Árið 2008

Er þetta fyrsti dagurinn á árinu sem við fréttum ekki af húsbruna? En nú ætla ég að gerast völva og það er sko alveg jafnmikið að marka mig og aðrar slíkar. Ég er ekki frá því að spádómsgáfa hinnar látnu Amy hafi færst yfir á mig. Allavega eftir fráfall hennar sé ég nú framtíðina fyrir. Því miður. Ég hafði verið svo bjartsýn áður. Eftir þau miklu mistök ríkisstjórnarinnar að koma ekki til móts við ASÍ fer allt í strand í öllum kjaraviðræðum. Þrælar þessa lands vilja eiga í sig og á fyrir vinnuframlag sitt. Ástandið á spítulum og hjúkrunarheimilum verður fyrst verulega alvarlegt vegna manneklu. Fólksflótti verður til annara landa. Ríkisstjórnin verður sprungin fyrir páska og það verður stjórnarkreppa. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.      Ólafur Ragnar fær mótframboð úr óvæntri átt. Hann heldur embættinu naumlega. Miklir erfiðleikar verða í borgarstjórn.Í þingkosningum verður mikið um útstrikanir.  Náttúran; það verða 2 eldgos, annað fjarri byggð nálægt Jökli. Hitt suðvestanlands. Tíðar jarðskjálftahrynur um allt land. Veðrið, blautt en hlýtt, góðir kaflar.                     Fjármálafyrirtækjum fækkar(verða sameinuð) Hlutabréf hækka frá 12 feb. Stórum verslunum fækkar m.a. vegna manneklu. Opnunartími verslana styttist. Ófremdarástand í málefnum aldraðra og nánast óeirðir vegna þess. Lítið um afrek íslenskra íþróttamanna. Íslenskur tónlistarmaður slær rækilega í gegn erlendis.  Áfram næg atvinna.  Svona væri lengi hægt að telja en það er nóg fyrir ykkur að vita þettaWink  og þó, öll él birtir upp um síðir og þessi þjóð mun komast að þeirri niðurstöðu að við eigum ÖLL jafnan rétt til að lifa GÓÐU lífi hérna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flott spá, vonandi rætist ekki allt  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.1.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonandi rætist sem minnst eins og hjá öðrum völvum

Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta er skrýtið með verðbólguna. Þú et spámaður sjálfur..

Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2008 kl. 02:49

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hef trú á því að margt af því sem kemur fram í Hólmdísarspá muni rætast, því miður.

Aldraðir hjúkrunarsjúklingar verða fluttir nauðungaflutningum heim eða til ættingja. Erlendu starfsfólki mun fjölga til muna án þess að fá íslenskukennslu eða viðeigandi þjálfun þannig að sá status mun versna. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga mun aukast verulega enda verður ríkið að fá einhvers staðar fjármagn til að standa straum af euknum kostnaði vegna starfsmannaleiga og verktaka. Opinberum starfsmönnum mun fækka umtalsvert og stöður lagðar niður. Betra að einkavæða og kaupa þjónustuna; kúnninn borgar brúsan.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.1.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, það verður þurrt og hlýtt veður í sumar, ég spái því að maður verður úti að vökva allt næsta sumar. Annars held ég að Hólmdísarspáin sé ansi nærri lagi, já því miður, einnig viðbótin frá Guðrúnu Jónu.

Sigrún Óskars, 10.1.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Frábært að þurfa ekki að reikna þetta út sjálfur eða komast óvænt að því hvað landinu líður á nýju ári. Þú ættir að fara í tímaritin og skora kassann á þessari náðargáfu þinni !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Guðrún Jóna því miður mun eitthvað af þessu svarsýnisrausi rætast. Í dag fékk ég að vita það að flestir hjúkrunarfr. hafi sagt upp störfum á DROPANUM. Þrátt fyrir loforð um annað hafa verið ráðnir 3 ómálga starfsmenn í viðbót. Fundur með aðstandanda í gær hjá velferðarsviði. Sigrún vonandi rætist þín veðurspá. Lárus, já mig vantar nýjan starfsvettvang     Bendi Sigrúnu og Guðrúnu Jónu á að þær eru kollegar.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband