Afhverju er alltaf litið á fullorðið fólk sem byrðar á samfélaginu?

.....Það gleymist ALLTAF í umræðunni um hjúkrunarheimili að fólk borgar fyrir dvölina. En þetta er tekjutengt.  Haldið þið að einhver heimili velji skjólstæðinga eftir tekjum?  Ég hef vissu fyrir því að það hefur verið gert.

Afhverju er alltaf talað um að hjúkrunarheimili séu dýr?  Launakostnaður?    Starfsfólkið fær lægstu laun sem greidd eru í landinu.  Fyrir þunga vinnu.   Og yfirleitt held ég ekki að það sé nokkur lúxus í boði.

Lúxusfæði?  Nei...og sums staðar afar fábrotið og tilbreytingarlaust...

Mikil afþreying....Nei

Mikil þjónusta?  Nei alls staðar lágmarksmönnun....

Við eigum að skammast okkar Íslendingar og búa miklu betur að öldruðum sem hafa borgað sína skatta til samfélgsins alla ævi.


mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjartanlega sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:25

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

getur ekki verið Sigrún......

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sumt fólk gefur íbúðir sínar til þess að fá pláss á elliheimilum.  Svo borgar það allt sjálft, ellilaunin, lífeyrissjóðinn og alla þá peninga sem hægt er að kreista út úr því.  Það er skömm að þessu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Velferðarþjóðfélag hvað????

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 17.3.2009 kl. 09:40

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

En það benti ein mér á það að konan er samt með 346.þús. á mánuði.  Það er alveg spurning hvort það séu ekki einhverjir sem hafa það lakar????

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SEmsagt, "Herinn" væri ekki síðri en hjúkrunarheimili? Þar væri allavega ódýrar að búa og borða, en spurning með hjúkrunina sjálfa kannski? yrði þó fyrsta flokks á andlega sviðinu, því gæti ég nú trúað!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband