1.10.2009 | 14:05
Hvenær hefjast handtökur?
.............Fólkið í landinu er orðið óþolinmótt. Hvenær verða stjórmálamenn yfirheyrðir um tengsl sín við bankana? Og útrásavíkinga. Afhverju eru bara 13 manns að rannsaka þessi mál? Fáum við allt upp á borðið hvað varðar greiðslur stórfyrirtækja til flokkanna og einstakra stjórnmálamanna?
Það er hrikalegt í þessu gjörningaveðri að hafa engan fjölmiðil sem maður getur treyst.
Í öllu gróðærinu bjuggum við við hæsta matvælaverð í heimi, hæstu vexti á byggðu bóli. Venjulegt launafólk lifði engu lúxuslífi. Nú erum við mörg við hungurmörk. Þegar sér til botns í grautarskálinni hjá okkur mörgum viljum við sjá þá seku á bak við lás og slá.
Að lokum legg ég til að allir núverandi stjórmálaflokkar verði lagðir niður.
Grunur um fjölda brota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr, en helst vildi ég sjá þá í þrælavinnu þar sem allir geta augum þá litið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2009 kl. 17:14
Verst að Brimhólar skuli ekki vera við lýði enn til að hýsa hyskið og láta mylja grjót.
Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 18:37
Búr á Austurvelli þar sem fólk gæti horft á þá.....og jafvel hrækt hugnast mér afar vel:)
Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2009 kl. 18:50
Ég handtók kallinn minn áðan og kyssti hann rembingskossi, einu handtökurnar sem ég get treyst á að verði framdar
Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 19:30
Ásdís mín var hann ekki sakleysið uppmálað?
Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2009 kl. 20:23
Georg, er ekki tilvalið að "endurvekja" Brimhóla?
Þráinn Jökull Elísson, 1.10.2009 kl. 21:36
Jú, svei mér þá!
Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.