Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.4.2009 | 09:39
Beta litla
........ja hérna það er eins og Beta sé dvergvaxin við hliðina á Óbama. Það rýrnar allt í kreppunni.
Annars finnst mér merkilegt að í London voru 5000 manns að mótmæla og það vakti mikla athygli. 5-10 þúsund manna mótmæli hér þóttu ekki mikið! 5000 lögreglumenn voru að störfum að fylgjast með mótmælendum í London.
Í morgun þegar ég gekk fram hjá Alþingishúsinu og horfði á sprungnar rúðurnar datt mér í hug að rétt væri að láta þær vera svona.....sem góð áminning til þeirra sem þar sitja. Það hvarflar ekki augnablik að mér að tími mótmæla sé liðinn.
Við erum rétt að byrja að sjá eymdina sem blasir við.....aldrei fyrr hefur reynt svona á okkur sem sjálfstæð þjóð. Sænskt aprílgabb var á þá leið að þeir hefðu tekið Ísland að sér og innlimað í sænska ríkið og trúðu svíar þessu en voru víst mishrifnir.
Lengi getur vont versnað.......en svo batnar það!
Viðræðurnar að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 17:30
Nú fer gjaldeyririnn að flæða inn í landið...
.....Þegar brottflúnir Íslendingar reyna að borga skuldir sínar með útlendu laununum sínum. Það hefur hreinlega hvarlað að mér að það sé ástæða þess að svo lítið hefur verið gert til að forða fólki frá því að lenda í hyldýpisskuldum.......að það það sé þjóðhagslega hagkvæmt að fólk flýji til annara landa og sendi gjaldeyri heim.
Það er ekki ávísun á velsæld í útlöndum að þurfa að borga húsnæði í tveimur löndum..
Vona að einhverjum hafi tekist vel að ljúga að ykkur í tilefni dagsins. Það er reyndar logið að okkur alla daga svo tilbreytingin er lítil......
Krónan styrktist um 2,11% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 03:00
Já en þau voru bara smávægileg.
....jú það voru gerð mistök....við erum svo stórmannlegir að viðurkenna það.
Og við biðjum sjálfstæðismenn afsökunar á því. Sem hafa komist að þeirri skotheldu niðurstöðu að stefnu flokksins er ekki um að kenna heldur fólkinu sem átti að framfylgja stefnunni.....samt eru flestir í framboði aftur. Þau gera varla sömu mistökin aftur?
Þessi mistök voru ekki meiri en svo að við sjálfstæðismenn munum flestir komast vel af....lýðurinn er að missa sitt lifibrauð og flýja land......en þetta var hvort sem er ótýndur skríll. Vinstri sinnað og alles...kommon farið hefur fé betra.
Þið kjósið okkur auðvitað aftur....því ef vinstri menn fara að stjórna hér gæti farið illa. Við vörum við því
Ef hér verður vinstri stjórn við lýði gæti allt farið á versta veg......Og þó börnin skuldi smávegis við fæðingu þá angrar það þau ekkert litlu skinnin...þau eru ekkert að hugsa um peninga.
x-eymd
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
26.3.2009 | 11:32
Er það nú óhætt?
......er það ekki forgangsmál að halda sendiráði í Managua opnu?
Nei lokum nokkrum i viðbót og notum aurana þar sem þeirra er RAUNVERULEG þörf. Það er mál til komið að við áttum okkur á hvað við erum mörg......eða fá. Við verðum að hætta að sýnast.....
Enda allir komnir með nóg af okkur í bili.....sjáum til eftir 100 ár
Sendiráði Íslands í Managua lokað 1. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 14:38
Ég gleðst yfir hverju hænufeti...
.......en allt er þetta í "slow motion".
Það er með miklum ólíkindum hvað menn hafa dregið lappirnar í þessu máli...
En við verðum að treysta því sem Joly sagði.....það er enn hægt að rannsaka þessi mál og draga fólk fyrir dóm.
Endilega verum með háværar kröfur fram að kosningum....nú er rétti timinn til að kría út loforð...
Saksóknari fær 16 fastráðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2009 | 17:59
Og er þá allt í lagi?
......Er sðleysi í lagi ef ekki kemst upp um það?
ja maður spyr sig.
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 09:23
Hnífurinn er beittur.
.........Ég hef unnið í 27 ár sem hjúkrunarfræðingur og man ekki eftir öðru en að stöðugt hafi verið hagrætt og mannekla hafi verið viðvarandi....og farið versnandi. Það hefur alltaf verið gífurlegt álag á Landspítala og oft erfiðar vinnuaðstæður. Laun heilbrigðisstarfsmanna hafa þó ekki hækkað í takt við eftirspurn.
Þrengsli hafa verið mikil og sjúklingar hafa þurft að liggja á göngum spítalans sem er auðvitað engan veginn boðlegt.
Í nótt talaði ég við grátandi aðstandanda gamals manns sem nýlega fór inn á hjúkrunarheimili. Hann er skýr en deilir herbergi með tveimur heilabiluðum mönnum....sem hann hefur aldrei þekkt....
Í gær voru enn fréttir af því að MS sjúklingar séu sviknir um lyfjagjafir.
Ég veit að ýmislegt er hægt að spara á þessum stofnunum......nokkuð sem ég ætla að leyfa mér að kalla slæðuverkefni hér.....
Landakot er að fara í gegnum niðurskurð.....þar verður plássum fækkað...og það er ástæða þess að ég er af alvöru að hugsa um að gerst flóttamaður frá Íslandi...
Ég vildi sjá miklu meiri niðurskurð í Utanríkisþjónustunni áður en sjálfsögð réttindi sjúklinga eru skert frekar.....
Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 14:24
Margir grænmetisbændur á Kjalarnesinu.
....Kannski við ættum bara að leyfa þetta og eyða peningunum í annað en að eltast við þetta?
Ég veit það ekki....
Önnur stór verksmiðja upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 00:47
How do you like Iceland...?
.................það spyr varla nokkur svona lengur. Við erum hnípin þjóð í skelfilegum ógöngum.
Ég held að ekkert okkar geri sér grein fyrir hvernig ástandið verður hér....við getum einfaldlega ekki meðtekið þetta....enn fjölgar á atvinnuleysisskrá.....
Daglegar fréttir af ómanneskjulegum niðurskurði samanber Grensás...Mikill niðurskurður á þjónustu við aldraða samanber....Landakot.
Þótt mig hafi aldrei langað að flytja úr landi.....hef ég sæst á að gera það....
Það er langt gengið að menn séu handteknir í öðrum löndum fyrir að bera sig saman við Ísland.......
Obama neitar samlíkingu við Ísland líka....
Loksins urðum við heimsfræg......
Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2009 | 11:36
Hvernig er mögulegt að loka deild á Grensási?
.....Enginn dvelur þar að gamni sínu. Þetta verður bara tilfærsla á kostnaði.....við verðum að sinna þessu fólki og það á samkvæmt lögum rétt á þessari þjónustu........því sé ég þetta sem lögbrot......
Sjúklingum mun ekkert fækka við allan niðurskurðinn......
Öldruðum fækkar ekkert þótt lokað sé á þá......
Viðvarandi mannekla hefur verið á sjúkrahúsum. Og nú er verið að fækka starfsfólki.....
Ég vil ekki fylgjast með.....þetta er svo skelfilegt
Erfitt að hindra skerðingu heilbrigðisþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)