1.mars 2008

Gleðilega hátíð. Fallegt veður í tilefni dagsins. Afmæli bjórsins á Íslandi. Nýr bjór settur á markað í dag; Skjálfti. Gott nafn á bjór eins og Kaldi er líka. Ég man þegar ég kom frá Kaupmannahöfn um árið og var boðið upp á bjórlíki á öldurhúsi. Ég hreinlega hélt að verið væri að gera grín að mér. Ekki þótti mér drukkurinn góður. Ótrúlegt að bjór hafi ekki verið leyfður hér fyrr.  Og mikil skelfingar ósköp er til af góðum bjór ss.Pilsner Urquell sem ég held að sé heimsins besti bjór og svo er nú Amstel góður. Drakk einn góðan Guinness í London um daginn. Belgar framleiða yfir 800 teg. svo ég er ekki búin að smakka þá alla en þar eru margar góðar tegundir. Á Íslandi kaupi ég gjarnan Egils Lite. Smakkaði í gær PáskaKalda og var hann ágætur. Reyni að smakka alla jóla-páska og Þorrabjóra. Enda er innkaupakarfan skrautleg þegar er valinn einn af hverri tegund. Það kom mér ánægjulega á óvart hvað bjórinn í VíetNam er góður en löng hefð er fyrir bjórframleiðslu þar. Saigon bjór og Hanoi bjór báru af. Annars er gaman að ferðast um Evrópu og smakka staðbundnar bjórtegundir sem eru lítið þekktar utan síns heimasvæðis. Einn vetur var ég á Egilsstöðum og ætlaði að ná mér í jólabjór, fór margar ferðir og var hann uppseldur amk x 3!!! Ekki halda að ég hafi ekki keypt mér eitthvað annað í staðinnWink En í BNA er fátt um fína drætti í þessum efnum, þar verður að kaupa innfluttann bjór, pissið þeirra er svo lélegt. Ég fæ mér oft bjór, hann virkar á alls kyns óáran svo sem leti,deyfð og frábær ef ég er með ónot í maganum. Tala nú ekki um ef ég ætla að skemmta mér. Í starfi mínu hef ég séð bjórinn gera kraftaverk á körlum með þvagvandamál og svo bætir hann auðvitað geðið og svefninn. Annars legg ég til að við tökum okkur Dani og Belga til fyrirmyndar og leyfum bjórneyslu í vinnutíma. Mér skilst að í Belgíu sé algengt að drekka 3 í hádeginu. Og í Danmörku mátti drekka amk 3 á vinnutíma. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Heyrðu mig Hólmdís, hefur þú aldrei smakkað Newcastle bjórinn, hann er bestur!

Sigrún Óskars, 1.3.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Búin að smakka Skjálfta, var fyrir vonbrigðum það var svo mikið gerbragð af honum

En kannski fór hann of fljótt á markað, fær kannski að gerjast betur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú Sigrún Newcastle ale er góður en ekki bestur. Spennandi að smakka skjálfta.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband