Berlín.

Ég hef aldrei til Berlínar komið en lengi langað. Nú vil ég bara flytja þangað. Þeir gera bara grín að reykingabanninu. Kráareigendur setja skilti í gluggana : hér er drukkið og reykt: Hér á Íslandi ætla þeir hins vegar að taka reykinn af geðsjúkum sem er bara grimmd. Segi og skrifa. Við Íslendingar einhvern veginn ennþá svo mikil ;hjú: Enginn mótmælir almennilega. Ég vil fá Reykhús með góðri tónlist. Þeir sem ekki þola reyk þurfa ekkert að fara þar inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við búum í lögregluríki, hér má ekkert gera, ekki taka bjórinn þinn með út að reykja, ekki setja stól út fyrir reykingafólk án þess að hafa til þess leyfi, ég hef lent í því á lögreglumaður kom inn með stólana tvo sem ég setti út, hann tilkynnti mér að næst yrði gerð lögregluskýrsla ef stóll væri úti

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2008 kl. 03:10

2 identicon

Það er alltaf gengið út í öfgar.Hrafnkell ég trúi ekki að það hafi verið alvont hér í góða veðrinu og verðinu.  Og margir Íslendingar eru fífl. En þegar fólk þrælar myrkranna á milli(það er nú ekki langur tími í bókstaflegri merkingu) orkar það hreinlega ekki að berjast fyrir sínu. Jóna Kolbrún, hefði ég verið á lögregluvakt hefði ég handtekið þig á staðnum, gert stólana upptæka og lokað staðnum. Með lögum skal land byggja og lögreglan hefur ekki merkilegri verkefni á höndum en þetta. og nú blogga ég um það að þræla myrkranna á milli....

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 03:24

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  ég vona bara að þú gangir ekki í lögregluna á næstunni.  Ein löghýðin sem tekur stóla inn ef löggan segir henni að gera það, og stólarnir voru fyrir gamla þreytta viðskiptavini!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2008 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband