11.1.2008 | 03:41
Hlemmur
í framhaldi af umræðum um verndun miðborgarinnar. Ég nota Strætó.(þið vitið ekki hvað ég á erfitt með að skrifa svona orðskrýpi) Ég fer oft um Hlemm. Um miðjan dag svona hvunndags er það yfirleitt án sérstakrar upplifunar. Um helgar og á sérstökum hátíðisdögum verður veröldin önnur. Hversu oft hef ég vaðið ælur, blóð, hland og glerbrot þarna ?. Ég hef gengið inn í slagsmál og stöðvað þau. Ég get ekki horft á það að sparkað sé í höfuð liggjandi manns. Ég hef fylgst með drukknum og vímuðum unglingum pólskum og íslenskum. Ég hef séð rónana fá sér brjóstbirtu og kúgast.... Ég hef mætt nöktum manni á skóm.... Ég hef staðið skjálfandi og beðið eftir bíl án þess að fá nokkurt skjól. Ég held að það versta sem ég hef séð í nokkuri borg hafi ég séð á Hlemmi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:18 | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegur sannleikur. Þetta gæti ég ekki Hómdís. Þessi kaldi veruleiki er einmitt ein ástæðan af mörgum sem veldur því að ég vil ekki búa í Reykjavíkinni.
Þú verður að fara að keyra áður en þú slasast
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:21
Vá, þetta er hrikalegt. Nú þegar kalt er í veðri þá sækir þetta ólukkansfólk í hitann á Hlemmi. Það er kannski þarna allt árið.
Ég er nýhætt að taka strætó, en ég þurfti aldrei að fara um Hlemm. Þegar strætókerfið breyttist þá urðum við að kaupa okkur annan bíl, því miður. (Álftanesbíllinn keyrir bara á klst. fresti og passar ekki við S1)
Hólmdís, passaðu þig á Hlemmi!
Sigrún Óskars, 11.1.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.