8.mars 2008

Til hamingju með daginn allar konur.                  Í vikunni las ég stjörnuspá fyrir vogina í Séð og heyrt.. Spá fyrir árið í ár. Heljarinnar lesning sem ég er búin að gleyma að öllu leyti öðru en því að  að þar var sagt að einhleyp kona í vogarmerkinu væri líkleg til að lenda í sambandi við karl sem hefði aðallega áhuga á peningunum hennar. Þetta þótti mér spaugilegt og sá strax að viðkomandi myndi nú ekki hafa mikið fjármálavit!!   En svo fór ég að hugsa og komst að því að hann gæti td. unnið hjá greiningardeild banka.....vaða þeir ekki alltaf villur vega??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hm.... erum við sem sé báðar vogir?? Ekki líst mér að þessa spá og tek undir með þér að sá hinn sami getur vart talist til þeirra með gott fjármálavit

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kæra Guðrún vog við verðum bara á verði

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Enginn karl myndi líta við mér vegna peninganna, en ég á smá eign í íbúðinni minni.  Minn fyrrverandi á ennþá helmingin í íbúðinni, svo ég er ennþá smá háð hans duttlungum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kæra Jóna Kolbrún vog,vertu á verði

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 02:22

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er blankur Bogamaður..og konan mín er líka Bogamaður...veit einhver skýringuna á þessu með það að við eigum engan pening, en við erum mjög ástfanginn...en bankinn tekur ekki ást sem greiðslu..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 02:49

6 Smámynd: Jónas Jónasson

My name is Milljonas og eg er Vog. best að fara á bensínstöð fá sér kaffi og lesa blaðið.

Jónas Jónasson, 8.3.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 17:47

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Huhumm..... lastu eitthvað um Nautið.... og duttlunga okkar, þarfir og lífsnautnir...... ???

Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er ekki alveg með á nótunum, af hverju til hamingju konur?

Sigrún Óskars, 9.3.2008 kl. 16:54

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 10.3.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband