Færsluflokkur: Menning og listir
6.10.2009 | 00:56
Sýning á verkum Eggerts Péturssonar.
....Nú stendur yfir sýning á verkum Eggerts Péturssonar á Nordatlantiske Brygge hér í Kaupmannahöfn. Frábær sýning sérstæðs listamanns.
Það er sorglegt að sjá hve fáir hafa skrifað sig í gestabók því þetta er sýning sem virkilega er áhugavert að skoða.
Hvet alla Íslendinga búsetta í borginni og þá sem leið eiga um að gefa sér tíma til að líta við.
Það er þess virði.
21.6.2008 | 12:53
Keikó
Þarf ekki að grafa hann upp og setja hann á Hvalasafnið á Húsavík? Ekkert vit að hafa hann í vanhirtri gröf í Noregi. Hver vill borga ? Þetta er örugglega dýrasti hvalur sögunnar og því ekki að halda áfram að spandera í hann.
Keikó gleymdur og grafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2008 | 16:56
Sjónvarpsdagur
Í dag horfði ég á frábært viðtal Egils Helgasonar við Sigmund Davíðsson. Myndirnar sem fylgdu viðtalinu voru frábærar og hljóta að hafa vakið einhvern af Þyrnirósarsvefni. Þátturinn er endurtekinn í kvöld og skora ég á þá sem misstu af þessu viðtali að horfa í kvöld. Datt svo inn í matarþátt að þessu sinni frá Líbanon og varð bara alveg dáleidd. og í kvöld er svo Forbrydelsen sem er ekkert smá spennandi. Sem sagt stundum er nú dagskráin góð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2008 | 20:51
Hús í fóstur
Í Feneyjum tíðkast að stórfyrirtæki taki hús(hallir) í fóstur. Allir græða á þessu. Góð auglýsing fyrir fyrirtækin og húsin fá þá :umönnun: sem þau eiga skilið. Í Reykjavík er mikið um hús í niðurníðslu td á Hverfisgötunni. Eigendur hafa ef til ekki efni á að gera þau upp enda óheyrilega dýrt. Gæti verið góð auglýsing fyrir fyrirtæki að taka þátt í að gera þau upp.
8.1.2008 | 01:35
Laugavegur 4-6
Einhvern veginn held ég að lítið sé eftir af upprunanum í þessum hreysum. Þau eru forljót. Auðvitað væri gaman að færa þau til upprunans en ég held ekki að þetta hafi nokkru sinni verið miklar perlur. Miklilvægast er að halda svip Laugavegarins. Byggja þarna nýtt sem fellur að götumyndinni. Sálarlaus steinkumbaldi á ekki heima þarna. Ekki nokkur ástæða að eyða stórfé í að flytja þau í Hljómskálagarðinn. Við getum notað sameiginlega sjóði svo miklu betur. Þegar ég skoða aðrar borgir eyðir maður lengstum tíma í gömlu miðborgunum, þar er sjarminn mestur. Ekki allt gamalt er fallegt. Mörg hús voru byggð af vanefnum og því lítils virði frá upphafi. Hins vegar ætti heildarmynd Þingholtanna að vera friðuð. Mér þykja Lækjargötunýbyggingarnar forljótar og úr takti við umhverfið. Hverfisgatan er öll í niðurníðslu, fáum húsum sýndur sómi. Því miður Reykjavík er bara ekki falleg borg. Veggjakrotið og skelfileg umgengnin er ljótur blettur. Þó hafa krotarar hlíft Þjóðmenningarhúsi og Þjóðleikhúsi en hafa stórskemmt hina fallegu Heilsuverndarstöð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 13:30
Auglýsingahlé í Áramótaskaupi
Þetta er fádæma ósmekklegt að setja auglýsingahlé í áramótaskaupið. Ég mun þó missa af þessu skaupi vegna vinnu. Er ekki hægt að sammælast um það að vera laus við auglýsingar á hátíðisdögum? Er hætt að selja ómengað jólaöl eða hvítöl? þ.e. án appelsíns.