Dapurlegt

að hlusta á Forsætisráðherra í Kastljósi. Hvar hefur maðurinn haldið sig??? Ríkisstjórnin er ekkert að gera til að koma til móts við heimilin í landinu. Þjóðin verður bara að taka þetta á sig. En getur þjóðin það?? Ekki víst að lækkun gjalda skili sér til neytenda......það er reyndar rétt...það þarf nefnilega að fylgja því eftir að það skili sér til neytenda.. Og einkaþotan var réttlætt með því að það væri svo leiðinlegt að hanga og bíða á hótelherbergi og á Heathrow. Og svo munar svo litlu. Samkvæmt vísi.is munar 5.9 milljónum. Og jú tíminn ku vera dýrmætur. Mér finnst bara skilaboðin svo röng til þjóðarinnar. Ekki til fyrirmyndar.  Ekki umhverfisvænt heldur. Æi ég er ef til vill  bara í svona fúlu skapi. Ég vona að fólk rísi upp gegn háu matarverði og hunsi þær verslanir sem eru dýrastar. Samkvæmt Stöð 2 hefur matarkarfan hækkað um 20% á einu ári. Stjórnvöldum hefur semsagt algerlega mistekist að ná niður matarverðinu. Stjórnvöldum hefur mistekist að halda verðbólgu í skefjum. En stjórnvöldum hefur tekist að stórskemma heilbrigðiskerfið. Og stjórnvöldum hefur tekist að manna stöður með vinum og ættingjum.  Ég held að stjórnvöldum hafi bara ekki tekist fleira. En ég er ekki bara að tala um núverandi ríkisstjórn heldur þá síðustu líka. Ég varð fyrir vonbrigðum með að Samfylkingin færi í þetta stjórnasamstarf. Það hefði ekki átt að gerast. Ein öskureið og fúl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ég hélt á tímabili að viðtalið væri aprílgabb.  Er mjög hissa á stjórnvöldum í dag.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.4.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bara að þetta hefði verið aprílgabb.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er líka fúl reið og pirrrrruð!  Ég trúi þessu ekki með einkaþotuna!  Vona ennþá að þetta "aprílgabb" verði leiðrétt á morgun!  Finnst þetta bara svo "táknræn" svívirða og hroki gagnvart almenningi að sómakært fólk, ef eitthvað af þessu ráðafólki er það, geti ekki tekið þátt í svona rugli.

Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo fúlt, get alveg tekið undir með þér, hrædd um að víða sé erfitt og eigi eftir að versna þegar hækkanir dynja yfir.  Takk fyrir kommentin hjá mér Hólmdís mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég hef nú alltaf heyrt svo vel talað um Geir Haarde frá hans samstarfsfólki, og hef þess vegna haft tröllatrú á honum án þess að þekkja hann persónulega, en þarna jarðaði hann stóran hluta af því áliti, sem ég hef haft á honum. Hann er bara að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn við að missa það traust sem einungis Sjálfstæðismenn höfðu á honum, og ég held það hljóti að vera mikið dvínandi eftir allt sem á undan er gengið í t.d. borgarstjórninni. Mitt álit og traust er allavega á hraðri niðurleið og mér fannst forsætisráðherrann gefa frekar slappa mynd af sjálfum sér í þessu viðtali. Segir næstum fyrrverandi Sjálfstæðiskona.....

Lilja G. Bolladóttir, 2.4.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta lið sem við kusum yfir okkur, er bara í þessu fyrir sjálft sig.  Það er skömm að þessu  Og við almenningur borgum brúsann eins og alltaf

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2008 kl. 01:25

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það eru greinilega fleiri fúlir en ég!! Lilja ég kaus Samfylkinguna en er ekkert sæl með útkomuna. Geir fór ekkert í taugarnar á mér í byrjun, en hann er farinn að gera það. Hann virkar á mig eins og hann sé í öðrum heimi. En við þurfum að vera vakandi  það er ljóst

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 08:49

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sé að ég í einfeldni minni lét gabbast af sjálfri mér þann 1. apríl!!!

Ég verð víst að trúa því að fréttin um einkaþotuna var ekki gabb.

Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:28

9 identicon

Flott að láta heyra í sér og ég held að flestir fyrir utan þá með háu launin séu sammála. þetta getur ekki gengið öllu lengra. ENNNN hvað er til ráða hjá þessum stóra hóp ? Gerum við eins og vörubílstjórar þanið bílflautur nokkar á Austurvelli og látum í okkur heyra ? Því ekki hefur rödd okkar heyrst.

Anna Ragna Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:02

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sorglega er að það er ekki hlustað á okkur En ég held að þjóðin sé södd og láti nú heyra í sér.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband