26.1.2009 | 14:10
Þjóðstjórn undir forystu D
Nei takk.
Utanþingsstjórn er besti kosturinn. Vinsti stjórn undir forystu Jóhönnu er næstbesti kosturinn.
Mótmælum mun ekki linna fyrr en Davíð fer úr SÍ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.1.2009 | 13:16
Til hamingju Ísland
26.1.2009 | 11:47
Korter í fréttir
Almenningur vill utanþingsstjórn. Ég held að flestir geti sætt sig við það. En ég held að það verði ekki tíðindin. Vísir segir að búið sé að mynda vinstri stjórn.
Ég held að stjórnin ætli að lafa áfram með mikilli uppstokkun.
![]() |
Rafmögnuð stemmning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 21:54
Enginn þrýstingur?
,,,,,,,er Alþingishúsið hljóðeinangrað? Björgvin segir að enginn þrýstingur hafi verið á sig að segja af sér. Það má vera að enginn þrýstingur hafi verið á hann innan ríkisstjórnarinnar. En það mætti benda þeim sem enn sitja í ríkisstjórn að það hafa þúsundir Íslendinga mætt á mótmælafundi víða um land til að ÞRÝSTA á að ríkisstjórnin segi af sér.....og við viljum breytingar í FME (búin að fá það og SÍ.
Á morgun fáum við vonandi góðar fréttir.
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2009 | 20:42
Árásir á Hörð skiluðu árangri.....
Ég held að aldrei hafi fleiri mætt á Austurvöll. Mér heyrðist að fólk áliti vera á milli 8 og 9 þúsund manns þarna. Fjölmiðlar reyna að tala það niður í 5000. Ég sá engan lögreglumann á Austurvelli. Ég kom ekki að fyrr en um klukkan fjögur. Og vá hvílik stemning. Fastur takturinn hljómar enn í eyrum. Mér datt í hug Karnival í heitu landi. Herði voru færð blóm.
það er spurning hvort við mótmælendur verðum næsta útflutningsvara. Úthaldið er farið að hrífa nágrannaþjóðirnar. Við vekjum athygli og AÐDÁUN í öðrum löndum. Þar er ekki skrifað um skríl.
Ég er stolt af okkur.
![]() |
Íslensk mótmæli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 03:04
Hver á að biðjast afsökunar?
Bloggheimar hafa logað í dag eftir að MBL birti afbakað "viðtal" við Hörð Torfason. Fólk gleypti þetta hrátt. Ég legg til að fólk hlusti á viðtalið og biðji svo Hörð afsökunar á rætnum skrifum. Morgunblaðið ætti líka að biðja HT afsökunar.
Sigur er ekki unninn enn.
Hvet alla til að mæta á Austurvöll klukkan 15:00 á morgun.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 16:33
Auðvitað halda mótmælin áfram.
Hér hefur ekkert gerst sem stöðvar mótmælin. Jafnvel þótt búið sé að ákveða kosningar í vor. Enginn hefur enn axlað ábyrgð og sama fólkið situr í öllum embættum.Er búið að skipta um stjórn FME og SÍ? Hélt ekki.
Ég óska bæði Geir og Ingibjörgu góðs bata og velfarnaðar í framtíðinni. Og engin ástæða til að ætla að þau nái ekki fullum bata. En við getum ekki látið af kröfum okkar af samúð við þau. Mér sýnist fólk vera að ruglast dálítið í ríminu vegna veikinda þeirra.
Ríkisstjórnin á að segja af sér strax.
![]() |
Róleg mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 08:47
Appelsínugula byltingin.
...............það var vel til fundið að fólk sem er á móti ofbeldi merki sig appelsínugulu. Liturinn ber líka með sér sól og hlýju ekki veitir af. Reyndar gætu ofbeldisseggir svo sem líka hengt eitthvað appelsíugult á sig.
Friðsamir mótmælendur eru hvattir til að hætta mótmælum eftir klukkan 20:00 í kvöld föstudagskvöld og eins á laugardagskvöld. Annars er viðbúið að öldurhúsagestir í mismiklu stuði geti hleypt öllu í bál og brand. En kuldinn getur kannski varnað því.
Þetta er allt að hafast. Reyndar er ég svartsýn á aðvið fáum utanþingsstjórn....flokkarnir vilja allir vera með puttana í málum.
![]() |
Friðsamleg mótmæli í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 10:12
Svartir sauðir.
..............Það er sorglegt að ofbeldisseggir í annarlegu ástandi skuli notfæra sér friðsæl mótmæli til að fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar. Það að henda gangstéttarhellum í fólk er ekkert annað en morðtilraun og á að meðhöndla þannig. Það gladdi mig að almennir mótmælendur slógu skjaldborg um lögreglumenn til að verja þá. Ég kom tvisvar að mótmælunum í gær og fór þá allt vel fram. Fólk barði sín pottlok og kallaði "vanhæf ríkisstjórn" Ég fordæmi skemmarverk....og í morgun sá ég að nokkrar rúður höðu verið brotnar í Alþigisshúsinu. Til hvers?
En ég er ákaflega ósátt við piparúða og táragassnotkun lögreglu sem mér sýnist óhófleg. Og hættuleg og beinlínis til þess fallin að espa óróaseggi. Almenningur er ekki í stríði við lögregluna. En innan hennar eru greinlega líka óróaseggir. Það eru svartir sauðir alls staðar.
Mótmælin beinast að svörtu sauðunum í ríkisstjórn. Sem eru á útleið.
Ég er stolt af friðsamlegum mótmælendum sem hafa staðið vaktina síðan í oktober. Og okkur er að takast ætlunarverkið. Látum ekki skemmdarvarga eyðileggja það fyrir okkur.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
21.1.2009 | 21:23
É á´edda
sagði Geir eins og lítið barn. Enginn nema ég get bjargað málum. Ég er svo meðvirk að ég er farin að finna til með honum. Veruleikafirringin er alger. Enginn forsætisráðherra hefur verið hrakinn frá völdum með slíkri skömm. Ég trúði því í dag að dagar mótmæla væru taldir menn gætu ekki lengur þrjóskast við. En nei BB ætlar að efla lögregluna. Og Geir ætlar að sitja áfram. Fallið verður því hærra.
Það verður enginn friður í samfélaginu fyrr en Geir vaknar. Við munum halda áfram mótmælum þangað til. Svo lengi sem þarf. Þetta er farið að vekja verulega athygli út um allan heim að enginn axli ábyrgð hér.
Samfylkingin fundar núna undir trumbuslætti....ég held að flokkurinn vilja ekki þetta samstarf lengur. Ólgan er slík að ekki er sætt lengur. Það verður langt þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn á ný.
![]() |
Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |