Sjónvarpsdagur

Í dag horfði ég á frábært viðtal Egils Helgasonar við Sigmund Davíðsson. Myndirnar sem fylgdu viðtalinu voru frábærar og hljóta að hafa vakið einhvern af Þyrnirósarsvefni. Þátturinn er endurtekinn í kvöld og skora ég á þá sem misstu af þessu viðtali að horfa í kvöld. Datt svo inn í matarþátt að þessu sinni frá Líbanon og varð bara alveg dáleidd. og í kvöld er svo Forbrydelsen sem er ekkert smá spennandi. Sem sagt stundum er nú dagskráin góð.Woundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kannski það sé þess virði að kíkja á dagskránna. Hélt ég myndi andast af leiðindum í gærkvöldi, enn annað hörmulegt laugardagskvöld. Er farin að velta því fyrir mér að taka vaktir á þeim kvöldum, svo hörmuleg finnst mér þau vera.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Athyglisvert viðtal....annars er ég ekki að blanda mér í þetta Laugavegsmál....það er búið að rústa öllum heildarbrag hvort sem er.....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.1.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég missti af Silfri Egils í dag, ég reyni alltaf að muna að horfa, en ég horfi yfirleitt ekki á RUV.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2008 kl. 02:39

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Nú orðið þarf ekki að benda mér á dagskrárliði sjónvarps, stöðvar 2, Skjás 1 og allar hinna - ég er orðin gegnsýrð svo ef eitthvað er, þá er ég stundum fegin að hafa misst af einhverju..... það þýðir að ég hafi eytt einum færri tíma í vitleysu á árinu................ og eru þeir þó orðnir aaannnssi margir

Missti annars akkúrat af þessum Egils-þætti, en Glæpinum danska missi ég aldrei af!!! Ég hlakka til að sjá hann alla vikuna, og þó það væri ekki fyrir annað en "det danske sprog", sem ég elska algjörlega út af lífinu.....   .....hver heldurðu að sé morðinginn?? Það er helgistund heima hjá mér þegar Forbrydelsen er í TV-inu

Lilja G. Bolladóttir, 14.1.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

P.S. En Oh My God, Guðrún Jóna..... mér væri sama þótt það væri engin dagskrá neinsstaðar í sjónvarpinu, ég myndi samt örugglega finna mér eitthvað mikið betra að gera en að vinna..... nema mig bara langaði virkilega í vinnuna

Lilja G. Bolladóttir, 14.1.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

House og Forbrydelsen eru mitt uppáhald. Ég veit ekki hver er morðinginn en pabbinn veit meira en sýnist. Ég vildi gjarnan heyra meiri dönsku og fleiri tungumál reyndar.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband