Færsluflokkur: Íþróttir
27.8.2008 | 21:04
Hvar er Dorrit?
Ég sá hana hvergi. Búin að hlakka svo til að sjá hana. Annars er ég búin að sitja límd við sjónvarpið með rekju í augum. Ég var hrærð eins og þegar ég hlusta á Mahalíu Jackson syngja " Heims um ból". Liðið fékk frábærar móttökur.....u.þ.b 50 þúsund manns tóku á móti þeim. Nú er gaman að vera Íslendingur.
Svo sé ég að ég er búin að fá nöfnu á bloggið.....á þær nú ekki margar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2008 | 12:18
Gott mál......gerum meira.
Reisum öndvegissúlu úr steini í Laugardalnum með nöfnum afreksmanna í íþróttum
Þar fengju Grettir Ásmundarson, Jón Páll Sigmarsson og allir Ólympíuverðlaunahafar sitt nafn greypt í stein.
Það gæti verið mikil hvatning fyrir æsku þessa lands að stefna að því að fá nafnið sitt greypt í súluna.
HSÍ fær 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 14:16
REISUM STEINSÚLU Í LAUGARDALNUM MEÐ NÖFNUM AFREKSMANNA Í ÍÞRÓTTUM.
Við eigum virkilega að halda á lofti nöfnum afreksmanna í íþróttum. Hvað væri glæsilegra eða betur við hæfi en há steinsúla þar sem nöfn afreksmanna í íþróttum væri greypt í stein. Hafa súluna svo háa að hún sæist víða að úr borginni. Þetta fólk eru bestu fyrirmyndir sem börn okkar geta átt. Gaman og verðugt að stefna að því að fá nafn sitt greypt í súluna. Hægt að hafa ljós á toppnum sem aðeins logaði þegar íþróttaafrek hefur verið unnið. Hvað finnst ykkur? Við erum öll í silfurvímu......og getum minnst þess í framtíðinni þegar við lesum á súluna.
Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 12:34
Diagoras.
Var mestur íþróttamaður á Ólympíuleikum til forna. Rhodosbúar nefndu flugvöllinn sinn eftir honum. Við ættum að sína handboltamönnunum okkar þann sóma að nefna til dæmis torg eða íþróttamannvirki eftir okkar mönnum. Eða götur. Og við megum muna eftir öðrum ólympíuhetjum.....látum nöfnin þeirra ekki gleymast. Okkar hetjur.
HETJUR !!!!!!!!!!!!!!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2008 | 10:18
Tárin renna
....Til hamingju Íslendingar. Ég bara grét af gleði við verðlaunaafhendinguna. Er viss um að ég er ekki ein um það. Nú þarf virkilega að verðlauna þá........Nú vitum við að allt er hægt. Þeir koma heim á miðvikudaginn. Það ætti að gefa fólki frí úr vinnu þegar þeir mæta.....flugeldasýning meðfram Reykjanesbraut og kampavín á götum úti. Minna dugir ekki.
Hetjur!!!!!!!!!
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 09:12
Zilfur er znillld
Þetta er frábær árangur Íslenska liðsins. Þeim verður vel fagnað við heimkomu. Þeir geta vissulega verið stolltir strákarnir. Við vildum öll meira.....en við getum öll fagnað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2008 | 14:04
Allt í þessu fína í Kína.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 17:02
Kona í fyrsta sæti reyndist karl.
og því endaði Sigurbjörg Eðvarðsdóttir í 1. sæti en ekki öðru í maraþoninu í London. Frábær árangur. Til hamingju.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 17:53
Hann át hann í morgunmat
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)