Vorboðar.

það er ekki úr vegi þegar veðrið er svona hryssingslegt að nefna vorið sem er á næsta leyti.  Í gær sá ég fyrstu krókusana. Hvítir, ræfilslegir. Sá reyndar að fjölærar plöntur eru byrjaðar að skjóta upp öngum sínum, liggur á eins og mér. En að sjá þessa fyrstu sprota vorsins virkaði eins og vítamínsprauta á mig. Ég fylltist bjartsýni og lífið virtist allt auðveldara og einfaldara. Og svo kemur lóan....Ég er að hugsa um að halda garðdagbók hér á blogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er birtan sem minnir mig á vorið. Ég er ekki með neina lauka þetta árið því miður. Þarf að fara munda klippurnar og klippa trén - bara gaman að huga að vorinu.

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband