Þetta kallar á byltingu

Allt að 80 ára leynd yfir viðkvæmustu upplýsingunum í skýrslu Rannsóknarnefndar

althing2.jpgÞrátt fyrir fyrirheit stjórnmálamanna landsins í kjölfar bankahrunsins þess efnis að hrunið yrði rannsakað í kjölinn og allar upplýsingar yrðu upp á borðum er Alþingi mjög að draga úr allri upplýsingagjöf með nýjum lögum um Rannsóknarnefndina. Allra viðkvæmustu upplýsingarnar sem þar birtast munu ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en árið 2090.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Mun 80 ára leynd þannig hvíla yfir upplýsingum er Alþingi ákveður að sé of viðkvæmt fyrir almenningssjónir en í þann hóp falla meðal annars fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem hlut áttu að máli. Skulu slíkar upplýsingar verða dulkóðaðar og færðar til geymslu í Þjóðskjalasafninu. Verða þannig allra viðkvæmustu upplýsingarnar engum ljósar fyrr en árið 2090.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, segir aldrei hafa staðið til að birta allar upplýsingar sem nefndin kemst yfir en segist gera ráð fyrir að nefndin sjálf muni gera opinber þau gögn er hún telur að eigi erindi til almennings. Skýrslan verði eins tæmandi og hægt hafi verið að gera hana á þeim tíma sem til stefnu var.”En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsingar og ég geri ráð fyrir að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum.”

Rannsóknarnefndin mun skila skýrslu sinni þann 1. febrúar næstkomandi eftir að hafa fengið þriggja mánaða viðbótarfrest á birtingu hennar. Hefur Páll Hreinsson, sem leiðir nefndina sagt opinberlega að þær upplýsingar sem fram komi í febrúar séu verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni. Lét hann slík ummæli falla nokkru áður en nefndin sótti um viðbótarfrest svo gera má ráð fyrir að þær verstu fregnir sem Páll talar um í október hafi versnað enn síðan þá.

Tekið af Eyjunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þvílíkur skrípaleikur, mér er óglatt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já mér er líka óglatt

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2009 kl. 01:31

3 Smámynd: Eygló

Þetta er eins og að fara í rannsókn vegna e-a kvilla en svo mætti ekki segja okkur eða lækninum, niðurstöðurnar fyrr en hinn lasni hefur legið í gröfinni í svo sem eins og hálfa öld!  Eitthvað þarf að skýra þetta betur, ef við eigum að geta skilið þessar aðferðir.

Eygló, 2.12.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Offari

Verst að eiga ekki fyrir tímavél.

Offari, 2.12.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband