Grískur saltfiskréttur.

Ætla að skella hér inn miklum uppáhaldsrétti.

11/2 kg saltfiskur,soðinn og beinhreinsaður.   Amk 1kg kartöflur soðnar.                                     Sósa;  1 og 1/2 dl ólífuolía sett í pott pg hitað. I stór laukur saxaður settur út í olíuna.                       2 dósir niðursoðnir marðir tómatar. Hálfur desilítri ferskt dill. 1-2 lárviðarlauf.            2 msk.tómatpuree. Oregano. Látið malla í ca 20 mín.     Takið nú 2 pakka af Filo-deigi. Annar pakkinn fer í botninn á eldföstu móti.Hvert blað er smurt báðum megin með olíu. Saltfiskurinn settur yfir. Síðan kartöflurnar. Þá sósan. Ein dós af fetaosti dreift yfir og að endingu er fílodeigið sett yfir. Hvert blað penslað með olíu. Þetta er bakað í ofni í 30 mín. Ca 180 gráður. Borðist með hvítlauksbrauði og góðu rauðvíni og í góðum félagsskap. Uppskriftin er fyrir 10 . Það er mjög mikilvægt að nota ferskt dill. Þurrkað gerir ekki sama gagn. Hef reyndar notað frosið dill með ágætum árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm ég verð að prófa þessa uppskrift

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2008 kl. 03:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi réttur er sívinsæll. Verði ykkur að góðu.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Eflaust góður matur ,uppskriftin hljómar vel.

Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband