Atvinnulaus aftur!

.........þetta líf er svo skrýtið þessa dagana.   Ég varð atvinnulaus í nóvember en var svo heppin að fá vinnu fljótlega.  Íslenskur veruleiki er sá að maður má þakka fyrir að hafa vinnu.  Ég fékk vinnu á Landakoti og var strax gert ljóst að mikil óvissa væri framundan.   Óvissunni hefur verið eytt, mikill niðurskurður framundan og fólki fækkað á vöktum. Ég hef vinnu til 1. maí.

Fólk sem hefur staðið vaktina á lágum launum og viðvarandi manneklu er verðlaunað með því að að auka álagið á það og því er gert að hlaupa hraðar.

Blessuð sé minning Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vertu bjartsýn elskan, kannsi verður þú búin að fá aðra vinnu þá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Offari

Okkur vantar barnapíu hér á Austurlandi.

Offari, 12.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góðar kveðjur til þín Hólmdís.....

Halldór Jóhannsson, 12.3.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Miðað við lokaorð þín, þá ferð maður með þetta í þátíð.

Ísland var land þitt og ávallt þú geymdir,

Ísland í huga þér hvar sem þú fórst.

Pólverjar flúðu hér allskonar eymdir,

þótt ennþá sé Dorrit á klakanum stórst.

Takk fyrir skemmtileg innlit og gangi þér vel.

ÞJÓÐARSÁLIN, 12.3.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú varst heppinn. Mér hefur ekki gengið sem skyldi í atvinnuleit.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi færðu aðra vinnu áður en þessari lýkur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 00:32

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll......fer til Norge

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 12:20

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já af hverju ekki ég mundi gera það ef ég væri yngri og á vinnumarkaðnum.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 12:25

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk Milla

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 13:01

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ætla sko til Húsavíkur fyrst

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já og þú kemur að heimsækja mig hér er alltaf opið hús elskan og kaffi á könnunni.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 13:11

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

stefni að því

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband