Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.3.2009 | 01:38
Bull
Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 01:43
Sjálfsbjargarviðleitni er ekki leyfð
........hvernig væri að rýmka reglurnar í kreppunni?....Áfengisverð sem var í himinhæðum fyrir hrun er orðið stjarnfræðilegt.......Við erum reyndar orðin vön að tala um milljarða....svo kannki er þetta bara piece of cake?
En ég er ekki einu sinni að grínast. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að leyfa brugg frekar en að eyða dýrum gjaldeyri í mjöðinn.....
Fólk heldur áfram að skemmta sér, drekkja sorgum sínum og fagna sigrum......hugsið ykkur bara kosninganóttina...:)
Lögreglan lokaði bruggverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 01:24
Afhverju er alltaf litið á fullorðið fólk sem byrðar á samfélaginu?
.....Það gleymist ALLTAF í umræðunni um hjúkrunarheimili að fólk borgar fyrir dvölina. En þetta er tekjutengt. Haldið þið að einhver heimili velji skjólstæðinga eftir tekjum? Ég hef vissu fyrir því að það hefur verið gert.
Afhverju er alltaf talað um að hjúkrunarheimili séu dýr? Launakostnaður? Starfsfólkið fær lægstu laun sem greidd eru í landinu. Fyrir þunga vinnu. Og yfirleitt held ég ekki að það sé nokkur lúxus í boði.
Lúxusfæði? Nei...og sums staðar afar fábrotið og tilbreytingarlaust...
Mikil afþreying....Nei
Mikil þjónusta? Nei alls staðar lágmarksmönnun....
Við eigum að skammast okkar Íslendingar og búa miklu betur að öldruðum sem hafa borgað sína skatta til samfélgsins alla ævi.
Eiginkonurnar settar út á götu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 19:53
Við nánari athugun..
Hefur verið sagt upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 11:01
GLEÐUR MIG AÐ TILKYNNA
Leiðbeiningar um sálræna skyndihjálp gefnar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 10:36
Kvenmannslaus í kulda og trekki
Illugi sigraði í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 01:12
Öfugmæli dagsins
Þingmenn njóta mikils trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 02:43
Æ það eru að koma kosningar
....einu sinni enn.
Traust á stjórnmálamönnum hefur sennilega aldrei verið minna en núna. Og ótrúlega fáir þeirra hafa í raun staðið sig vel. Þess vegna er það alveg stórmerkilegt hve margir þeirra bjóða sig fram á ný.
Afneitunin er mikil. Mat á eigið hæfi brenglað.
Skoðanakannanir gera mig ekki bjartsýna.
Þjóðin vill breytingar. Nýtt fólk. Ný andlit. Nýjar raddir.
Allt of margir sitjandi þingmenn þekkja ekki raunheima....heldur hafa gert stjórnmál að ævistarfi og hafa aldrei deilt kjörum með fólkinu i landinu.
Við þurfum venjulegar Gunnur og venjulega Jóna inn á Alþingi. Við þurfum fulltrúa fyrir venjulega launþega. Sem gleyma ekki um leið og þeir setjast í stól á Alþingi fyrir hverja þeir eru að vinna og hverjir borga launin þeirra.
Mér finnst erfitt að finna út hvernig ég geti haft mest áhrif á framhaldið.
13.3.2009 | 12:18
Noregur kallar....á hjúkrunarfræðinga.
.....Ég hef tekið ákvörðun um að fara til Noregs. Það hefur hreint ekki verið á mínum óskalista að flytja úr landi..en ég ætla að sætta mig við það. Og lít á það sem tímabundið. Byrja á einu ári....
Ég fór á fund norskra hjúkkuveiðara í morgun.
Lægstu laun eru yfir 100 þús kr hærri en ég hef með 27 ára starfsaldur hér. Skattar 28%. Fríar ferðir á milli landa. Frítt húsnæði ef ég sætti mig við lítið pláss.
Vinnuvikan er 35,5 klukkutímar!! Og ég ræð hvenær og hvernig ég vinn.....
12 hjúkrunarfræðingar tóku ákvörðun í gær að fara....sennilega 6-7 í dag.
Áhugasamir hafi samband við www.adecco.no.
12.3.2009 | 19:39
Atvinnulaus aftur!
.........þetta líf er svo skrýtið þessa dagana. Ég varð atvinnulaus í nóvember en var svo heppin að fá vinnu fljótlega. Íslenskur veruleiki er sá að maður má þakka fyrir að hafa vinnu. Ég fékk vinnu á Landakoti og var strax gert ljóst að mikil óvissa væri framundan. Óvissunni hefur verið eytt, mikill niðurskurður framundan og fólki fækkað á vöktum. Ég hef vinnu til 1. maí.
Fólk sem hefur staðið vaktina á lágum launum og viðvarandi manneklu er verðlaunað með því að að auka álagið á það og því er gert að hlaupa hraðar.
Blessuð sé minning Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)