Heima

Eftir 37 klst ferðalag er ég komin heim. Gott að sjá dæturnar. Nú þarf heldur betur að endurnýja kynnin við frú þvottavél, hér er haugur af óhreinu taui og eg bar með mér heim fulla ferðatösku af skítugum þvotti.....og enn á eftir að taka niður grenið hér við innganginn. En ég er himinsæl með ferðalagið mitt. Í víetnömsku er bæði stórt og lítið ð. Borið fram sem d. Gjaldmiðillinn er Ðong. En hvergi fann ég lyklaborð með ð. Dæturnar sveipuðu sig vietnömsku silkisloppunum sem greinilega hittu i mark enda mjög fallegir. Þetta voru eins og jólin fyrir þær þegar ég tók upp úr töskunum og þær alsælar. Búnar að taka til allt nema ungmeyjarsvítuna!!! Ég hef flogið með 4 flugfélögum í þessari ferð. Alls staðar var boðið upp á blauttuskur og fría drykki nema hjá Icelandair. Minnstu matarskammtarnir voru hjá Icelandair. En ég græddi 8 klst hingað frá HongKong og nú er bara að aðlagast hversdagslífinu á ný,stórþvottur á morgun, vinna á mánudaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin heim, og það er gott að sjá íslensku stafina hjá þér aftur Þetta hlýtur að hafa verið erfitt ferðalag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2008 kl. 03:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég gat nú sofið af og til í fluginu og er bar ótrúlaga fersk. Svaf frá 10 -02 núna!!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 03:53

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Velkomin heim Hólmdís.  Það er ekkert nýtt að Icelandair er að spara við farþegana sína. Mest lagt uppúr söluvagninum, þar sem flugfreyjurnar eru að selja varninginn sinn. Jú, það eru þær sem græða á sölunni.

Sigrún Óskars, 24.2.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Velkomin heim. Þú ætlar þér ekki langan tíma til að ,,snúa ofan af þér", úff hvað þú ert brött

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Velkomin til landsins, Hólmdís

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.2.2008 kl. 20:29

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll sömul

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband