5.10.2009 | 09:52
Fullkomlega galið
...Rétt hjá Huldu. Það hefði átt að reyna að fá hana sem heilbrigðisráðherra.
Starfsfólk Landspítala þekkir ekkert annað en niðurskurð, hagræðingu og manneklu sem hefur farið versnandi ár frá ári. Sennilega er ennþá hægt að fækka stjórnendum og verkefnum sem ekki teljast lifsnauðsynleg.
Nú verður fólkið sem hefur unnið við óhóflegt álag og á of lágum launum verðlaunað með uppsögnum. Höfum við efni á að missa allt þetta fólk úr landi?
Nei....sennilega betra að lækka starfshlutfall og borga atvinnuleysisbætur á móti en kjaraskerðingin er gífurleg. Þeir sem eru á lægstu laununum á spítalanum er kannski nokk sama þvi launin eru ekki langt frá atvinnuleysisbótunum.
Þegar stórir hópar af heilbrigðisstarfsfólki hefur flúið land hættir það að sjálfsögðu að borga skatta og algerlega óvíst að það snúi aftur heim.
Þetta er stórslys.
Skerum frekar utanríkisþjónustuna alveg niður....
Aðskiljum ríki og kirkju.....
Skerum niður í stjórnsýslunni.....
Hættum að styrkja stjórnmálaflokka....
Hættum að borga 250 þús í dagpeninga á dag þegar elítan skreppur til útlanda...og fækkum ferðum við lifum við góð fjarskipti...
tökum skúffupeninga af ráðherrum
leggjum niður forsetaembættið...
Allt er betra en skera niður grundvallarmannréttindi......gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun...
Flatur niðurskurður hættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyr - heyr... svo innilega sammála þér Hólmdís....
Imba sæta (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:02
hugsaðu þér bullið með dagpeningana - og skúffupeninginn - margir ráðherrar lækka ekki skúffupeningin - þetta lýsir þeim bara
Sigrún Óskars, 5.10.2009 kl. 10:48
Rétt hjá þér stelpa.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 13:16
Ísbrjóturinn er nauðsynlegur.
Offari, 5.10.2009 kl. 13:18
takk öll fyrir innlit.....mér er full alvara:)
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2009 kl. 14:37
Versta aðferð sem hægt er að nota. Skilar engu nema hruni en ástæðan fyrir því að menn velja þessa leið er, að hin leiðin krefst mikillar vinnu og yfirlegu og starfsfólk ráðuneytisins nennir því hreinlega ekki.
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 15:30
Sammála því Finnur...........þetta er óbætanlegt skemmdarverk
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.