Færsluflokkur: Spil og leikir
10.9.2008 | 02:13
Dauðaklukka hjá Brynju Skordal
Samkvæmt dauðaklukku hjá Brynju Skordal mun ég deyja 7. apríl 2030. Það er allt of langt í þetta. Nú verð ég að reykja meira og drekka meira, hreyfa mig minna og borða meira. Ég ætla ekkert að verða svona gömul!!!!!!!!! Í eðli mínu er ég ung. En ok. 23 ár eftir. Þau verða nú fljót að líða. En þá verður varla nokkuð úr heimsendinum annað kvöld. Ég sem ætlaði að kíkja undir skotapilsin og leika mér til hinstu stundar...........neyðist í staðinn að mæta á kvöldvakt á morgun. En til öryggis ætla ég að sleppa stórhreingerningum á morgun
1.7.2008 | 11:24
Grautur í stað heila
hvað fær unga menn til að ógna lífi barna á þennan hátt? Þetta er í raun morðtilraun og ber að taka á því sem slíkri. Það er engan veginn hægt að skilja af hvaða hvötum ungir drengir fremja slíkt óhæfuverk.
Stefndu börnunum viljandi í voða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |