Nýtt versus gamalt.

Enn og aftur að hinni niðurnýddu miðborg Reykjavíkur. Vissulega eru nokkrar perlur í miðbænum. Gömul hús sem sómi hefur verið sýndur en að mestu leyti er miðborgin í afskaplega leiðinlegu ástandi. Við erum öll sek um að hafa látið þetta viðgangast. Allir borgarfulltrúar undangenginna ára eru sekir um vanrækslu. Þeir sem vilja rífa og byggja sem mest bendi ég á að skoða Smáralindina í Kópavogi. Getur einhver hugsað sér að miðborg Reykjavíkur líti þannig út? Þegar við skoðum erlendar borgir er ég viss um að flest okkar leita að gömlu hverfunum með sinn sjarma en ekki steinkumbaldahverfin. Ég vona að við berum gæfu til að láta fagmenn meta hvað sé best að gera í miðborginni en ekki misvitra borgarfulltrúa eða peningamenn. Því miður er fátt sem dregur fólk að miðborginni í dag nema í myrkri. Ég sannarlega vona að eitthvað gott komi út úr allri þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið. Mjög dýrt er að gera upp gömul hús, ein leið væri að veita styrki eða lán á góðum kjörum til húseigenda. Ég veit reyndar að hægt er að fá einhverja styrki í dag en það þyrfti sennilega að auka  þá til muna. Þessum húsum eiga að fylgja þær kvaðir að þeim sé haldið sómasamlega við. Svo hefur mér dottið í hug að þeir sem fá dóm fyrir minni glæpi gætu afplánað með því að vinna að hreinsun og fegrun borgarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góð hugmynd, svo er önnur að rífa gömlu húsin og byggja ný í gamla stílnum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sem byggt er nýtt verður að vera í stíl við það sem fyrir er. Örugglega eru hús sem mega hverfa

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Sammála

Sporðdrekinn, 31.3.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Beturvitringur

Kæra Hólmdís, mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar (íslensku) þegar ég les skrifin þín; að enn skuli fólk kunna að skrifa íslensku ( og tala).

Oft velt fyrir mér samfélagsvinnu sakamanna (smákrimma :) Tek undir það.

Braskarar ættu ekki að fá að kaupa (gömul) hús nema með kvöðum um viðhald og umgengni. Gæti það ekki aftrað þeim, fái þeir ekki að "kaupa, vanrækja, láta grotna, láta rífa, byggja bunka - ferlið"?

Mér finnst ekkert illa á skipulag sem færi fram á (hefði kvaðir um) ákveðið útlit bygginga, í þessari umræðu - gamlan "stíl".

Beturvitringur, 31.3.2008 kl. 19:06

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kæri Beturvitrungur, ég roðna bara!! Takk fyrir hrósið. Einhvern veginn verður að virkja eigendur til að láta eignirnar líta vel út.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 19:25

6 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Í mörgum tilfellum hygg ég að hagkvæmara sé að byggja nýtt í gömlum stíl en gera upp gamalt. í Hafnarstræti(ég held 31) var byggt hús fyrir fáum árum sem fellur alveg gjörsamlega inn í götumyndina. Það eru ekki mörg hús sem akkur er í að nota úr örfáar heilar spýtur en endurnýja næstum allt annað og tala svo um gamalt varðveitt hús.

Hallmundur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Hafnarstræti á Akureyri, vel að merkja.

Hallmundur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 19:29

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir hrós Beturvitrings. Við lærðum íslenzku hjá Sigurjóni, það er víst.  Kær kveðja til þín elskuleg og takk fyrir góðar hugsanir í minn garð. 

Ég rakst á Oddnýju Stefáns hér í bæ í dag. Hef ekki séð hana í 25 ár, það var reglulega gaman að spjalla við hana eins og í gamla daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 21:26

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er alveg sammála Hallmundur, stundum er svo lítið eftir upprunalegt í húsum sem allt í einu á að fara að vernda. Og mörg húsin voru byggð af vanefnum og aldrei merkileg. En svipnum þarf að halda. Og þeim húsum sem eru sögulega eða byggingarsögulega merkileg. Átta mig ekki á Hafnarstræti 31.....fer á skrall á Akureyri í júní skoða það kannske. Vandamálið í Rvík  held ég  sé hringlandaháttur borgaryfirvalda í verndunar og skipulagsmálum.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 22:45

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Ásdís, örugglega getum við þakkað Sigurjóni eittvað. Gísli Jónson kenndi mér svo á Akureyri og var hann afburðakennari.              Oddnýju hitti ég í Kringlunni á laugardaginn.                                       

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að vera eitthvað

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Húrra fyrir nostalgíu...

Fyrir mér mætti miðborg Reykjavíkur öll vera eins og að hverfa inn í gamla tímann.

Reykjavík Anno 1906 er svona min hugmynd að góðri höfuðborg.

Að vísu bjuggu ekki nema um 8 þúsund manns þar þá en samt....

Rífum öll þessi nýju hús sem búið er að tjasla upp þarna og byggjum beitningarkofa í staðinn með öllum nútímaþægindum.

Bara mín skoðun...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.4.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Lárus eigum við að ganga svo langt......hestkerrur og alles, sparar eldsneytisverð

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Beturvitringur

Gleymum ekki metaninu úr hrossarössum!

Beturvitringur, 1.4.2008 kl. 12:26

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband