

Magnús......það fæstíslensk mæra í búðinni:)

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 20.7.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gaman að heyra frá þér.  Gangi þér vel í atvinnuleitinni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2009 kl. 01:12

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Jóna Kolla

Hólmdís Hjartardóttir, 20.7.2009 kl. 02:32

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gaman að heyra í þér .....Bestu kveðjur....

Halldór Jóhannsson, 20.7.2009 kl. 21:32

9 Smámynd: Eygló

Æi, en notalegt að fá hérna "gamlan" bloggvin í kaffi til mín.  Gott þú fylgist eitthvað með okkur.

Gangi þér allt í haginn.

Eygló, 20.7.2009 kl. 21:58

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk MAÍ

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2009 kl. 00:27

11 Smámynd: Offari

Vonandi gengur allt vel í Dannmörk.

Offari, 21.7.2009 kl. 11:01

12 Smámynd: Sigrún Óskars

heppin ertu að hafa þessa fiskbúð

Sigrún Óskars, 21.7.2009 kl. 12:30

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk Offari

Já Sigrún það finnst mér:)

Hólmdís Hjartardóttir, 22.7.2009 kl. 10:44

14 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Gangi þér allt í haginn í Danaveldi - þú leggur kannski inn gott orð fyrir landann hjá drottningunni ef þú rekst á hana - kannski að hún taki við okkur aftur.

Einu sinni dvaldi ég tæplega eitt ár í Noregi og fékk ekki ætan matarbita allan tímann. Fínt að þú ert búin að finna þetta matarbúr.

Soffía Valdimarsdóttir, 22.7.2009 kl. 16:03

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk Soffía......hér er nóg af mat:)

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2009 kl. 08:46

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott að þú hafir eitthvað að borða, mátt nú ekki mikið við sulti greypían!

En sem smáormur gekk ég nánast í flasið á nefndri drottningu er hún var í heimsókn og rosaflott skemmtun var sett upp í Listigarðinum okkar dásamlega og þú veist hvar er, næstumþvíjafndásamlega Hólmdís!Einhver þernuskömm eða hirðmey bjargaði þó því miður húsmóður sinni og beindi orminum fimlega frá!

Einhver falleg Baunabjórvömp annars farin að skvampast nærri þér Dívunni!?

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 00:38

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2009 kl. 08:20

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bannað að svara mér í einhverjum grínmyndum eða brosandi belgjum, er skynbilaður á slíkt!

Hvernig er svo lund og líðan "litlu" sveitastúlkunnar?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 23:42

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einhver vömbin búin að bjóða upp á "Öl & snafs"?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 23:43

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bið  forláts kúturinn minn, já öl og snafs er hluti af dönsku neyslumynstri..............

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2009 kl. 01:37

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að ekki sé nú minnst á "Pölserne" sem snæddar eru græðgislega með hinu tvennu, sveltu þá frekar fyrir komandi sláturtíð en slíku!

Takk fyrir faguryrðið, Sykursnúllan mín!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 22:56

22 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitt og knús á þig

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.7.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband